AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir hrafnkell »

Ég er í tómu veseni með hobbyking - Þeir bjóða ekki upp á neina sendingarmöguleika á þeim rafhlöðum sem mig vantar, þannig að ég er að hugsa um að panta frá aga power. Þeir geta sent mér án vandræða, en það er frekar dýrt nema maður sé að kaupa slatta. Verðin á rafhlöðunum frá þeim eru ca eins og á nano tech rafhlöðunum á hobbyking, en ég get fengið tilboð í hvað sem er. Ég er búinn að googla aðeins og eftir því sem ég kemst næst eru þetta hágæða rafhlöður.

Það sem ég ætlaði að panta mér eru Stórar 6S cellur og eitthvað af 3S fyrir litlu flygildin mín.

Hefur einhver hérna áhuga á að panta rafhlöður með mér frá þeim? Þekkir einhver til þessa merkis?

Hér er það sem er í boði:
http://www.aga-power.com/list-10-1.html
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir Agust »

Hér er frekar jákvæð umsögn um þessi batterí:

http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1805342

Eitthvað verðum við að gera í þessum LiPo málum. Erfitt og dýrt að panta þetta.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
zolo
Póstar: 56
Skráður: 13. Maí. 2011 23:18:53

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir zolo »

Sæll.
Ég vara að taka 5000mah 6s nano tech frá Hobbyking í gegnum Euro vöruhúsið án vandræða sendingar kostnaður er 7.35$. Eina vandamálið er að þeir senda ekki nema 1 kíló til Íslands, þannig að maður þarf að taka margar sendingar, ef að maður þarf fleiri en eitt batterí. 6s sellu batteríið er 875gr. Er með aðra sendingu með
2x 4s 2450mah og 1x 3s 2200 mah og er það ekkert mál að fá sent til Íslands.
Bjarni B
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir Agust »

[quote=zolo]Sæll.
Ég vara að taka 5000mah 6s nano tech frá Hobbyking í gegnum Euro vöruhúsið án vandræða sendingar kostnaður er 7.35$. Eina vandamálið er að þeir senda ekki nema 1 kíló til Íslands, þannig að maður þarf að taka margar sendingar, ef að maður þarf fleiri en eitt batterí. 6s sellu batteríið er 875gr. Er með aðra sendingu með
2x 4s 2450mah og 1x 3s 2200 mah og er það ekkert mál að fá sent til Íslands.[/quote]

Hvað tekur þetta ca. langan tíma frá Euro vöruhúsinu?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
zolo
Póstar: 56
Skráður: 13. Maí. 2011 23:18:53

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir zolo »

Sæll.

Ég pantaði 16/5, það var sent 19/5, veit ekki hvenær hún kemur, læt vita þegar hún kemur til landsins.
Bjarni B
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir hrafnkell »

Batteríin sem mig vantar eru yfir kíló :) Og ef ég tek aðeins minni, þá þarf ég að panta eitt batterí í hverri sendingu... 10x sendingar total.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir einarak »

[quote=hrafnkell]Batteríin sem mig vantar eru yfir kíló :) Og ef ég tek aðeins minni, þá þarf ég að panta eitt batterí í hverri sendingu... 10x sendingar total.[/quote]


~10kg af lipo? Þér er velkomið að sýna okkur hvað þú ert að bralla!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Hvað tekur þetta ca. langan tíma frá Euro vöruhúsinu?[/quote]
Ég pantaði 5.maí frá þeim og náði í pakkann 15.maí.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3642
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir Gaui »

Ég pantaði bara frá Nonna.

Hann er bestur!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: AGA power LiPo rafhlöður - Hóppöntun?

Póstur eftir hrafnkell »

Ég fékk verð frá aga power og ætla að henda í pöntun á næstu dögum.. Hér eru verð ef einhver hefði áhuga á að lauma sér með í pöntunina. Verðin eru með sendingarkostnaði, vsk og förgunargjöldum sem eru nauðsynleg fyrir þennan tollflokk.


2200mAh 3S 30C 2.600kr
5200mAh 3S 30C 6.500kr
1500mAh 3S 30C 2.350kr

10.000mAh 6S 30C 25.800kr
10.000mAh 3S 25C 12.000kr
10.000mAh 4S 25C 16.000kr

Einnig er hægt að panta fleiri stærðir, en verðin skalast haldast nokkurnvegin í hendur við Wattstundir og C rating. Er einhver áhugi fyrir þessu?

Edit: Aðeins lægri verð, ég reiknaði með dollaranum í 125kr upphaflega.. :)


Þetta er miðað við fedex hraðsendingu. Mér skilst á þeim að þeir gefa sér ~10 daga í að afgreiða pöntunina frá greiðslu og svo tekur hún max viku að koma til landsins. Gæti semsagt verið komið hingað í ágúst.
Svara