Síða 1 af 1

Re: Bleikisteinsháls - 23.maí 2018

Póstað: 23. Maí. 2018 22:06:20
eftir Sverrir
Veðurspáin fyrir seinni partinn í dag var farinn að líta þokkalega vel út í gærkvöldi, hásunnan 6 m/s og svo myndi draga niður með kvöldinu. Það var því stefnt á suðurhlíðar Hamranesfjalls eða Bleikisteinsháls eftir vinnu í dag til að frumfljúga Respect F3F. Á leiðinni þangað hringdi Erlingur en hann hafði átt leið suður í fjörð og ákveðið að taka rúntinn fram hjá Hamranesinu í leiðinni, ekki verra að fá aðstoðarmann í fyrsta kastið!

Það var tiltölulega rólegur vindur, 5-6 m/s en beint á brekkuna. Respect stóð sig mjög vel og er óhætt að segja að hún lofi góðu fyrir frekari flug! Ég vígði líka fínu Mobíus derhúfuna mína eins og sjá má á vídeóinu sem fylgir. Má kannski segja að þetta hafi verið tvöfalt frumflug!? ;)

Svo var bara að planta henni í lendingunni.
Mynd


Re: Bleikisteinsháls - 23.maí 2018

Póstað: 23. Maí. 2018 23:11:07
eftir arni
Til hamingju með frumflugið Sverrir. :)

Re: Bleikisteinsháls - 23.maí 2018

Póstað: 24. Maí. 2018 05:59:11
eftir Sverrir
Takk!

Re: Bleikisteinsháls - 23.maí 2018

Póstað: 24. Maí. 2018 16:32:12
eftir Elli Auto
Gaman að þessu, það er ekki oft sem maður verður vitni tveimur frumflugum sama kvöldið.
Hamingju með þetta Sverrir :)

Re: Bleikisteinsháls - 23.maí 2018

Póstað: 24. Maí. 2018 20:41:25
eftir Sverrir
Takk fyrir það og takk fyrir hjálpina!