Planka-3D pælingar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Planka-3D pælingar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvað ætli séu margir sem eru "alvarlega" að þjálfa fastvængja-3D?

Biggi er auðvitað frumherjinn og mjög góður.
Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu. Er að ná nokkrum tökum en hef bara ekki allt of mikinn tíma til að sitja í simmanum. Frauðplastið gerir þetta enn meira skemmtilegt (sjá Hrafninn flaug... þráðinn)
Hjörtur Geir er ofboðslega lúnkinn enda liggur hann í simmanum klukkutímum saman. Margfalt betri en ég auðvitað (þarf ekki mikið til :) ).

Eru fleiri "smápeð" eða "ellibelgir" sem finnst gaman að hofra, harrier, waterfall, blender, elevator, rollbeygjum, rollharrier og svo framvegis...???

Mig grunar að það séu fleiri sem ekki eru komnir út úr skápnum með þetta.
Ef svolítið fleiri eru til í tuskið þá er spurning hvort sé að verða grundvöllur fyrir keppni?
Svo er líka að fá fleiri með í frauðplast-gamanið og fá inni í einhverri höllinni öðru hvoru.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Planka-3D pælingar

Póstur eftir Ingþór »

Þetta er mjög spennandi, en ég ákvað að einbeita mér að þyrlunni þetta árið, allavega til að byrja með, það er nóg að meðtaka og sim-tími er nokkuð takmarkaður. Svo er ekki hægt að vera í öllu (í einu), en engu að síður þá er 3D mjög spennandi og skemmtileg nýjung í sportinu

ef ég fæ mér annan planka þá þarf hann amk að vera 3D compatible og svo kem ég og bít í rassinn á ykkur í næstu 3D keppni ;)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara