Síða 1 af 2

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 8. Ágú. 2010 23:14:00
eftir Sverrir
Flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar var haldin á Melgerðismelum á laugardaginn var og tókst prýðilega vel upp.

Mikið var flogið á föstudeginum í stífum vindi og með nokkrum regndropum en þegar við fórum um kvöldarmatarleytið voru ekkert alltof margir mættir á svæðið, spurning hvort menn hafi látið veðurspár draga úr sér?

Laugardagurinn rann svo upp með smá bleytu en um 11 leytið var stytt upp og hófst þá flug af miklum krafti og hélt svo áfram fram eftir degi. Það voru heldur færri á svæðinu en oft áður en þó var talsvert búið að bætast í hópinn frá föstudeginum og einnig mættu færri gestir yfir daginn. Vöfflurnar og kaffið klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn og um kvöldið tók svo hið hefðbundna grill við og rann það ljúfenglega ofan í viðstadda sem skemmtu sér svo vel fram eftir kvöldi.

Sunnudagurinn rann svo upp með glampandi sól og nýttu menn tækifærið og flugu af krafti.

Módelmenn voru ánæðir með flugkomuna og þótti hún takast vel upp, þrátt fyrir nokkur óhöpp, það sást vel að sífellt fleiri og fleiri eru komnir á 2.4 Ghz og auðveldar það tíðnimál.

Hægt er að sjá myndir frá helginni í myndasafni Fréttavefsins.

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 8. Ágú. 2010 23:31:33
eftir Sverrir
Formennirnir hófu leikinn.
Mynd

Málin rædd.
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Hver slökkti ljósin?
Mynd

Bretarnir mættu!
Mynd

Mynd

Feðgaflug
Mynd

Mynd

Mynd

Dressman
Mynd

Tommi var í myndagír.
Mynd

Mynd

Mynd

Fréttavefurinn var plöggaður.
Mynd

Guðjón(t.h) borðaflugmaður og Sigurður Sindri(t.v).
Mynd

Samflug á „stórum og ljótum“ spýtum.
Mynd

Full skala sviffluga.
Mynd

Steini tók dans á svifflugunni.
Mynd

Mynd

Guðjón formaður í eftirlitsferð.
Mynd

Mynd

Arngrímur kom í heimsókn á Beaver-num, svakaleg vél!
Mynd

Mynd

Mynd

Arngrímur og Stjáni Víkings.
Mynd

Mynd

Ææ! :(
Mynd

Svo var komið að grillinu.
Mynd

Hmmm, afhverju fékk Mummi svona stóran disk!?
Mynd

Gummi í góðum gír við barborðið.
Mynd

Grillkjötið rann vel niður.
Mynd

Lúlli og Birgitta voru með varðeld við tjaldið sitt.
Mynd

Takið eftir eldheldu fötunni sem snakkið er í! ;)
Mynd

Mynd

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 8. Ágú. 2010 23:32:13
eftir Pétur Hjálmars
Ég vil Þakka Flugmódelfélagi Akureyrar, fyrir frábært mót á Melgerðismelum 2010, "þeir klikka ekki". Móttökur og fórnfýsi er með eindæmum.
Til hamingju strákar þarna fyrir norðan, þetta voru frábærir dagar,,, eins og alltaf.
....Saknaðar kveðjur : Pétur Hjálmarsson

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 9. Ágú. 2010 00:12:57
eftir Guðjón
Já, takk kærlega fyrir mig. Þetta var frábær dagur þó, já... :)

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 9. Ágú. 2010 00:46:53
eftir Pétur Hjálmars
Ég var ekki búinn.....
Sunnudagurinn 8/8 var mjög góður fyrir mig. Ég náði Hellcat á loft og mótorinn gekk eins og engill. Vélin flaug eins og Súpermann ( án gangtruflana) enda engin "valmúi" að fylla blöndunginn á ,,malbikinu.
Ég kann alltaf betur við malbik, frekar en gras og mold.

Eysteinn flaug og lét son sinn fljúga litlum "treiner" ,, sá verður einhvertíma góður, ég meina strákurinn.

Ég hjálpaði Guðmundi vini mínum Karli að tilkeyra mótor á nýrri flugvél.

Guðjón og félagar í FMA voru mættir á staðinn til að aðstoða með rafmagn og "stoppara" fyrir vélarnar.
Þessir menn eru engu líkir, alltaf komnir ef einhver hreyfir sig þessa flugdaga þarna norðurfrá.

Kv. P.

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 9. Ágú. 2010 20:23:24
eftir Sverrir
Yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu.
Mynd

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 10. Ágú. 2010 00:26:42
eftir lulli
Er þetta örugglega fjarstýrt ?
Mynd
Mótsstjórinn gaf heimild , og flugtak í uppsiglingu með góðravina hjálp
Mynd
Varast skal opna elda :)
Mynd
Útsýni fyrir allann peninginn á mótsvæðinu
Mynd
Ein af hverri gerð
Mynd
Síðasta ground tékk fyrir frumflug hjá nýjum eiganda
Mynd
Kátur með helgina
Mynd

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 10. Ágú. 2010 01:22:11
eftir Guðni
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Frábær helgi..
Kv. Guðni Sig.

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 10. Ágú. 2010 13:19:33
eftir Eysteinn
Frábær flugkoma fyrir norðan!! Ég tók lítið af myndum því ég var svo upptekinn af því að ná 24 klst makmiðinu á Extrunni. Eftir að hafa flogið þessa helgi í 1. klst og 6 mín. náði ég þeim áfanga..

Ég setti saman stutt vídeó sem ég tók á flugi yfir Melgerðismelum þennan góða dag :)


Þessa mynd fékk ég lánaða úr myndasafninu hér á fréttavefnum. Sverrir tók þessa rétt fyrir flugtak.
Mynd

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók :)
Mynd

Lúlli á fullu.
Mynd

Mynd

Guðjón ;)
Mynd

Kærar þakkir til ykkar fyrir norðan fyrir frábæra flugkomu.

Eysteinn, Bjarki, Sævar og Þórður.

Re: 08.08.2010 - Melgerðismelar 2010 - Samantekt og myndir

Póstað: 10. Ágú. 2010 23:40:11
eftir Ágúst Borgþórsson
Leiðinlegt að maður skuli yfirleitt þurfa að gera eitthvað annað. Hefði gjarnan viljað vera með :(