Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Það er kannski skynsamleg lausn með tilliti til eldhættu o.fl.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Hér má sjá sólarselluna sem ég var með í huga. Mælistikan er 100cm.

(Smella á mynd til að stækka).

Festingin aftan á henni er fyrir svona rör, um 6 cm í þevermál (utanmál).

Það þarf að útbúa festingu með svona láréttu röri.




Mynd

Mynd

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Ég hef verið að svipast um eftir notuðum Android síma sem mætti nota. Lumar einhver á slíkum gemsa sem hann er hættur að nota?

Ef einhver er með þannig síma í vasanum, þá væri kjörið að sækja appið sem breytir honum í vefmyndavél, stofna ókeypis aðgang fyrir myndir, og prófa hvernig það gengur. Sjá athugasemd 02-02-2014 10:43:22. Þar kemur fram hvar hægt er að fá app og hvar hægt er að fá geymslustað fyrir myndir.

Minn sími er iPhone svo ég hef ekki getað prófað.

Varðandi sólarselluna: Er einhver laghentur sem hefur aðgang að nauðsynlegum verkfærum til í að smíða festingu fyrir sólarselluna? Þegar ég var með selluna í notkun, þá rak ég niður tvö 2ja tommu rör og skrúfaði rör þar á milli. Það sést glitta í festinguna á myndinni hér 03-02-2014 13:42:45.
Myndin hér fyrir ofan sýnir hvernig slánni var fest á lóðréttu rörin með löngum bolta. Hvernig væri best að ganga frá festingu uppi á gámnum?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
lulli
Póstar: 1239
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir lulli »

Frábær Ágúst..
það lítur út fyrir að nú muni það gerast,loksins,,

Ég er með í notkun "gamlan" htc wildfire A3333 með 5.mpxl myndavél sem klúbburinn má gjarnan fá ef hentar.
hann styður upp að 2,2.1 Android (hef reynt að uppfæra án árangurs)

HTC sést reyndar hvergi á listanum sem þú settir yfir síma sem henta.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Takk fyrir þetta Lúðvík.

Ætli einhver hér á spjallinu sé með Android síma í vasanum, þ.e. með SIM korti og alles?

Varla eru allir með ávaxtasíma eins og ég.

Gæti þá hinn sami prófað að setja appið umrædda í símann sinn og athugað hvort það virkar...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Hvað segið þið snillingar um svona síma? Er þetta plat?

http://www.ebay.co.uk/itm/Samsung-i5500 ... RTM1342312
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Ég á von á að fá á næstu tveim vikum eða svo notaðan síma:
"Samsung i5500 Galaxy Unlocked Android Smartphone Touch Screen 3G & WiFi"

Vonandi verður hann í lagi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 519
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Agust]Ég á von á að fá á næstu tveim vikum eða svo notaðan síma:
"Samsung i5500 Galaxy Unlocked Android Smartphone Touch Screen 3G & WiFi"

Vonandi verður hann í lagi.[/quote]
Þessi Er örugglega nógu góður.
Ég skal taka að mér að sjóða saman festingar enda er ég að sjóða saman málma á hverjum degi.
Ég gat ekki betur séð á Aðalfundinum en að menn treysta okkur fyrir þessu ;)
Það veðrið gaman að koma þessu öllu við húsið okkar.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Þetta er vel þegið Eysteinn. Þú gætir kannski hugsað út hvernig best er að koma sólarrafhlöðunni fyrir. Á henni eru festingar fyrir rör, en þær lét ég smíða í Gretti á sínum tíma.

Væri ekki þægilegast að koma henni fyrir uppi á gámnum? Þar er auðveldast að athafna sig og skynsamlegt að hafa rafgeyminn inni í honum ásamt hleðslustýringu . Uppi á gámnum gæti þá verið skynsamlegt að hafa smá vegg þannig að minna beri á búnaðinum þegar komið er að húsinu. Síður hætta á þjófnaði.

Ég var á sínum tíma með lárétt rör um hálfan metra frá jörðu. Það þarf ekki að vera svo hátt frá þakinu, en gott að hafa það í nokkurri hæð þannig að sellan verði ekki undir snjó.

Stærðin á sellunni er 1250 mm X 330 mm

Bil milli festinga (ytri brún í ytri brún) er 670 mm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Ég er kominn með síma í hendurnar og byrjaður að prófa. Er ekki enn kominn með SIMM kort og nota því WiFi í heimanetinu. Þetta ætti þó að virka eins með 3G tengingu.

Ég er nú með símann stilltan á eina mynd með 10 mínútna millibili. Gengur á innbyggðu rafhlöðunni. Síminn horfir nú út um norðurgluggann heima, en í myrkrinu er lítið að sjá annað er borgarljós í fjarska.

Ég ætla að hafa símann í gangi í nótt, en veit ekki með morgundaginn.



http://www.opensmartcam.com/index.php?cam=agust
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara