Uppfærsla á spjallinu

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Sverrir »

Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir þá hefur orðið smá breyting á spjallinu okkar.
Ég notaði tækifærið fyrr í kvöld og uppfærði spjallið til að fá inn nokkra nýja möguleika.

Geri ráð fyrir að spjallið verði eitthvað í sjálfstæðislitunum á næstunni en svo er aldrei
að vita nema einhverjar breytingar muni eiga sér stað á næstu mánuðum.

Í augnablikinu er ekki hægt að senda inn myndir en ég kemst vonandi í það að laga
það annað kvöld, þangað til getið þið sent myndirnar til mín ef þið viljið koma þeim inn.

Þið verðið bara í bandi ef ykkur liggur eitthvað á hjarta eða hripið það hér fyrir neðan.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Sverrir »

Núna er hægt að setja inn myndir, takið eftir breytri staðsetningu, en myndatenglarnir eru fyrir neðan innsláttarsvæðið sem þið notið þegar þið skrifið póstinn. Ég breytti líka örlítið út frá gamla kerfinu, en þar hélst myndaglugginn opin og þið þurftuð að afrita myndatengilinn yfir en þess þarf ekki lengur þar sem kerfið sér um að afrita myndatengilinn aftast í innsláttarsvæðið og lokar einnig myndaglugganum að því loknu.

Einfalt ekki satt :)

Mynd

Einnig eru komnir nokkrir nýjir broskarlar handa ykkur.

Að lokum langar mig að sýna ykkur hvernig útlit kerfisins er hjá þeim sem nota vafra sem byggja á Mozilla.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Flott, ekkert að litunum... þeir eru notalegir hvað sem líður pólítíkinni
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Ingþór »

njahhh, veit nú ekki með litina, en hvernig stendur á því að rúnnuðu hornin koma ekki rétt í ie?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Sverrir »

Æii, ég nenni ekki að fara út í að ræða um IE og CSS ;)

Við skulum bara segja að þeir hafi aldrei stutt CSS staðlana fullkomnlega og lítur ekki út fyrir að það verði breyting þar á með IE7 :(
Þó það komi þessu sem slíku ekki við...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eitt af einkennum Micro$oft hefur alltaf verið hversu ferkantaðir þeir eru....

Mikið sakna ég þess tíma þegar ég bara átti Mac
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvaða vafrara notið þið til að sníða hornin af þessu?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Uppfærsla á spjallinu

Póstur eftir Sverrir »

Persónulega nota ég Firefox og mæli með honum en ef fólk vill flýja Microsoft þá er líka óhætt að mæla með Mozilla og Operu.

http://www.mozilla.org/products/firefox/
http://www.mozilla.org/products/mozilla1.x/
http://www.opera.com/


Svo er líka stór kostur að geta opnað vefsíður í flipum í staðinn fyrir að hafa endalaust mikið af gluggum :)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara