Síða 1 af 1

Re: Hástartmót 2017 - 9. Júlí 2017

Póstað: 9. Júl. 2017 20:52:44
eftir gudjonh
Ágætlega heppnað Hástartmót á Sandskeiði í dag. Flognar 6 umferðir, 3 í tímaflugi og 3 í hraðaflugi. Byrjað var rúmlega 11 of lauk kl 15:30. Eitt óhapp var í keppnini, en ein vélin "klappaði" vængjunum í spiltogi.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Reikna með að úslitin komi á morgun.

Guðjón

Re: Hástartmót 2017 - 9. Júlí 2017

Póstað: 9. Júl. 2017 23:10:24
eftir Böðvar
Nokkrar ljósmyndir frá Íslandsmótinu 2017
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Re: Hástartmót 2017 - 9. Júlí 2017

Póstað: 10. Júl. 2017 14:31:11
eftir gudjonh
Og hér koma úrslitin.

Nr Nafn Stig
1 Jón 3920
2 Frímann 3583
3 Erlingur 3386
4 Guðjón 3133
5 Steinþór 2167
6 Böðvar 721



Fyrir þá sem ekki voru með. Mótið gekk hratt fyrir sig. Vindur var allan tíman hægur að NNA og ekkert flakk með spilið. Lofthit var lítill og bara skítakuldi þegar dró fyrir sól. Lítið bar á termikkinni, en þó náði Erlingur 5 min og 53 sek og Jón 5 mín og 17 sek. Styðsta tímaflugið var 1 mínúta og 36 sekúndur. Besti tími í hraðafluginu var 22,11 sek.

Takk fyrir góðan dag á Sandskeiði í gær.

Guðjón

Re: Hástartmót 2017 - 9. Júlí 2017

Póstað: 11. Júl. 2017 22:54:58
eftir Elli Auto
Sælir allir,
Takk fyrir síðast. Eins og Steini sagði þá var þetta eins og að veiða lax að fljúga 5,53 og lenda 1m frá X. Ég læt hér fylgja eitt M frá sigurvegara mótsins, en eins og við ræddum þá er málið að fljúga leggina fjóra sem jafnast til að ná árangri en það skapast ekki nema með æfingu og það má lítið útaf bregða til að umferðin verði ekki góð. Kv. Elli.


Re: Hástartmót 2017 - 9. Júlí 2017

Póstað: 14. Júl. 2017 00:04:18
eftir Böðvar
Smá brot af Spilstarti á hástartmótinu sem ég tók upp.

Gengur vel að gera við, verð klár fyrir hangmót sem vonandi verður haldið á þessu ári.

kv. Böðvar