Síða 1 af 1

Re: Aðalfundur Þyts 2014

Póstað: 30. Jan. 2014 20:07:07
eftir lulli
AÐALFUNDARBOÐ

Sæll félagi,
Aðalfundur Þyts verður haldinn fimmtudaginn 13.febrúar 2014 í Skátaheimilinu
að Hjallabraut 51, Hafnarfirði og hefst kl. 20:00.

Aðalfundur Þyts hefur æðsta vald í málefnum félagsins og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þannig virkan þátt í mótun félagsins. Við viljum líka hvetja áhugasama um setu í stjórn eða nefndum að senda póst á stjorn@thytur.is og gefa kost á sér skv. 7., 8., 9., og 10. lið dagskrár aðalfundarins.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
1. Formaður setur aðalfund Þyts.
2. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
3. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
4. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
6. Skýrslur nefnda.
7. Kosning formanns skv. 8.gr.
8. Kosning ritara og tveggja meðstjórnenda skv. 8.gr.
9. Kosning endurskoðenda.
10. Kosning í nefndir.
11. Tillögur um lagabreytingar.
12. Önnur mál.

Coke & prince á sínum stað.

Rétt er að benda á að aðeins skuldlausir- og ævifélagar eru atkvæðisbærir á aðalfundi.
Vilji menn verða atkvæðisbærir á aðalfundi er mögulegt að greiða félagsgjöldin fyrir aðalfund, hjá gjaldkera, eða inn á bankareikning Þyts: 0115-26-003831, kt 670990-1419. (senda kvittun á gjaldkeri@thytur.is ).


Stjórnin


*********************** Viðauki vegna lagabreytinga ***********************

Eftirfarandi tillögur að lagabreytingum liggja fyrir og verða lagar fyrir fundinn;
  1. Grein 3.3 hljóðar:
    Heimilt er að kjósa heiðursfélaga, þá er unnið hafa markverð störf í þágu módelflugs á Íslandi. Til kjörs heiðursfélaga þarf samhljóma atkvæði allra stjórnarmanna.
    .
    Grein 3.3 eftir breytingu hljóðar þá:
    Heimilt er að kjósa heiðursfélaga, þá er unnið hafa markverð störf í þágu módelflugs á Íslandi. Tillögur um heiðursfélaga berist stjórn amk. einum mánuði fyrir aðalfund. Til kjörs heiðursfélaga þarf samhljóma atkvæði allra stjórnarmanna.
    .
  2. Grein 6.3 hljóðar:
    Þeir sem ganga í félagið á tímabilinu september til desember greiði hálft félagsgjald fram að næstu lyklaskiptum að flugsvæði félagsins að Hamranesi.
    .
    Grein 6.3. eftir breytingu hljóðar þá:
    Nýliðar greiði hálft gjald við nýskráningu í félagið, enda hafi viðkomandi þá ekki áður verið félagi í Flugmódelfélaginu Þyt.

Re: Aðalfundur Þyts 2014

Póstað: 30. Jan. 2014 20:31:50
eftir Agust
Sælir.

Ég held að í dag sé venjan að tala um samþykktir félaga en ekki lög félaga.
Sjá til dæmis "Samþykktir fyrir lögmannafélag Íslands" http://www.lmfi.is/um-lmfi/samthykktir/ Sjá einnig orðalag 24. greinar "Samþykktum þessum verður ekki breytt..."

Mig minnir að fyrir mörgum árum hafi lögfræðingur einn sem las yfir "lög" félagsins fyrir þáverandi stjórn þess bent okkur á þetta.

Sjá einnig fyrirmynd að samþykktum fyrir félagasamtök á vef Ríkisskattstjóra: https://www.rsk.is/media/baeklingar/syn ... amtok.docx

Re: Aðalfundur Þyts 2014

Póstað: 30. Jan. 2014 20:59:31
eftir lulli
Takk fyrir það Ágúst..
Glöggir og vakandi félagar eru Þyt mikils virði.
Já líklega er rétt að félagið geri það að mál og ritvenju, en það mun þó hljóma eitthvað ókunnugt til að byrja með,
svo er þá spurning um leið hvort það þurfi "samþykkt" til að endur-orða orðið "lög" félagsins.

Kv. Lúlli.

Re: Aðalfundur Þyts 2014

Póstað: 30. Jan. 2014 21:09:01
eftir Sverrir
Nei, þar sem þau hafa aldrei verið lög, það er Alþingi sem fer með löggjafarvaldið hér heima. :)

Re: Aðalfundur Þyts 2014

Póstað: 13. Feb. 2014 07:01:43
eftir lulli
Minni á fundinn í kvöld klukkan 20:00