dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3641
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Gaui »

Sælir félagar

Það kann að hljóma annkanalega, en þetta slys sem varð í Ungverjalandi á laugardaginn ætti að vera dálítið spark í rassinn fyrir okkur hér á Íslandi að fara nú að búa til almennilegar reglur um flug þyngri véla, hvar og hvernig á að fljúga þeim og hvaða búnað þær eiga að hafa.

Mér sýnist ljóst af þeim mynduim sem ég hef séð að þetta módel hafði ekki fail-safe, þ.e. þegar meintar truflanir urðu, þá greinilega hætti flugmaðurinn að geta stýrt vélinni og hún tók stóran sveig á fullu gasi oní áhorfendaskarann. Eftirfarandi punktar gætu ðrið undirstaða umræðu hér:

- Módelið var greinilega komið langt afturfyrir áhorfendalínuna; hvar mega módelin fljúga?
- Fail-safe hefði fyrir löngu dregið niður í mótornum og þar með hægt á módelinu.
- Það hljómar ekki stórt að módelið hafi vænghaf uppá 2 metra, en þarna var greinilega risastór og þung tvíþekja á ferð. Þurfum við ekki reglur um stór módel?
- Væri ekki vit að búa til okkar reglur og fara eftir þeim áður en skipun kemur „að ofan“ um það.
- Þurfum við ekki að byrja að kenna nýliðum kerfisbundið og láta alla gangast undir próf áður en þeir geta flogið þar sem mikið eráf fólki, t.d. á flugdögum Þyts og FMFA?

Látið í ykkur heyra um þetta. Ég er til í alla umræðu og ég er til í að vinna að bættu öryggi okkar og áhorfenda okkar. Ég er alltaf til í að auga veg flugmódelíþróttarinnar.

gaui
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Messarinn »

Sælir allir

Jú það væri-er nauðsynlegt að venja sig á góðar reglur,en við verðum bara að passa okkur að setja ekki of margar reglur og bönn þá nennir maður ekki að standa í þessu módelflugi og það verður fráhrindandi sport.

Ég t.d. vil EKKI að menn þurfi að taka eitthvert próf til þess að mega fljúga módeli, hinsvegar væri gott að allir þeir sem eiga og ætla eiga RC flugmódel verði að vera í flugmódelfélagi því þá er hægt að hafa eftirlit með og hjálpa þeim í sportinu og þá gilda flugmódeklúbba reglurnar yfir þá.

Á flugsýningum sem haldnar eru af flugmódelklúbbum hér á landi er krafan um getu flugmanna og eftirlit með flugi og öryggi meiri og það þurfum við að skoða.

Stærðina á flugmódeli þarf auðvitað að hafa hemil á. Eins og stendur í lögum núna um loftfar, þá held ég að flugmódel megi vera um 400kg án þessa skrá þau (leiðrétting á þessu er vel þegin)

Kv Messarinn
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Ingþór »

já ef þetta voru truflanir þá getur þetta hafa verið PCM falesafe sem var bara stillt þannig að halda servóum í þeirri stöðu sem þau voru síðast, þarmeð talið mótor, eða bara vitlaust stillt failsafe þar sem mótorinn fer á 50% gjöf eða eitthvað. allavega voru þetta ekki truflanir á PPM bandi því þá hefði vélin hagað sér allt öðruvísi... svo getur líka verið að þetta hafi verið bilanir í rafkerfi, búið batterí eða hvað sem er... Vélin þessi með 2,5 metra vænghaf var engu að síður tvíþekja í skalanum 1:2,1 (hálfskala!) og að ég held með 200cc mótor! þetta var mjööög stór græja.

Mér þykir mjög eðlilegt að þeir sem ætli að fljúga á flugdögum/sýningum eða þessháttar taki PRÓF áður en flogið er á atburði og sýni frammá að þeir geti bæði flogið módelinu og hugað að öryggi í lofti og á jörðu, og einnig að menn höndli stressið sem fylgir því að fljúga fyrir áhorfendur, við höfum séð sorgleg dæmi um það á íslandi að sumir einfaldlega hafa ekki taugar í það og við verðum að koma í veg fyrir að þannig flugmenn fljúgi opinberlega og valdi slysum á fólki eða eignum, því verður að vera hægt að formlega svifta menn réttindum til sýningarflugs hvenar sem er ef tilefni er til.
Það er komið nóg af nærgætni og tepruskap í þessum umræðum, við einfaldlega verðum að taka á þessu ef við viljum ekki enda á síðum dagblaðana með blóðugri fyrirsögn þegar fyrsta slysið gerist.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

Já það er alveg kominn tími á að fara í alvarlegar umræður, ef við vöknum ekki við fréttir af svona atburðum hvað þá...
Við höfum rætt þessi mál örlítið upp á síðkastið en alls ekki með tæmandi hætti. [1, 2, 3]

Vélin var búin öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur var og meira en það, flugmaðurinn hefur atvinnu af því að fljúga módelum og aðilar sem ég þekki og treysti hafa sagt mér að allt hafi ávallt verið til fyrirmyndar hjá honum og meira en það, einnig í þessari vél. Nú eru menn að spá í því hvort hann hafi misst allt rafmagn af einhverjum ástæðum en þetta eru náttúrulega allt getgátur á þessu stigi.

Hvernig eru menn hér heima t.d. að nota fail safe stillingarnar á sínum stýringum ef þeir eru þá yfirhöfuð að nota þær?

Eins og við höfum rætt þá var lögum nýlega breytt á þann veg að þar sem módel yfir 25 kg þurftu áður sértryggingu þá var sú þyngd færð niður í 20 kg en jafnframt afnumin sú skylda að tryggja léttari módel sem er náttúrulega með öllu óviðunandi :(

Við höfum hingað til haft frumkvæðið okkar megin, sbr. tryggingamálin en módelmenn voru löngu byrjaðir að tryggja sig áður en lög voru sett þar að lútandi og er ég alveg sammála þér með að við ættum að reyna að vera alla veganna einu skrefi á undan ef ekki meir. Frændur okkar í Bretlandi eru ágætlega staddir í þessum málum og mætti gera margt vitlausara en að athuga hvernig þeir standa að þessu.

Þar þurfa t.d. öll módel þyngri en 7kg að vera með búnað til að draga úr bensíngjöf ef samband rofnar við sendinn. Þegar komið er í 20kg og upp að 150 kg þá tekur LMA við eftirlitshlutverki fyrir hönd Flugmálastjórnar ásamt því að sækja þarf sérstaklega um leyfi til að fljúga þessum módelum, nk. lofthæfnisskírteini, sem staðfestir að flugmaðurinn geti flogið viðkomandi módeli ásamt því að innviði módelanna eru skoðuð á smíðastigi til að tryggja að þar sé allt í góðu lagi.

Nýliðakennsla er líka annað mál sem gaman gæti verið að skoða. Hvernig standa klúbbarnir t.d. að kennslu innan sinna raða. Eru ákveðnir aðilar sem taka þetta að sér? Ganga(fljúga) nýliðar á milli kennara? Finna nýliðar einhvern út á velli sem er reiðubúinn að aðstoða og læra svo allt hjá honum? Er eitthvað námsefni í boði fyrir nýliða hjá félögunum? Vinna kennarar eftir einhverjum reglum?

Við höfum hingað til sloppið að mestu við alvarleg slys og óhöpp en það getur því miður ekki verið annað en tímaspursmál hvenær við fáum fyrsta skellinn og þá er eins gott að við séum eins vel undirbúnir og höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja óhöpp.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Messarinn]Sælir allir

Stærðina á flugmódeli þarf auðvitað að hafa hemil á. Eins og stendur í lögum núna um loftfar, þá held ég að flugmódel megi vera um 400kg án þessa skrá þau (leiðrétting á þessu er vel þegin)

Kv Messarinn[/quote]
Manstu númerið á þeim?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Ingþór]Mér þykir mjög eðlilegt að þeir sem ætli að fljúga á flugdögum/sýningum eða þessháttar taki PRÓF áður en flogið er á atburði og sýni frammá að þeir geti bæði flogið módelinu og hugað að öryggi í lofti og á jörðu, og einnig að menn höndli stressið sem fylgir því að fljúga fyrir áhorfendur, við höfum séð sorgleg dæmi um það á íslandi að sumir einfaldlega hafa ekki taugar í það og við verðum að koma í veg fyrir að þannig flugmenn fljúgi opinberlega og valdi slysum á fólki eða eignum, því verður að vera hægt að formlega svifta menn réttindum til sýningarflugs hvenar sem er ef tilefni er til.
Það er komið nóg af nærgætni og tepruskap í þessum umræðum, við einfaldlega verðum að taka á þessu ef við viljum ekki enda á síðum dagblaðana með blóðugri fyrirsögn þegar fyrsta slysið gerist.[/quote]
Þegar ég hef umsjón með sýningum eða flugkomum þá áskil ég mér fullan rétt til að stjórna því hverjir geti farið í loftið og ég vona að svoleiðis sé það líka hjá öðrum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Messarinn »

Hæ Sverrir
ég var nú bara á vitna í fisreglurnar
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... ight=0,Fis
þær gilda líklega ekki yfir þung flugmódel??

GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Sverrir »

Ekki skv. orðskýringunum í 1.grein.

Þannig að það virðast ekki vera miklar takmarkanir á efri mörkum í augnablikinu :|
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

* Best er ef reglur og öryggistakmarkanir koma frá okkur og að okkar frumkvæði.
Við viljum ekki að atvik eins og það sem hóf þessa umræðu verði til þess að einhver gosinn í ráðuneyti eða á Þingi fari að spinna einhverja vitleysu. Til þess gæti auðveldlega komið, til dæmis að frumkvæði einhverra sem viðra hundana sína í nánd við Hamranes og pirra sig á módelunum eða þá fótbolta-"bullurnar" vinir okkar sem settir voru niður við brautarendann í okkar óþökk.
Legg til að stofnuð verði nefnd með einum-tveimur fulltrúum úr hverjum klúbbi sem gæti notað símafundi og mótaði aðgerðaáætlun í þessu sambandi.
Þegar maður skoðar reglurnar o0g takmarkanirnar sem vinir okkar erlendis þurfa að lúta þá skilur maður þörfina á að við mótum þetta sjálfir. (Ég er ekki að meina að þær séu vitlausar, bara að það kemur fyrr eða síðar að því að það þrengi að frelsinu í þessu sporti hér á landi sem annars staðar)

* Próf er ekki vitlaus hugmynd. Ég virði sjónarmið Rennimeistarans. Hann er þó sennilega meira að hugsa um "flugpróf" en mér finnst hugmyndin um námskeið og próf í öryggi og umgengni um flugmódel álitleg.
Auðvitað er ekki hlaupið að því að koma slíku á laggirnar en ef við sjáum heiður okkar í því að sjá sjálfir um að auka öryggi í sportinu þá væri rétt að fara að íhuga þetta.
Ég hef tiltölulega mótaðar hugmyndir um hvernig hægt væri að útfæra þetta og hvers vegna það væri til góðs. Hugsa ég þá um reynslu af slíku í skammbyssuskotfimi sem ég hef frá Svíþjóð.
Í meginatriðum held ég þetta yrði að vera frjálst val þeirra sem þegar eru "langt gengnir" í sportinu en gæti smám saman orðið sjálfsagður hlutur (rétt eins og bílbeltin) og fastur liður í inntöku nýliða.
Svo væri eðlilegt að hugsa sér að "grunnpróf +meirapróf" væri skilyrði til þess að fljúga stærri módelum, td >20 kg og inni í því væri meðal annars flugpróf og "sýningarrettindi" sem gæfu rétt til að fljúga þar sem almenningur er nálægt.

Hvað finnst ykkur?

Farsælt flug.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: dálítið spark í rassinn fyrHugleiðingar vegna slyssins í Ungverjalandi

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nú þegar línur virðast vera að skýrast um orsakir slyssins í Ungverjalandi (sjá hinn þráðinn í Frétta-rásinni) verður manni hugsað til flugsýninga eins og á menningarnótt síðastliðinni sem var mikilvæg auglýsing fyrir íþróttina okkar og gekk vel og var skipulögð og framkvæmd af kunnáttufólki.

Af slysinu í Ungverjalandi má draga mikinn lærdóm finnst mér, sem hægt er að bæta við það sme nú þegar er gert og eftirfarandi eru mínar amatör-hugleiðingar. (Auðvitað er ég enginn sérstakur kunnáttumaður í þessu en mikill áhugamaður um slysavarnir og velferð okkar kæra sports. Þess vegna læt ég dæluna ganga...)

Hugmyndir fyrir flugsýningar:
> Aðstæður kannaðar vel a staðnum í drjúgan tíma fyrir og alveg fram að sýningarflugi með fullkomnum skanner og etv. öðrum útbúnaði. Stefan W. mun sennilega hafa gert það hér en ekki dugað til.
> Æfingaflug áður en áhorfendur koma.(ef tök eru á)
> Vindátt megi ekki vera (sterk?) í átt að áhorfendum. Mig minnir að það hafi verið smá vandræði með það í menningarnæturfluginu?
> Rétt uppsett Fail-safe sé skylda og prófað á tryggan hátt fyrir sýningarflug...
> Umsjónarmaður og annar eftirlitsmaður staðfesta saman að ákveðnum skilyrðum sé uppfyllt fyrir flug. Ef þeir geta ekki staðfest það báðir fellur flugið einfaldlega niður.
> Tilkynnt sé fyrir flug (í kynningu) að ströngustu öryggisprófanir hafi verið gerðar og skilyrði sýningarflugs uppfyllt.
> Flugmódelsamtökin/Flugmálafélagið setji sjálf slíkar leiðbeiningar og útbúi tékklista til að fara eftir.

Fleiri hugmyndir??

Svo eru svona mót þar sem áhorfendur koma eins og flugdagar Þyts og flugkoman á Melgerðismelum ...
Þer geta takmarkanir ekki verið svona stífar.
Það hefur hvað ég get séð, verið eins vel staðið að öryggismálum á þessum samkomum og hægt hefur verið... spurning hvort eitthvað meira þurfi að gera. Td með staðsetningu áhorfenda á Hamranesinu og kröfur til þeirra sem fljúga???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara