Tvinnbílar og tvinnflugvélar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Tvinnbílar og tvinnflugvélar

Póstur eftir Agust »

Flestir vita hvað tvinnbíll er (bíll með bæði rafmótor og bensín- eða díselmótor), en hafa menn séð tvinnflugvél?

Varla.

Við háskólann í Cambridge eru menn að þróa þessa tækni. Rafhlöður eru enn fjarri því að vera nægilega öflugar til að knýja flugvélar í lengri tíma, en með því að nýta tvinntæknina (hybrid) er hægt að sameina kosti rafmótora og bensínmótora.

Rafmótorinn getur gefið mikið afl þegar þess er þörf, t.d. við flugtak og klifur.

Bensínmótorinn getur tekið við eftir flugtak og lullað áfram á hagkvæmasta snúningi .ar sem nýtnin er best. Hann getur einnig hlaðið inn á rafhlöðuna sem ekki þarf að vera mjög fyrirferðamikil.

Á myndbandinu má sjá tilraunaflugvél af þessu tagi. Rafmótorinn er 10 kW, líklega 3ja fasa eins og við notum.

Sjá einnig fréttatilkynningu háskólans hér: http://www.cam.ac.uk/research/news/watt ... d-electric

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara