Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Sverrir »

Af vef FMFA.
[quote]
Það er staðfest og frá gengið að Steve, vinur okkar, Holland og Sharon Stiles vinkona hans ætla að koma og fljúga með okkur á flugkomunni 11. ágúst. Þau koma með Norrænu og með í för verða nokkur módel. Þau helstu eru þessi:

- TF-KOT í næstum hálfri stærð
- OV-10 Bronco í 38% stærð, yfir 4 metra vænghaf
- Boeing Stearman í 1/3 stærð með fjarstýrða stúlku á vængnum
- Stampe í 25% stærð

Og hugsanlega eitthvað meira sem hægt er að skemmta sér yfir.
[/quote]

Mynd Mynd
Mynd Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Spitfire »

Skemmtilegt :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Gaui »

Ég var að leita að almennilegum myndum til að setja hér:

Ég fann ekkert almennilegt af Broncoinum, en hér er vídeó af honum tekið á Cosford í fyrra:



TF-KOT:

Mynd

Stearman Wing Walker:

Mynd

Stampe:

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
lulli
Póstar: 1235
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir lulli »

Þetta eru rosalegar vélar, það stefnir í flotta hátíð :)
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Sverrir »

Og svona svo menn geri sér kannski aðeins betur grein fyrir stærðinni á TF-KOT!

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðni
Póstar: 354
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Guðni »

Glæsilegt verður spennandi..:)
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Spitfire »

Ætti maður að taka nóbelskáldið á orðinu og hafa veislu í farángrinum?????

Mynd
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Sverrir »

Væri hægt að gera margt vitlausara!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Gaui »

Kæru félagar og vinir.

Flugkoma FMFA 2012 verður líklega með líflegra móti, því í þetta sinn koma gestir til okkar frá útlöndum, eins og flestir vita. Við getum líka búist við flugvélum í fullri stærð, sérstaklega TF-KOT, en Húnn Snæland ætlar að fljúga til okkar ef hann getur. Þá verður hægt að bera saman fyrirmyndina og módelið hans Steve.

Sendagæsla byrjar klukkan 09:00 og flugmenn eru hvattir til að afhenda senda sína eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir óhöpp. Þetta á líka við um senda á tíðninni 2,4 gHz, þar sem það sést ekki úr fjarlægð á hvaða tíðni sendir er og það getur orsakað óþægindi fyrir aðra að vita af sendum utan gæslu. Við gerum ráð fyrir að þetta verði fyrsta flugkoman okkar þar sem fleiri sendar verða á 2,4GHz en 35MHz.
 
Módel skal geyma á sérmerktum svæðum sem staðsett eru vestan við startboxið. Þannig geta áhorfendur skoðað módelin handan girðingar án þess að eiga á hættu að ganga á þau. (sjá myndina)

Mynd
 
Hver flugmaður verður að hafa aðstoðarmann með sér sem getur sagt honum til um það sem er að gerast annars staðar og aðstoðað hann við að færa til módel og starttæki fyrir og eftir flug. Þetta er séræega mikilvægt þar sem við getum búist við flugvélum í fullri stærð og þá er gotta að hafa einhvern sem getur leiðbeint manni um staðsetningu og annað. Ætlast er til að flugmenn eða aðstoðarmenn fjarlægi módel og starttæki úr startboxinu þegar flugi er lokið.
 
Ekki má ræsa mótora nema módelið sé statt í startboxinu. Módelum má aðeins aka á merktri braut á milli flugbrautar og startsboxins. Aðstoðarmaður skal þá vera til taks til að hafa hemil á módelinu og forða árekstrum.
 
Flugmenn skulu standa á hliðarlínu flugbrautar á meðan þeir fljúga, það nálægt hver öðrum að þeir geti talast við á meðan þeir fljúga. Þeir skulu bara fljúga yfir flugbraut og austan megin við hana. Þegar tvö eða fleiri módel eru á lofti í einu skulu allir fljúga sama umferðarhring.
 
Algerlega er bannað að fljúga yfir sýningarsvæði, startbox og bílastæði.
 
Eftir flug verður að drepa á mótor þegar módel kemur inn í startboxið. 

Upp úr klukkan 18:30 ætlum við síðan að fíra upp í grillinu og skella nokkrum vel völdum steikum á það til að seðja sárasta hungur. Þeir sem vilja fagna með okkur í því geta nálgast miða á grillið í Flugstöð Þórunnar Hyrnu, en þar verða líka seld kaffi og vöfflur allan daginn. Jón V. Pétursson ætlar líka að koma með dálítið af dóti úr Reykjavík og bjóða þeim sem vantar eitthvað smálegt til sölu.

Með von um skemmtilega flugkomu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Flugkoman á Melgerðismelum, erlendir gestir

Póstur eftir Guðjón »

Ég tek flugið ef ekkert annað býðst!
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara