Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Tómas Wînkler ljósmyndari keppninnar tók þessar myndir af okkur mönnum í ham.

Mynd Mynd Mynd Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 6

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur en með minni vind heldur en spáð var. Það varð fljótlega ljóst að ekki stóð til að reyna við fjórtándu umferð heldur átti leggja alla áherslu á að klára þá þrettándu.

Svo leið morguninn án flugs nema þá á léttum flugmódelum og einhver módel skiptu um eigendur næstu klukkutímana.

Það var svo loks um 11:40 sem þriðji hópur þrettándu umferðar var ræstur út og gekk hann að mestu mjög hratt, alla vega miðað við síðustu tilraun. Besti tíminn var 58 sekúndur og sá lakasti 99 sekúndur en 2 fengu 0 stig. Annar þeirra af því að kastarinn hans rak vænginn í hausinn á sér í kastinu og vélin fór aldrei á flug en hin flaug inn fyrir öryggislínu og lenti utan lendingarsvæðis.

Guðjón var í fyrri hluta hópsins svo okkar menn komust upp á hótel að pakka upp úr eitt. Svo var bara staðið í akkorði að pakka þar sem rúturnar í verðlaunaafhendinguna og hátíðarkvöldverðin lögðu af stað þrjú en við leggjum af stað heim 5:30 í fyrramálið svo það er ekki mikill tími laus í kvöld og fyrramálið.

Rúturnar lögðu af stað um þrjú og héldu sem leið lá til Sassnitz en þar var stigið um borð í ferjuna sem siglir til Binz og lagt út á Eystrasaltið. Við fórum hins vegar ekki frá borði í Binz heldur héldum áfram til Sellin þar sem við lögðumst bryggju og stigum frá borði.

Á bryggjunni er glæsilegur veitinga- og samkomustaður þar sem verðlaunaathöfnin fór fram og eftir hana var sest að snæðingi en glæsilegt hlaðborð var á boðstólum. Fyrstu rútur fóru svo til baka um níu leytið og voru þær komnar til Putgarten um tíuleytið. Þá var bara að drífa sig í bólið enda langur dagur framundan hjá okkar mönnum.

Úrslit og niðurstöður mótsins en efstu sætin skipuðu:

1. sæti – Philipp Starry
2. sæti – Lukas Gaubatz
3. sæti – Thorsten Folkers

Í liðakeppninni:

1. sæti – Austurríki
2. sæti – Þýskaland
3. sæti – Frakkland

Í hópi ungmenna:

1. sæti – Antoni Kania
2. sæti – Hugo Escobar
3. sæti – Vladislav Chebanov

Okkar menn voru bara nokkuð sáttir við sína stöðu miðað við aðstæður en Erlingur endaði í 60. sæti, Guðjón í 59. sæti og Sverrir í 57. sæti. Allir bættu strákarnir sína persónulegu tíma nokkrum sinnum á meðan á mótinu stóð. Æfingar fyrir næsta HM, sem verður haldið í Frakklandi 2020, munu hefjast með hækkandi sól!

Takk fyrir okkur og sjáumst í brekkunum!

PS
Það var mikill áhugi fyrir opnu móti á Íslandi og ætlum við að reyna að svara þeim óskum, sennilega 2020.

Sjá fleiri myndir hér.

Mynd

Minning um steinana á lendingarsvæðinu á Vitt!
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Heimakoma

Það voru þreyttir en sáttir keppendur sem komu heim seinni part sunnudags eftir um 15 tíma ferðalag.

Mynd


* * *

Netsambandið var ekki alltaf til friðs upp í sveit svo það vantaði myndir með nokkrum póstum en ég er búinn að bæta úr því núna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
JVP
Póstar: 46
Skráður: 25. Júl. 2008 23:27:37

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir JVP »

Flott hjá ykkur að taka þátt í þessu móti, velkomnir heim
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Takk!

Vindmælirinn frægi!
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Það vantaði ekki myndavélarnar yfir þessa daga.

Hérna er vélin aðeins of létt miðað við aðstæður hjá Íslendingnum.


Verður mjög spennandi í blálokin, ekki missa af því!


Og eins og menn muna var þetta allt í beinni útsendingu. Hérna eru nokkrar tölur um útsendingarnar og Ísland má finna á landalistanum.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Hluti af opnunarathöfninni.



Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Frá sjónarhorni BNA manna.





Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

6. umferð, má til gamans geta þess að ég flaug á 71,79 sem var þriðja flug á eftir þessu fyrsta sem sýnt er flogið á 69,89. Fyrir þá sem ekki muna þá er þetta umferðin sem hófst á þriðjudegi en kláraðist ekki fyrr en á fimmtudeginum.




Á miðvikudeginum var matur og fjör.




Vindurinn sást aftur í sjöundu umferð og voru tveir jafnir í fyrsta sæti á 39,97 sekúndum.


PS. Vélin hans Erlings, og hann sjálfur, sést hérna á vídeómyndinni að ofan og í lokin á vídeóinu.











Smá ævintýri í brekkunni.

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heimsmeistaramótið í F3F 2018

Póstur eftir Sverrir »

Bendi svo á að það er komið talsvert af nýjum myndböndum í þræðinum fyrir ofan þennan.



Icelandic Volcano Yeti
Svara