Hvaða rella skyldi þetta vera?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Hmmm...

Hawker Hart smíðaður með sérleyfi í Svíþjóð (1934-1939) nema hvað svíarnir slengdu stjörnumótor (Mercury Vll A) í hana svona til öryggis. Þessi vél er í finnska flughernum og þá trúlega í 19 flugsveitinni, sem var sjálfboðasveit sænskra í finnska vetrarstríðinu fræga. Fimm voru í sveitinni en þrjár týndust. Ein er varðveitt í Linköping...

Jæja, batteríið búið í tölvunni, liðið að háttatíma og stóra bókin um gjörsamlega allt orðin of þung í fanginu á mér...

Er ég nálægt...?
:P
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Neeehh... en ekki var það langt frá.
19. flugsveitin var aldrei(?) með svona vél. Þessar höfðu Finnar keypt sjálfir, ein 17 stykki. Reyndar fengu þeir tvær sömu gerðar frá Svíum eftir að stríðið hófst.
Þessi á myndinni tilheyrði ýmsum flugsveitum gegnum tíðina og fórst svo í nóvember '40. Hafði þá klárað 565 flugtíma og korteri betur. Flugmaðurinn slapp.


Makalaust hvað netið er fullt af fróðleik.
Gaman að lesa um flugævintýri Finnanna. Þetta hafa verið hörkutól og staðið vel í rússunum. Hugsið ykkur, að fljúga þessum strigapokum í fimbulfrostinu þarna austur frá.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Ach, ég hélt að ég hefði náð þessu. Það var kannski full mikil bjartsýni :)

Skv. mínu heimildum notaði 19. flugsveitin Hart vélarnar sem sprengjuvélar með Gladiatora til að verja sig. En var myndin sem sagt ekki af Hawker Hart með stjörnuhreyfli? Hvað þá um Hawker Nimrod með stjörnuhreyfli? Stélið skal a.m.k. vera af Hawker, for helvede!

En það er satt, mikið fjandi hlýtur að hafa verið kalt í finnska vetrarstríðinu, ekki síst í þessum vélum. Brrr.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hawker Hart: Mynd ?: Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Fjandinn... Back to the drawingboard. Þessi er snúin...:/
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Árni H »

Sælir og þá sérstaklega Björn!

Já, þessi krafðist svolítillar yfirlegu og auðvitað blasti svarið við manni um leið og maður áttaði sig. Ég fann vélina í ágætri bók sem ég keypti um daginn um breskar flugvélar í seinni heimsstyrjöld og er kominn inn í hálft handarbak fyrir að hafa ekki áttað mig fyrr.

Vélin mun heita BRISTOL TYPE 105 BULLDOG IVA

Jæja, þetta tók tíma. Nú er bara að finna næstu vél... ;)

Kveðjur,

Árni Hrólfur
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þessi þráður hefur reynst mér sérstaklega skemmtilegur því ég hef lesið mikið og lært helling.
Um Bulldoginn og margt fleira má lesa á
http://surfcity.kund.dalnet.se/bulldog_finland.htm

Svona inn á millli verka hef ég verið að skoða og kynna mér sögu Finnska flughersins í "stríðunum þremur" '39 til '45 (Vetrarstríði, Framhaldsstríðið og Lapplandsstríðið).

Það virðist sem þeir hafi staðið sig sérstaklega vel í loftinu. Mikið og fjölbreytilegt safn alls konar flygilda hefur verið notað og er margt um það fróðlegt á þessum síðum meðal annars:
http://www.studenten.net/customasp/axl/cool.asp
http://www.sci.fi/~ambush/faf/faf.html

Vissuð þið að finnar tefldu fram á fjórða hundrað flugvéla á móti næstum 3000 sovíeskum?
Hakakrossinn var tákn Finnska flughersins frá því löngu fyrir Nasistana og hafði ekkert með Nasista eða samvinnu við þjóðverja (gegn sovíethrjum) að gera.

It is important to understand that the blue swastika emblem of the early Finnish Air Force has nothing to do with the Nazi Germany. The blue swastika was the symbol of good fortune used by the Swedish Count Eric von Rosen who during the Finnish Civil War presented to the Finnish White Army its first aircraft on March 6th, 1918. The swastika was painted on the upper side and under side of the wings of the Thulin Parasol he brought from Sweden. The sign was adopted by the Finnish Air Force to honor him.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Meðan við bíðum eftir næstu þraut frá Árna eða hverjum sem vill, þá er hér mjög skemmtileg æfingasíða með mis-erfiðum prófum í flug-þekkingu:

http://www.studenten.net/customasp/axl/ ... ommand=new

Ég átti fullt í fangi með "easy"-kaflann :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hey! Hvarf hún???? Ég ætlaði einmitt að fara að leita.
Þessi vél á myndinni sem ÓlafurH setti hérna í gær var ekki svo blátt áfram.
Hefur hann dregið þrautina til baka? Ekki gera það!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstur eftir Sverrir »

Ekki gerði ég það ;) ætlaði einmitt að fara að eyða nokkrum mínútum í málið.
Datt svona við fyrstu skoðun í hug einhver af Bell vélunum eða forveri U2.

Verðum við ekki bara að reyna að kýla á þetta eftir minni :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara