Síða 1 af 10

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 26. Apr. 2005 08:50:44
eftir Sverrir
Jæja getur einhver sagt mér hvaða vél þetta er?

Mynd

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 26. Apr. 2005 15:29:08
eftir Ingþór
ég giska á einhverja rússneska malarbrautar-þotu

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 26. Apr. 2005 16:25:44
eftir Sverrir
Já, ekki er það svo villt skot... er einhver tilbúinn að þrengja þetta nánar...

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 26. Apr. 2005 17:58:04
eftir Árni H
Hmmm - greinilega rússnesk á stöðu mótoranna - tveggja hreyfla þota...

AHA!


Antonov AN-74

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 26. Apr. 2005 19:02:10
eftir Sverrir
Og Árni fær fyrstu verðlaun ásamt hinu vandasama verkefni að koma með nýja mynd :D

Þetta er flugvélin sem flutti hina Úkranísku söngkonu Angelica og fylgdarlið til landsins.
Mynd

Mynd

Mynd

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 27. Apr. 2005 15:32:58
eftir Ingþór
éáeteeo :)

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 3. Maí. 2005 17:44:03
eftir Árni H
Ég hef alltaf lúmskt gaman af henni þessari þótt um manndrápsrellu hafi verið að ræða:

Mynd

Og hvað heitir flygildið svo fullu nafni?

Kveðjur,

Árni Hrólfur

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 3. Maí. 2005 20:22:47
eftir Agust
FZG 76 "Flakzielgerat "

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 3. Maí. 2005 21:08:33
eftir Sverrir
Þú ert MJÖG heitur Ágúst... ég verð eiginlega að stela sigrinum af þér og segja Fleseler Fi 103 Reichenberg III.
En það var nafnið sem mannaða útgáfan af flugskeytinu FZG 76, einnig betur þekkt sem V1, fékk.

En þar sem ég byrjaði þá finnst mér að þú eigir að koma með næstu vélina :)

Re: Hvaða rella skyldi þetta vera?

Póstað: 5. Maí. 2005 07:08:12
eftir Agust
Hvaða forngripur er þetta? Myndin er tekin á minjasafni 23. apríl.

Mynd