Erlend mót

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Sælir

Ég fór á fund um daginn hjá Flugmálafélagi Íslands sem er regnhlífarsamtök fyrir öll félög sem á einhvern hátt tengjast flugi. Ekki bara einka eða atvinnuflugi eins og margir halda.

Það eru haldin flugmót í flugmódel sportinu víða um lönd. Þess mót eru mörg hver áhugaverð fyrir okkur, þetta eru ekki bara keppnir. Til að geta tekið þátt verður módelfélag þáttakandans að vera aðili að Flugmálafélagi Ísland og tryggingar að vera í lagi.

Flugmódelfélagið þytur er eina módelfélagið á Íslandi sem er aðili að Flugmálafélagi Íslands.

Félagsmenn í FMF þyt hafa því einir módelmanna rétt á að fá sérstakan passa, sem gefur þeim rétt til að taka þátt í alþjóðakeppnum eða opnum mótum út um allan heim.


Eftir því sem mér berast upplýsingar um þessi mót ætla ég að segja frá þeim hér.

kveðja
Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Erlend mót

Póstur eftir Sverrir »

NB. Ekki eru öll þessi mót haldinn undir formerkjum FAI sem Flugmálafélag Íslands er aðili að.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Alla vegana veit ég ekki um nein alþjóða mót þar sem módelmaður getur labbað sér inn á og tekið þátt án þess að sýna gilda pappíra.

En þau mót sem ég ætla að segja ykkur frá þarf gilda FAI aðild.


Fyrsta mótið sem ég ætla að segja frá heitir Welsh open f3f 2005 haldið dagana 24 og 25 september.

Upplýsingar eru hér um þetta mót.
http://www.knewt.com/bwlch/index.htm

Og ef þið athugið þáttökulistann og sérstaklega keppanda nr. 56, eithvað er nafnið kunnuglegt.

Kveðja
Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Erlend mót

Póstur eftir Sverrir »

Meina það nú ekki þannig Böðvar en t.d. Cosford, La Ferte Alais, Top Gun (USA), Scale Masters og fullt af öðrum mótum sem ekki eru haldinn undir formerkjum FAI. FAI sancationed(helguð?) mót eru oftar en ekki mót sem telja til heimsmeistara eða eru landsmót í viðkomandi löndum önnur mót eru oftast nær opin þeim sem hafa getu og vilja til að taka þátt eða uppfylla ákveðin skilyrði og auðvitað verða allir að vera með gildar tryggingar.

T.d. má bara Þytur halda íslandsmeistaramót í módelgreinum miðað við núverandi fyrirkomulag og skráningu flugmódelklúbba í Flugmálafélagið.

Kannski örlítill útúrsnúningur þar sem þú ætlaðir jú að ræða um FAI mót en mér þótti samt rétt að koma þessu sjónarmiði inn í umræðuna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Jú nákvæmlega rétt hjá þér Sverrir, það eru haldin allskonar flugmótel samkomur erlendis sem ekki eru undir formerkjum FAI.

Það er líka full þörf og gagnlegt að láta módelmenn vita af hvar og hvenær öll þessi mót og flugkomur eru haldnin.

En hér er ég að láta menn vita af þessum sérstöku alþjóða mótum og erlendum oppnum keppnum þar sem þáttakandi þarf sérstakan SPORTING passa, með stimpluðu frímerki gildu fyrir árið, ásamt gildum tryggingum, til að hafa rétt til þáttöku.

Þessi mót sem ég er að tala um eru með þessu formerkjum sem allir kannast við eins og F3F, F3A, F3J, F3D, F3H og svo framvegis.

Flugmódelfélagið Þytur fær sent í gegnum Flugmálafélagið póst um þessar keppnir og ég verð einhvernveginn að lát félagsmenn vita af þeim. ;)
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Sælir

Annað mótið sem ég ætla að segja ykkur frá er tuttugasta og fjórða alþjóðlega keppnin í Listflugi F3A (Pattern listflug) sem verður haldin í Fraklandi dagana 18 til 28 Ágúst 2005.

upplýsingar um það mót sjáið þið hér:

http://www.world-championships-f3a.com
http://www.ffam.asso.fr/World%20f3a%202 ... letins.htm
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Þriðja alþjóða mótið er Pylon racing F3D heimsmeistarakeppni sem verður haldin í fraklandi frá 30 ágúst til 3 sept. 2005. Ef þið eruð á ferðinn í Fraklandi á þessum tíma geta þið kíkt á keppnina.

hér eru upplýsingar um mótið. http://france-f3dwc.site.voila.fr/
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Hér er listi yfir mörg FAI mót frá 2005 til 2008:

http://events.fai.org/aeromodelling/future-calendar.asp
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Erlend mót

Póstur eftir Böðvar »

Heimsmeistara keppnin í þyrluflugi F3C verður haldin á Spáni í sumar.

Flugmódel klúbburin Zamora Aeromodelling heldur keppnina í ár, klúbburinn er með eigin stór glæsileg flugaðstöðu, um 7 Km frá bænum Zamora á Spáni.


http://wc2005-f3c.helcom.es/
Svara