Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Við félagarnir leggjum af stað eftir nokkra klukkutíma á heimsmeistaramótið í F3F en að þessu sinni er það haldið í nágrenni Hanstholm í Danmörku. Að sjálfsögðu var splæst í smá vef í tilefni af ferðinni > https://f3f.flugmodel.net/.

Við reynum svo að leyfa ykkur að fylgjast með á næstu dögum.

Mynd


Hér má lesa frásögn af fyrstu Viking Race keppninni 1989 en þar tók Rafn nokkur Thorarensen þátt.

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1244
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir lulli »

HuH!! hvað þið eruð magnaðir.
Gaman að skoða nýja vefinn um keppnisferðina.
Ganigi ykkur vel
kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Fyrstu menn lögðu af stað suður á flugvöllinn rúmlega fjögur í nótt en meginþorri leiðangursmanna var kominn um fimmleytið. Vel gekk að innrita farangurinn og eftir að hafa komið við hjá öryggisstjóranum var haldið sem leið lá til Danmerkur.

Eftir stutt stopp á Kastrup var haldið af stað til Odden þaðan sem ferjan var tekin til Árósa. Þar var tekið snöggt stopp í Silvan til að kaupa stóla, plastdúka og aðra fyrirferðarmikla hluti sem ákveðið var að taka ekki með út. Þaðan tók við rúmlega tveggja tíma akstur til Vigsø og vorum við komnir þangað upp úr átta sem passaði vel þar sem við áttum að mæta í skráningu kl. 20:20 og gátum því tékkað okkur inn áður í sumarhúsið okkar.

Þegar komið var að okkur í skráningunni var farið yfir vélarnar og bætt á þær fleiri miðum ásamt því að við skiluðum inn tækniupplýsingablöðum fyrir flugmódelin og fengum skráningarpakka með keppnisnúmerum bæði fyrir forkeppnina og aðalkeppnina.

Á meðan að þessu stóð höfðu aðstoðarmennirnir brunað inn í Hansthólm og verslað helstu nauðsynjar í ísskápinn og hittist svo vel á að þeir komu í hús um það leyti sem við löbbuðum út úr miðstöðinni, nýskráðir og fínir.

Þá var haldið heim í kotið að gera flugmódelin klár fyrir morgundaginn og ræða næstu skref. Það voru svo þreyttir en ánægðir flugmódelmenn sem lögðust á koddana rétt fyrir kl. 23.

Nokkrar myndir af köppunum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðni
Póstar: 354
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Guðni »

Frábært..gangi ykkur vel..gaman að geta fylgst með ykkur..:)

kv. Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Takk!

Dagurinn var tekinn snemma, ræs klukkan sjö, og síðan var snæddur staðgóður morgunmatur að hætti Eysteins áður en haldið var af stað. Vindurinn stóð upp á Brunbjerg svo þangað var haldið um hálf níu.

Um fimm mínútna labb er frá bílastæðinu að brekkubrún en hún er 25 metra há og svo er fínasta lendingaraðstaða bak við hana. Um 65 flugmenn voru þarna mættir, keppendur, aðstoðarmenn þeirra og starfsmenn mótstjórnar en forkeppnin er opin fyrir alla sem koma að mótinu.

Keppnin var sett um 9:30 en mikið var um endurflug í dag þar sem Kári virðist hafa skellt sér í frí eftir æsing síðustu daga. Það fór því svo að keppni var hætt um 15:30 sökum vindleysis, innan við 3m/s í meira en 20 sekúndur, en þó höfðu 36 flugmenn náð að fljúga í dag.

Okkar menn voru númer 54 og 63 svo ekki náðu þeir út í dag en forkeppninni verður haldið áfram fyrri partinn á morgun. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins verður svo seinni partinn á morgun og keppnisflug hefst á mánudagsmorgun.

Eftir að hafa pakkað saman þá var rölt í Kringlu þeirra Hanstholm manna og verslað í matinn fyrir kvöldið og næstu daga. Svo var kjöti skellt á grillið sem menn gerðu góð skil eftir langan en ekki svo strangan dag.

Myndir má sjá hér.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Dagurinn rann upp bjartur og fagur en blautur! Það stytti þó fljótlega upp og veðurspáin fyrir daginn var talsvert þurrari en verið hafði dagana á undan. Hins vegar var Kári ekki enn mættur en um það leyti sem morgunmaturinn var að klárast byrjaði aðeins að hreyfa vind.

Við stefndum því á Vigsø brekkuna en eins og nafnið gefur til kynna er hún nánast við stofugluggann hjá okkur. Við skelltum þar upp bækistöðvum í snarhasti og gerðum okkar klára fyrir daginn.

Það hélt áfram að bæta í vindinn og um 10 leytið voru fyrstu menn ræstir út til að klára umferðina sem hófst í gær. Um ellefuleytið var svo komið að okkar mönnum og fyrstur á brekkubrún var Guðjón. Sverrir skutlaði svifflugunni í loftið fyrir hann og svo voru leggirnir 10 flognir á 84,74 sekúndum. Átta flugmönnum síðar var komið að Sverri og skutlaði Guðjón í loftið fyrir hann og voru leggirnir flognir á 76,66 sekúndum.

Fínustu tímar hjá okkar mönnum og munu lægri tölur án efa sjást í vikunni þar sem spáð er aðeins meiri vind megnið af henni.

Setningarathöfn heimsmeistaramótsins hófst svo kl. 16 í samkomusal Vigsø miðstöðvarinnar þar sem þátttökuþjóðirnar og liðsmenn þeirra voru kynntir og helstu fyrirmenni, mótsstjóri, bæjarstjórinn, fulltrúi FAI o.fl. tóku til máls.

Liðsstjórafundur var svo haldinn kl. 19 þar sem farið var yfir vikuna framundan og rennt yfir dómgæslu og önnur atriði sem þarf að hafa í huga.

Grillið var svo aftur brúkað svo það var vel mettað landslið sem lagðist snemma til hvílu fyrir átök morgundagsins. Brekkufundur kl. 8:30 í fyrramálið og svo hefst flug kl. 9:00. Það er aðeins meiri vindur í kortunum svo það stefnir í góðan dag á morgun.

Myndir frá forkeppninni | Myndir frá setningarathöfninni

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Það var myrkur þegar fyrstu menn fóru á fætur og talsvert meiri vindur heldur en spáð var. Eftir kjarngóðan morgunmat þá var haldið af stað í brekkuna ,,Hamborg’’ en hún er sú besta sem Danaveldi hefur upp á að bjóða, 35 metra há, aflíðandi og snýr beint út á sjó.

Eftir að hafa slegið upp tjaldbúðum þá var farið fram á brekkubrún að taka stöðuna og mældust um 16 m/s en síðar um daginn fór vindurinn alveg upp í 20 m/s, ca. 30° á brekkuna. Eða eins og einn góður flugmaður frá Frakklandi sagði, ,,Lendingarnar voru algjör martröð, eins og að vera í þvottavél.’’ Fjórar vélar skemmdust frekar illa í lendingum, nokkrum hlekktist á en verða vonandi orðnar flugklárar fyrir morgundaginn.

59 flugmenn eru skráðir til leiks og tók 120-150 mínútur að klára eina umferð í dag. Þannig náðist að fljúga fjórar umferðir sem er lágmarkið sem þarf til að keppnin sé gild. 2014 var veðrið afleitt og rétt náðist með herkjum að ljúka fjórum umferðum. Engin hætta er á að svo fari í ár og ættu að nást 20 umferðir og jafnvel nokkrar til viðbótar.

Okkar menn komust vel frá deginum, náðu að fljúga í öllum fjórum umferðunum sem flognir voru í dag og eru vélarnar klárar fyrir komandi átök. Til stendur að flogið verði í Vigsø brekkunni á morgun miðað við hvernig veðurspáin er í augnablikinu.

Sjötti og síðasti liðsmaðurinn mætti í dag og skutust aðstoðarmennirnir eftir honum til Álaborgar og er þá liðið fullskipað fyrir komandi átök. Ekki veitir af þar sem mannskapurinn er farinn í bólið fyrir kl. 22 öll kvöld.

Myndir frá deginum.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Það stóð heima sem spáð hafði verið, dagurinn skyldi floginn í Vigsø brekkunni og talsvert hafði dregið úr vindinum frá því í gær. Reyndar svo mikið að fyrstu menn voru ekki ræstir út fyrr en um 10 leytið Þegar aðeins var búið að bæta í vindinn.

Vigsø brekkan stendur mjög vel fyrir okkur en hún er í um 5 mínútna fjarlægð frá bústaðnum okkar svo græjurnar voru settar undir hendurnar og arkað af stað. Fyrsta umferðin var frekar hæg en svo fór hraðinn að aukast eftir því sem leið á. Dagurinn var þó frekar misjafn þar sem uppstreymisbólur komu reglulega í gegn og menn gátu lent í niðurstreymi þó nógur vindur væri á brekkubrún en aðrir fengu aukið uppstreymi og þ.a.l. meiri hraða.

Svo komu óvænt tíðindi eftir sjöttu umferðina þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu ákveðið að láta endurfljúga aðra umferðina. Hver ástæðan var fáum við að vita á morgun þegar úrskurðurinn verður birtur. Okkar menn högnuðust aðeins á þessu, Guðjón fékk 40 stig umfram sitt fyrra flug og Sverrir 36 stig en einna mest gagnaðist þetta þó þeim fjórum sem fengu núll fyrir umferðina. Því kláraðist bara sjöunda umferðin í dag þótt fjórar umferðir hefðu verið flognar.

Best tíminn í dag var 42,24 sekúndur sem Radovan Plch frá Tékklandi átti.
Vindurinn snýr sér örlítið á morgun og bætir í og mun brekkan Kridtvejen verða flogin á morgun en það er 25 metra há brekka um 2,5 km austar en Hamborg brekkan.

Skoða myndir frá deginum.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Það var vel hvasst í morgun þegar menn fóru á fætur og engin breyting á brekku, í Kridtvejen skyldi haldið. Brekkan sú er innan skilgreinds þjóðgarðssvæðis og umferð bara heimil fótgangandi og á hjólum. Skipuleggjendur höfðu fengið leyfi frá yfirvöldum til að keyra eftir stíg sem liggur fyrir neðan brekkuna svo það sparaði talsvert labb en olli líka óþægindum þar sem nokkrir heimamenn fundu sig knúna til að tjá sig um það við alla þá sem þeir hittu.

Dagurinn byrjaði snemma þar sem nógur var vindurinn og voru fyrstu menn komnir í loftið 8:45 og náðist að fljúga fimm umferðir í dag. Meðal vindurinn var í kringum 13 m/s og fór upp í 16-17 m/s í hviðunum. Síðustu 10 flugmennirnir í fimmtu umferð fengu talsvert meiri vind en þeir sem flugu fyrr í umferðinni og var besti tími dagsins floginn þá sem var 35,28 sekúndur og jafnframt besti tími mótsins hingað til.

Kridtvejen er besta brekkan sem við höfum flogið hingað til, alla vega með tilliti til lendingarstaðar, aðflugið er mjúkt og fínt og lítið um sviftingar. Ef veðurspáin heldur þá er möguleiki að við verðum þarna alveg fram á laugardag þegar mótið klárast. Okkar menn voru sáttir við daginn og voru að fljúga innan sama þriggja sekúndna gluggans í dag svo þeir voru mjög stöðugir.

Línur eru aðeins farnar að skýrast í efstu sætum og í augnablikinu eru Þjóðverjar í tveim efstu, svo Breti, Frakki og Norðmaður. Í liðakeppninni eru efstu þrjú löndin Þýskaland, Frakkland og Danmörk. Það munar um 600 stigum á fyrsta og fimmta sætinu í einstaklingskeppninni svo það getur allt gerst á næstu dögum!

Myndir frá deginum.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2016

Póstur eftir Sverrir »

Það var enn hvassara í morgun þegar menn fóru á fætur og aftur lá leiðin út í Kridtvejen. Dagurinn byrjaði með liðsstjórafundi þar sem keppnisstjórinn tilkynnti að þeir ætluðu að láta 20 umferðir duga, fjórar í dag, fjórar á föstudag og svo laugardagur í frjálst flug fyrir keppendur og aðstoðarmenn og gefa þannig aðstoðarmönnunum sem eru búnir að vera hérna í rúma viku smá frí.

Einhverjir úr austanblokkinni voru ekki sammála svo efnt var til atkvæðagreiðslu sem fór 9-6 með því að gera þetta svona. Það var svo kært og og niðurstaðan var sú að flogið verður fram á laugardag en keppnisstjórinn mun í staðinn gera hádegishlé og leyfa aðstoðarmönnunum að matast í ró og næði.

Þegar flugið hófst var þá þegar farið að blása 18+ m/s og Sverrir fann vel fyrir því hvað hann var á léttri vél í fyrstu umferðinni og hún hentist öll til og frá í brautinni þó hún væri með fulla ballest. Guðjóni gekk aðeins betur enda getur hann sett næstum kíló umfram af ballest.

Í annarri umferð þá var vindurinn orðinn of mikill fyrir vélina hjá Sverri og náði hún ekki út í hangið og skemmdist örlítið í lendingu en Sverrir var búinn að gera við hana klukkutíma síðar. Hins vegar var þá enn búið að bæta í vindinn svo hann sat hjá í næstu umferðum. Guðjón var hins vegar nokkuð stöðugur og var innan við sekúndu frá sama tíma í öllum fjórum umferðunum.

Um hádegið fór að bæta í vindinn og var hann orðin 23 m/s með öflugri hviðum inn á milli en samt ekki nóg til að fara upp fyrir 25 m/s meðalvindhraða svo það var vel keppnisfært. Hraðasta tíma dagsins og jafnframt mótsins hingað til átti Markus Meissner frá Svisslandi en hann flaug á 32,08 sekúndum.

Það voru svo þreyttir en sáttir flugmenn sem héldu heim í sumarbústaðinn í kvöld. Á morgun stendur til að fljúga aftur í Kridtvejen brekkunni og ekki lítur út fyrir að það sé að draga úr vindinum, það hvín og syngur hér í kofanum þegar þessi pistill er ritaður.

Myndir frá deginum.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara