Síða 1 af 2

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 11. Ágú. 2018 22:30:44
eftir Sverrir
Fyrstu menn voru mættir norður á miðvikudeginum og fleiri bættust í hópinn eftir því sem leið á vikuna. Flestir komu svo norður á föstudeginum og hituðu upp fyrir helgina. Laugardagurinn rann svo upp bjartur og fagur með logni, heiðskírum himni og hitinn fór í rúmlega 20?C eftir því sem leið á daginn.

Mikið var flogið, nokkur minniháttar óhöpp og eitt risastórt í lok dags. Vöfflurnar voru að sjálfsögðu á sínum stað og runnu þær þó nokkrar niður í maga viðstaddra. Í lok dags var svo komið að grillinu og voru því gerð góð skil af viðstöddum.

Áhugasamir geta rifjað daginn upp á meðan beðið er eftir meira efni.
Mynd

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 11. Ágú. 2018 22:31:04
eftir Sverrir

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 11. Ágú. 2018 22:32:47
eftir Dvergurinn
Frábær flugdagur í góðu veðri og frábærum félagsskap Kveðja Tommi og Gummi
Mynd

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 12. Ágú. 2018 18:12:04
eftir Böðvar
Þúsund þakkir stjórn FMA fyrir frábæra flugkomu, flugkomu sem bjargað sumrinu fyrir okkur Fríðu og Simba.
Mynd

Ég var orðin svo vel þveginn af rigningunni í sumar fyrir sunnan, að það má næstum segja að ég sé orðin hreinn sveinn á ný. Þetta er lengsta flugkoma sem ég hef farið á og sér ekki fyrir endan á hvenær lýkur, því hér erum við en, útfloginn og grillaður.

Komum hingað á Melgerðismela um miðnætti á fimmtudag í svoleiðis svarta þoku að ég sá varla til að stilla tölurnar á hliðlásnum sem Guðjón Ólafsson gaf mér upp nema með tvennum gleraugum og vasaljósi.
Mynd
Og þokunni létti snemma á föstudagsmorgunn
Mynd
Fokker Dr1 sem ég verslaði í módelbúð Sturlu út við sundin forðum daga, tilbúinn til flugs og varðhundurinn Simbi hefur góðar gætur á.
Mynd

En og aftur kærar þakkir fyrir frábæra flugkomu, ljúfengan mat í grillinu og alla aðstoðina með rafmagnið og vatnið.

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 13. Ágú. 2018 00:48:26
eftir Árni H
Hérna er svo bíómyndin :)


Með þökk fyrir skemmtilega flugkomu!

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 13. Ágú. 2018 21:20:24
eftir arni
Kæru Norðanmenn takk fyrir frábæra flugkomu,góðan félagsskap.Gott veður og góðan mat.
Bónusinn er góðar myndir frá þér Árni. :)

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 13. Ágú. 2018 21:51:38
eftir Flugvelapabbi
Þakka ykkur nordanmenn
fyrir anægjulega helgi, frabær felagsskapur og flugmodel
Bestu kvedjur
Einar Pall

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 13. Ágú. 2018 23:49:04
eftir stebbisam
Bestu þakkir til ykkar allra sem gerðu þessa helgi svo eftirminnilega.
Það verður erfitt að toppa model, mat og félagsskapinn !

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 14. Ágú. 2018 08:25:32
eftir stebbisam
Ég gleymdi að minnast á veðurblíðuna og þakkir til Árna fyrir allar myndir og myndskeiðMynd

Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2018 - Flugkoma FMFA

Póstað: 16. Ágú. 2018 10:24:29
eftir JVP
Kærar þakkir til FMA fyrir frábæra flugkomu.