Junkers F13

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Junkers F13

Póstur eftir Sverrir »

Jæja hvernig líst mönnum þá á nýju vélina hans Jakobs. Engin smásmíði á ferðinni þar...

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Junkers F13

Póstur eftir ErlingJ »

þetta er magnað,hvað ætliað það séu mörg ár að baki þessari smíði :)
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Junkers F13

Póstur eftir Gaui K »

Mér skildist að hann hafi ekki hugmynd um hvað margir tímar liggi í þessu eða hugsi bara ekki um það.Jú þetta er frábær smíði og vel gert.Það væri gamann að sjá þetta fljúga einhverntíma en það er sjálfsagt eftir nokkur handtök í viðbót.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Junkers F13

Póstur eftir Sverrir »

Við vitum alla veganna hvað Ásgeir á marga tíma í hjólastellinu fyrir Fjarkann :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Junkers F13

Póstur eftir Böðvar »

Jakob Þór Jónsson stundum kallaður Kobbi á Klifi. Var þekktur undir því nafni þegar hann bjó á árum áður fyrir vestan á Patró. Það skýrir líka E-mail nafnið sem Jakob notar: kobbiaklifi@simnet.is ;)

Jakob er engum líkur í módelsmíðinni. Nú á tímum hraðans, þar sem módel menn nenna vart lengur, eða hafa ekki tíma til að smíða módelin sín sjálfir. Hvað þá að teikna þau upp sjálfir áður en smíðin getur hafist. Við erum einstaklega heppnir að hafa menn eins og Jakob í okkar röðum, sem eru módelsmiðir af Guðs náð. ;)

Jakob er ekki sjálfur að fljúga mikið, hann fær allt út úr smíðinni og lætur aðra um að fljúga þessum dýrgripum sem hann smíðar. Hver man ekki eftir Avro 504K sem Jakob smíðaði, sem Skjöldur Sigurðsson annar frábær módelsmiður tók á loft í fyrsta skipti 3.september 1994 kl. 17.00 í Vatnsmýrinni . Einmitt þá voru 75 ár síðan fyrirrennari hennar full skala Avroinn tók á loft í fyrsta skipti einmitt í Vatnsmýrinni kl. 17:00 árið 1919. Sjáiði nákvæmina hjá Jakobi og hvað hann fylgst vel með flugsögunni. :D

Veiðibjallan Junker F13 er ein af þessum flugvélum sem hefur sögu, eins og allar vélarnar sem Jakob smíðar. Veiðibjallan á stórafmæli á þessu ári. Verða 75 ár síðan hún flaug hér á Íslandi í fyrsta skipti. Kæmi mér ekki á óvart að Veiðibjallan muni hefja sitt fyrsta flug kl. ??? frá Vatna ???? 2005 alveg eins og fyrirrennari Veiðibjöllunnar fyrir 75 árum. Veiðibjallan er stórt módel í dag, en sjáið þegar Veiðibjallan verður komin á flotinn. ;) sjá: http://frettavefur.net/frettir/240/

Hér á myndasafninu á Fréttavefnum er einnig hægt að skoða myndir af Dornier Do 335, stórkostleg flugvél sem Jakob er langt kominn með að smíða. sjá: http://frettavefur.net/myndasafn/8/ :)

Módelsmiður eins og Jakob talar ekki um hvað mikill tími fer í smíðina, módelsmíðin er lífið sjálft. :D :D :D
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Junkers F13

Póstur eftir Agust »

Sælir
Fyrst verið er að ræða um Avróinn han Jakobs í Vatnsmýrinni 1994, þá er hér ein mynd sem ég tók þá:

Mynd

Myndin er tekin skömmu fyrir flugtak. Lengst til vinstri er sonur Jakobs, þá meistarinn sjálfur, Gunnar Valdimarsson spjallar við Jakob og María Björg Ágústsdóttir fylgist með.


Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11429
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Junkers F13

Póstur eftir Sverrir »

Lítið á fleiri myndir af Junkers, http://frettavefur.net/myndasafn/15/
Icelandic Volcano Yeti
Svara