Flugmódelsögusafn?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eitt af því sem ég hef lengi gengið með "í maganum" er að koma alls konar flugmódel-fornleifum sem liggja hjá mér á einvhern stað þar sem aðrir geta notið þess. Ég er viss um að fleiri en ég eru með hjá sér alls konar dót og gögn sem lýsa sögu flugmódeláhugamálsins gegnum tíðina. Sjálfur á ég bækur, mótora, fjarstýringar, og ýmislegt dót sem gaman væri að hafa einhversstaðar annars staðar en ofaní kössum og ekki síst einhvers staðar þar sem aðrir geta notið þess!

Hér er eitt dæmi til gamans. Lítil bók frá Bretlandi 1944:

Mynd

og sem annað dæmi sem yngri flugmódelfíklar ættu að þekkja til, þá er hérna tiltölulega nýlegur dísilmótor sem ég lagði ofaná skannaglerið:
Mynd

Hvernig væri að skoða m0guleikana á að útbúa safn einhvers staðar?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Taifun Orkan mótor í "aksjón"
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir Gaui »

Ég er nokkuð viss um að Flugsafn Íslands myndi taka þessu fegins hendi.
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
svenni
Póstar: 33
Skráður: 5. Ágú. 2010 07:10:18

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir svenni »

Airtronics Aquila svifflugan vann heimsmeistarmótið í svifflugi 1977. Siðan seldi Tómstundahúsið nokkrar. Ég á eina Aquilu sem er 40 ára gömul og enn flughæf og heil. Ætli flugsafnið mundi vilja hana í varðveislu? Kv Sveinbjörn.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir Gaui »

[quote=svenni]Airtronics Aquila svifflugan vann heimsmeistarmótið í svifflugi 1977. Siðan seldi Tómstundahúsið nokkrar. Ég á eina Aquilu sem er 40 ára gömul og enn flughæf og heil. Ætli flugsafnið mundi vilja hana í varðveislu? Kv Sveinbjörn.[/quote]

Örugglega.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir Agust »

Svona safn yrði auðvitað að vera á Suð-Vestur horni landsins.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3643
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelsögusafn?

Póstur eftir Gaui »

[quote=Agust]Svona safn yrði auðvitað að vera á Suð-Vestur horni landsins.[/quote]

Eins og allt annað.

Er til eitthvert húsnæði og mannskapur til að sjá um gripina?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara