Síða 1 af 1

Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 30. Ágú. 2013 16:51:36
eftir Sverrir
Mynd

Þá fer að styttast í inniflugið fyrir veturinn 2013-2014, sem fyrr eru það Innherjar(deild í FMS) sem mun halda utan um inniflugið og er þetta fimmti veturinn okkar. Við fyrstu talningu þá eru 27 sunnudagar sem standa til boða. Sem fyrr er tíminn frá 18:30-19:30 á sunnudögum, gestir og gangandi eru að sjálfsögðu velkomnir á svæðið til að fylgjast með.

Vinsamlegast hafið samband við gjaldkera FMS ÁÐUR en þið mætið á svæðið til að ganga frá greiðslu gjaldsins. ENGAR UNDANTEKNINGAR! Þetta er dýrt húsnæði og við þurfum að standa skil á okkar hlut.

Þetta kostar 10.000 krónur á mann fyrir veturinn, engin verðbólga og vesen hér!

Hægt er að millifæra beint inn á reikning FMS en vinsamlegast sendið þá tölvupóst á innherjar hjá modelflug.net með útskýringu á greiðslunni.

Reikningur: 542-15-120639
Kennitala: 530194-2139
Netfang: innherjar hjá modelflug.net

Smellið á dagsetningarnar hér að neðan til að fræðast um einstaka tíma!

2013
Október > [topic=7790]6[/topic], [topic=7812]13[/topic], [topic=7837]20[/topic], [topic=7855]27[/topic].
Nóvember > [topic=7873]3[/topic], 10, [topic=7901]17[/topic], [topic=7918]24[/topic].
Desember > [topic=7937]1[/topic], [topic=7951]8[/topic], [topic=7959]15[/topic].

2014
Janúar > [topic=7998]5[/topic], [topic=8018]12[/topic], [topic=8033]19[/topic], [topic=8049]26[/topic].
Febrúar > [topic=8064]2[/topic], [topic=8082]8[/topic] 9, [topic=8100]16[/topic], [topic=8115]23[/topic].
Mars > 2, [topic=8143]9[/topic], [topic=8156]16[/topic], [topic=8168]23[/topic], [topic=8188]30[/topic].
Apríl > 6, 13.

Mynd

Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 18. Des. 2013 14:03:31
eftir Sverrir
Innherjar óska þér og þínum gleðilegra Jóla og farsæls komandi inniflugstímabils!


Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 23. Apr. 2014 16:32:52
eftir Sverrir
Minni á ALLRA síðasta inniflug tímabilsins en fjörið hefst kl.17 á sunnudaginn kemur og lýkur kl.18:40.

Innherjar eru hvattir til að fjölmenna í síðasta tíma ársins, Maggi er klár í „doggý“ og sjálfsagt eitthvað meir...

Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 23. Apr. 2014 17:11:44
eftir Örn Ingólfsson
Frábært...
Hefði sjálfsagt ekki klárað vélina í doggara í síðasta tíma ef ég hefði vitað að því að menn væru að fara að splæsa í tvöfaldann...

Ég er brjálaður!

Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 23. Apr. 2014 18:05:49
eftir maggikri
[quote=Örn Ingólfsson]Frábært...
Hefði sjálfsagt ekki klárað vélina í doggara í síðasta tíma ef ég hefði vitað að því að menn væru að fara að splæsa í tvöfaldann...

Ég er brjálaður![/quote]

Örn minn! brjálaði! Alvöru landsliðsmenn eru með fleiri en eina vél í gangi í einu í 3d og aukavélar í svokölluðum "Dog fight" eða Doggý eins og Sverrir segir.

Þú verður bara að vera klár með nokkrar í einu á næsta seasoni. Komdu í hreiðrið og skerðu út eina vél fyrir sunnudaginn! ekkert væl!

kv
MK

Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 23. Apr. 2014 18:28:38
eftir Flugvelapabbi
Maggi, alvöru landsliðsmenn eru ekki með eitthvað drasl menn mæta með alvöru vel og það kotar peninga en að framleiða eftirlikingar er odyrara, vonandi kemur okkar maður sterkur inn a næstu vertið.
Njotið vel kæru felagar
kv
Einar Pall

Re: Innherjar 2013-2014

Póstað: 23. Apr. 2014 23:10:51
eftir maggikri
[quote=Flugvelapabbi]Maggi, alvöru landsliðsmenn eru ekki með eitthvað drasl menn mæta með alvöru vel og það kotar peninga en að framleiða eftirlikingar er odyrara, vonandi kemur okkar maður sterkur inn a næstu vertið.
Njotið vel kæru felagar
kv
Einar Pall[/quote]

Flugvélapabbi, eigum við að ræða það eitthvað?
kv
MK