Hvaða rella skyldi þetta vera?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Arrrr - þetta er alveg að koma... pirrandi maður... :/
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11449
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Sverrir »

Treysti á þig :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Nú segi ég eins og í þeim gagnmerka þætti Kontrapunkti:

Við förum í langa ferð... vestur um haf og stöldrum við í maí 1938.
Þar voru menn að glíma við sérlega óstöðuga vél fyrir flotann.
Ekki satt?;)

Kveðjur,

ÁHH
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11449
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Sverrir »

Dagsetningin er ekki alveg rétt skv. þeim heimildum sem ég hef um umrædda vél. Sendu línu með nafninu í tölvupóst til mín.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta er nær því sem maður kannast við:
Mynd

Hjósastellið er eins og út úr kú enda misheppnað. Var miður þekkt á því formi.
Mynd

Þarna eru líka merkingarnar ærlegri
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11449
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Sverrir »

Árni er lýstur sigurvegari :) Hann var með dagsetninguna sem skrifað var undir samning um smíði á vélinni en ég var með reynsluflugið(6.október 1939) í huga.
Viltu ekki birta það sem þú sendir mér í tölvupóstinum Árni það var svo skemmtileg lesning?

Árni nefndi Curtiss model 82 sem er nógu nákvæmt fyrir mig. Nafnið er s.s. nákvæmlega Curtiss SO3C-1 Seamew. Vélin var upprunalega kölluð Seagull af flotanum(USN) en Fleet Air Arm(FAA) nefndi hana Seamew og flotinn tók það svo upp síðar meir.
Bretarnir fengu um 250 stykki af vélinni, fyrstu vélarnar komu í mars 1943, og var hún ætluð til notkunar á flugmóðurskipum en komst aldrei í notkun(operational service) og var að lokum lýst úrelt í september 1944.

það var kannski dálítið kvikindislegt af mér að birta hana í breskum merkingum en það gerði þetta bara meira spennandi, ekki satt ;)

En Björn kom fast á hæla Árna og verður spennandi að sjá hvað gerist í næstu keppni :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Döhhh. Ég vissi ekki að það væri keppni :? Þá hefði ég lagt mig fram :D
Curtiss SO3C Seamew var víst drasl. Samt voru framleiddar 800 stykki. Nafnið jafn ljótt og vélin sjálf.
Það er alveg merkilegt hvað það fer saman, falleg vél og góðir flugeiginleikar. Sjáiði bara vél eins og F4U Corsair sem líka er með óvenjulega vængi og berið saman við "Sæmjálmið". Corsairinn er af sumum sagður besti WWII fighterinn þó um það deili þeir lærðu eins og gefur að skilja.
Mynd
Hvað er líka tignarlegra en fallegir vængendarnir á mörgum nútímaflugvélum? Þetta eru flugfræðilega vandlega hönnuð stykki og útkoman er augnayndi.
Mynd
Vængendarnir á Sæmjálmu eru kannski tilraun til að laga vondan (snappandi?) væng (mín ágiskun). Spurning hvar þeir fengu hugmyndina. Winglets ("Vænglingar"?) voru reyndar til umræðu á 19. öld þegar menn voru að skoða fuglsvængi en það var ekki fyrr en á 8. áratugnum sem NASA þróaði Vængenda sen drógu úr dragi með því að minnka hvirflana sem myndast við beinan vængenda. Drifkrafturinn bak við þá þróun var hækkandi eldsneytisverð.
Nú ætla ég að fá að koma með gátu á eftir. Þarf bara að finna góða mynd af einu af uppáhöldunum mínum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sjá hvort þessi er nógu erfið.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Sælir!

Tjahh... keppnin er að minnsta kosti í góðu! Sverrir, ég man bara ekkert hvað ég skrifaði um Curtisinn - þú verður bara að senda mér það aftur svo ég geti sent aftur á þráðinn...:rolleyes:

En vélin hans Björns. Já, nú förum við í enn lengra ferðalag hinum megin á hnöttinn...

Ég held við fyrstu sýn að þetta sé Commonwealth CA 12 Boomerang, vél sem Ástralir hönnuðu og smíðuðu á mettíma í seinna stríði. Hún reyndist líka bara furðu vel móti japönsku vélunum.

Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Auðvelt fyrir þá sem þekkja hana :)
Boomeranginn hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var smástrákur og bjó til plastmódel af henni.
Þessi á myndinni mun vera nýuppgerð.

Fyrst þessi var svona fljót að þekkjast þá er hér mynd sem ég rakst á sem ætti að þurfa virkilegan nörd til að geta sagt hvaða flugvél þetta er.
(Ég hugsa að ég hefði sagt pass, en svarið ætti að vera svona "já auðvitað" upplifun. Sagan tengist okkur á vissan hátt gegnum grannþjóðir okkar.)

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara