Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Aðflugsæfingar að austur-vestur brautinni að kvöldlagi.


Alveg hissa að hann skyldi ekki bara renna sér alla leið fyrst hann var að þessu.

Og þarna fer hann inn á aðflugsstefnu fyrir norður-suður brautina eða allavega mjög nálægt því.


Ætli hann hafi tilkynnt sig á 118.000 ;)

Verður fróðlegt að sjá þróunina þegar fleiri og fleiri uppgötva að maður getur bara pantað skemmtilegt dót frá Kína og flögrað um frjáls eins og fuglarnir.

Enginn að röfla yfir því nema kannski einhverjir forpokaðir flugmódelkallar sem halda að þeir eigi sportið.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Gauinn »

Sérsveitin á auðvitað að skjóta svona dót niður.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Agust »

Var ekki einu sinni gerð tilraun til að semja leiðbeinandi reglur um svona skjáflug?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Gaui »

Það er í góðum farvegi.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Gaui »

Er þessi Sverrir Karl í einhverju félagi? Hann er með 23 flugvídéó á YouTube þar sem hann flýgur hér og þar í kringum Reykjavík.

Mig grunar að hann komi slæmum hlutum af stað með svona háttarlagi, en þar sem ég hef svo mikið verið skammaður fyrir að gangrýna óábyrgt flug flugmódela, þá ætla ég ekki að segja neitt.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Jónas J »

Það ætti ekki að setja þetta undir sama hattinn þ.e.a.s FPV flug og venjulegt módel flug þótt að grunn græjurnar séu sömu þ.e.a.s flugmódel og fjarstýring. Þetta er eins og golfari sem spilar eingöngu skjávarpagolf heima í skúrnum hjá sér í golfhermi eða golfari sem fer á velli landsinns og spilar við aðra golfara. Nema að skjávarpa golfarinn er kanski ekki að leggja aðra í hættu.
En þetta er bara mitt álit.......
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Jónas J]Það ætti ekki að setja þetta undir sama hattinn þ.e.a.s FPV flug og venjulegt módel flug þótt að grunn græjurnar séu sömu þ.e.a.s flugmódel og fjarstýring. ...[/quote]

Ef einhver kann aðferð við að útskýra það fyrir flugmálastjórn og öðrum viðkomandi yfirvöldum þá endilega
Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því af hverju sumir okkar hafa haft áhuga á að stofna landssamtök flugmódelfélaga og gangast í því að skýra þessar línur í eitt skipti fyrir öll. En ég segi svipað og Gaui, maður er orðinn marinn á enninu af því að reyna að hafa áhrif.

Það er auðvitað frábært að menn skuli vera að búa til flott myndbönd af fallegum hlutum og þessi gaur á hrós skilið fyrir eljuna en það þyrfti einhver að hafa samband við hann og útskýra hvað gildir í þessum málum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Sverrir »

Svona gera menn í Bretlandi svo hægt sé að fljúga FPV utan UAV reglugerðarfrumskógarins en þar er flugmódelflug skilgreint sem „line of sight“ eins og hjá svo mörgum öðrum. Þessi undanþága gildir svo í eitt ár nema hún sé afturkölluð fyrir þann tíma.

Þessi undanþága gildir bara um hobbýtengt flug, um leið og menn eru farnir að fá borgað þá er þetta flokkað sem verkflug og um það gilda aðrar, og strangari, reglur.

[quote]3)
a) The person in charge is the person piloting the SUA2.
b) The person in charge is accompanied by a competent observer who maintains direct unaided visual contact with the SUA sufficient to monitor its flight path in relation to other aircraft, persons, vehicles, vessels and structures for the purpose of avoiding collisions and advises the person in charge accordingly.
c) The maximum take-off mass of the SUA does not exceed 1.8 kg for an aeroplane, or 2.5 kg for a rotorcraft, including any batteries or fuel.

4)
The person in charge must not fly the SUA:
a)
in Class A, C, D or E airspace unless permission of the appropriate air traffic control unit has been obtained;
b)
within an aerodrome traffic zone during the notified hours of watch of the air traffic control unit (if any) at that aerodrome unless permission of any such air traffic control unit has been obtained;
c)
at a height of more than 400 feet above the surface;
d)
over or within 150 metres of any congested area; 1
e)
...
[/quote]
1 Þéttbýli
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Orðrétt frá FMS (svar við fyrirspurn):

[quote]einu reglurnar sem í gildi eru á Íslandi má finna í Flugmálahandbók, sk. AIP bók, sjá http://www.caa.is/media/PDF/ENR.pdf.

Í gr. ENR 1.1.10 segir þetta um módel:
Ekki þarf leyfi til klifurs flugvélalíkana, sem eru 5 kg eða
minni að heildarþyngd, þó með þeirri undantekningu ef
þau eru knúin áfram af eldflaugum. Flugvélalíkönum með
brunahreyflum skal ekki flogið innan 1,5 km fjarlægðar frá
íbúðarhúsasvæðum nema flugmálayfirvöld hafi samþykkt
það. Sama gildir um öll flugvélalíkön sé þeim flogið innan
við 1,5 km frá svæðamörkum flugvalla. Samþykki
flugumferðarþjónustudeilda þarf fyrir öll flug flugvélalíkana
innan flugvallasvæða

Allar beiðnir um flug ómannaðra loftfara, sem eru stærri en hér segir, eru meðhöndlaðar á "case-by-case" basis. Til að geta afgreitt slíkar beiðnir þurfum við m.a. upplýsingar um stærð loftfarsins og fyrirkomulag við stjórnun þess, í hvaða hæð er ætlað að loftfarið fljúgi, svæðið sem um ræðir og tryggingar sem fyrir hendi eru (vegna hugsanlegs skaða á þriðja aðila).

Til upplýsinga þá eru Evrópureglur í þróun hjá Flugöryggisstofnun Evrópu og við miðum m.a. við reglur í nágrannalöndum þegar við afgreiðum beiðnir. [/quote]
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Aðflugsæfingar að Reykjavíkurflugvelli

Póstur eftir HjorturG »

[quote=Jónas J]Það ætti ekki að setja þetta undir sama hattinn þ.e.a.s FPV flug og venjulegt módel flug þótt að grunn græjurnar séu sömu þ.e.a.s flugmódel og fjarstýring. Þetta er eins og golfari sem spilar eingöngu skjávarpagolf heima í skúrnum hjá sér í golfhermi eða golfari sem fer á velli landsinns og spilar við aðra golfara. Nema að skjávarpa golfarinn er kanski ekki að leggja aðra í hættu.
En þetta er bara mitt álit.......[/quote]


Þessi rök mundu ganga upp hjá þér ef þú værir að bera saman flug í simulator í tölvunni heima og flug á vellinum. Í skjávarpagolfi eru engar kúlur sem geta brotið rúður hjá nágrönnunum en í FPV flugi eru flugvélar sem geta flogið á fólk, bíla og byggingar. Ef þessir menn sem eru bara að fljúga FPV flug missa videolinkinn þá eru þeir "fokked". Enga reynslu í "3rd person" flugi og þótt þeir gætu eitthvað í því þá eru litlar líkur að þeir séu ennþá í sjónlínu við vélina. Jújú, APM og "return to home" en það er ekki næg trygging til að fljúga þessu í byggð, sérstaklega þegar menn eru farnir í stærri vélar eins og Skywalker x8.

Mér finnst ekkert nema töff að fljúga þessu í náttúrunni og langar að gera það sjálfur, en að fljúga þessu í miðri borginni með litla reynslu er fráleitt.
Svara