Síða 1 af 2

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 15. Ágú. 2015 18:48:01
eftir Sverrir
Hin árlega Stórskalaflugkoma Einars Páls var haldin í 30 skiptið í dag en sú allra fyrsta var haldin á Sandskeiði árið 1985. Veðrið hefur oft verið betra en það kom ekki að sök og var mikið flogið þegar færi gafst og inn á milli nutu menn veitinga og spjalls. Í tilefni af 30 ára afmælinu bauð Einar Páll upp á pylsur og kók eins og menn gátu í sig látið og var því gerð góð skil.

Mesta athygli vakti Birgir Sigurðsson með DC-4 en hún hefur verið í smíðum í 15 ár og er nú loks að fara að komast á lokasprettinn. Mótorarnir voru gangsettir og radíókerfið prófað og styttist óðum í að hún hefji sig til flugs. Sigurjón Valsson sýndi svo mönnum Beechcraft Bonanza sem var flutt inn til landsins fyrr í sumar og er óhætt að segja að þar sé gullmoli á ferðinni.

Einar Páll veitti svo nokkrar viðurkenningar í tilefni af áfanganum.
Skjöldur Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir að hafa mætt á allar 30 Stórskalaflugkomurnar!
Birgir Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir þrautsegju við flugmódelsmíðar.
Sigurjón Valsson fékk viðurkenningu fyrir óþreyttandi vilja til að skemmta módelmönnum.
Sverrir Gunnlaugsson fékk viðurkenningu fyrir að halda úti Fréttavef Flugmódelmanna.

Góðir gestir mættu frá höfuðstað Norðurlands og heilsuðu upp á félagana, hver veit nema þeir komi með flugmódel með sér næst! Eitt óhapp varð í lendingu en að öðru leyti fóru öll flugmódelin heim heil á höldnu.



Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 15. Ágú. 2015 21:08:05
eftir Pétur Hjálmars
Takk fyrir mig Einar Páll, og veitingarna allar.
Til hamingju með 30 ára áfangann.

Til hamingju Birgir með frábært átak að klára smíði þessarar vélar.
Þetta er glæsilegt merki módelsmíða á Íslandi.

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 15. Ágú. 2015 22:11:27
eftir Guðni
Þakka fyrir enn einn frábærann daginn..:)
Frumflaug þessari í dag og tók hann Sverrir myndir af henni..:)
Mynd
Þessi alltaf jafn flott..
Mynd
Hann sleppti ekki af mér augunum þessi þegar hann flaug yfir
Mynd
Flott vél hjá Formanninum (Magga)...
Mynd
Sigurjón tók nokkur framhjáflug á Beechcraft..
Mynd

Kv. Guðni Sig.

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 16. Ágú. 2015 09:14:01
eftir Steinþór
Til lukku Guðni flott vél og fiottar myndir það vantar aldrei uppá flottheitin og mótökurnar hjá Einari Páli takk fyrir mig og mína kv Steini litli Málari

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 16. Ágú. 2015 17:43:26
eftir arni
Flottur dagur í góðum félagsskap.Til hamingju með meistaravekið þitt Birgir.Til hamingju með frumflugið Guðni.
Og ekki skemma myndirnar þínar.Takk fyri rmig Einar Páll. :)
Kveðja.Árni F.

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 17. Ágú. 2015 22:49:29
eftir Flugvelapabbi
Frabæru felagar,
þakka ykkur fyrir komuna og stundina a Tungubokkum, an ykkar væri þessi flugkoma null og nix
en þetta gefur mer mikid og mikla anægju og nyt eg þess ad standa fyrir þessari flugkomu, nu er
bara ad hefjast handa og hugsa um næstu arid 2016.
Bestu þakkir allir
Einar Pall

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 10. Feb. 2016 18:28:46
eftir Sverrir
Njótið!


Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 10. Feb. 2016 18:59:49
eftir maggikri
Takk fyrir það!
Gústi nýtur þess vel að gera við þessa sem er þarna síðust í videóinu.
kv
MK

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 10. Feb. 2016 19:57:22
eftir Flugvelapabbi
Sælir felagar,
Videoid hja Sverri yljar manni vel um hjartaræturnar, nu er eins gott ad hefjast handa vid undirbuning fyrir Storskala 2016.
Þetta er bara ofbodslega skemmtilegt og vona eg ad þid mætid allir i sumar eg held ad vedrid verdi bara agætt og þu Maggi verdir buinn ad gera vid CAPINN flott vel hja þer.
En þakka vil eg Sverri fyrir þessa omældu elju vid klippingar a hinum ymsu videoum, en eftir nokkur ar þa er þetta fjarsjodur minninga, þakka þer Sverrir.
En og aftur vil eg þakka ykkur kæru felagar fyrir frabærar flugkomur.
Kv
Einar Pall

Re: Tungubakkar - 15.ágúst 2015 - Stórskalaflugkoma Einars Páls

Póstað: 11. Feb. 2016 10:01:15
eftir Sverrir
Takk sömuleiðis, þetta væri ekki hægt án þátttakenda, samkomuhaldara og myndatökumanna!

Annálarnir góðu fagna 10 ára afmæli á næsta ári og það er ekki slæmt að eiga áratug og vonandi marga í viðbót með broti af því besta frá árinu!