Um Aðalfund Þyts 2019

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
RT
Póstar: 10
Skráður: 14. Feb. 2014 14:57:06

Re: Um Aðalfund Þyts 2019

Póstur eftir RT »

Hugleiðingar að afloknum aðalfundi Þyts.

Aðalfundur Þyts fór fram í gær hinn 27. februar 2019.
Þar fór fram að venju hinar hefðbundnu afgreiðslur mála samkvæmt dagskrá.

Fundarhald fer sífellt fram á óhefðbundnari og losaralegri hátt í félaginu okkar. Það finnst mér gagnrýnivert. Það er engin stjórn á umræðum, hver hefur orðið og svo framvegis. Atkvæðagreiðslur eru losaralegar og fljótfærnislegar ákvarðanir teknar án umræðu og íhugunarlaust. Stjórnendur og fundarstjórn situr dreifð um allan fundarsal. Ekki er hægt að sjá hverjir eru mættir og sitja nú í stjórn félagsins. Svona er málum komið í dag.
Ef vitræn niðurstaða funda á að nást, þurfa umræður að vera skipulegar. Einn hafi orðið í einu, svo öll sjónarmið heyrist áður en ákvarðanir eru teknar.

Það er engin tilviljun að hefðbundið skipulag fundarhalds er viðhaft í alvöru félögum. Þá situr Stjórn félagsins við háborð ásamt kjörnum fundarstjóra og ritara fundarins. Annars væri allt í ringulreið!

Prentuð dagskrá fundarins og reikningar félagsins voru vel upp settir og til fyrirmyndar að mínum dómi.
Ég gerði hins vegar athugasemd við, að 6 hjóla dráttarvél upp á 850 þúsund krónur var skuldfærð í einu lagi á gjaldahlið reikningsins og kom því með ábendingu um þessi mistök. Hér er um að ræða eign, sem nýtist væntanlega til margra ára. Því bæri að eignfæra hana í ársreikningi og afskrifa á nokkrum árum. Ég vona að fundarritari hafi fært þessa athugasemd mína til bókar.
Þessari athugasemd var mætt af gjalkera með uppnámi og sagt svona ætti að bókfæra þetta en það væri hugmyndin að ræða þetta við löggiltan endurskoðanda hvernig með skyldi fara. Ég ræddi þetta ekki frekar því ég hafði ekki hugsað mér að breyta fundinum í bókhaldsnámskeið.

Skátar.
Þá var undir önnur mál tekið fyrir bréf frá skátafélagi um að fá fá flugvöllinn
til afnota um hvítasunnuna fyrir tjaldbúðir á skátamóti. Ef að líkum lætur hjá skátum er væntanlega um að ræða nokkra tugi einstaklinga að ræða.Væntanlega í 5 daga, frá föstudegi til þriðjudags þegar tekið hefur verið til eftir dvölina. Fundarmenn voru frá sér numdir og niðurstaðan var sú að þetta væri sjálfsagt.
Væntanlega mun stjórn félagssins sjá um og ganga frá ásættanlegri salernisaðstöðu í nokkra daga fyrir þessa tugi skáta þessa daga?
Ef menn hugsa betur um þetta; er þá rétt að afhenda flugvöllinn til afnota fyrir tjaldbúðir tuga skáta í nokkra daga og loka honum þar með til modelflugs á meðan af öryggisástæðum?
Á að afgreiða svona mál í einhverri stundarhrifningu? Ég held ekki. Að félagsmenn geti ekki í nokkra daga á stórri fríhelgi og góðu veðri nýtt flugvöllinn til módelflugs er bara ekki ásættanlegt.
Ef betur er að gáð, var þetta samþykkt af flestum þeim sem aldrei sjaldan eða aldrei koma til að fljúga á Hamranesi? Og er því nákvæmlega sama hvernig flugvöllurinn er nýttur?
Góð lausn fyrir skáta um Hvítasunnuna, er að tjalda á fótboltavellinum austan við flugvöllinn okkar.


Gervigras.
Því næst var farið að ræða um gervigrashauginn sem hefur verið lýti og var móttekinn í fljótfærni fyrir einhverjum árum en ekki hugsað til enda hvort eða hvernig mögulega mætti nýta.
Gervigras er talið ónothæft á fótboltavöllum vegna krabbameinsvaldandi efna. Og nú sitjum við uppi með þennan haug og reynt er að finna einhverja leið til að losna við hann og nú er hugmyndin sú að dreyfa mottunum yfir grasið á flugvallarsvæðinu.
Staðan nú eftir að hafa haft þessa óprýði á hlaðinu í nokkur ár er sú að það kostar nú sennilega hundruðir þúsunda fyrir Þyt að losa sig við þetta og koma í sorpeyðingu. Afgreiðsla fundarins er hins vegar sú að reyna að losa sig við þetta gervigras og þekja meðfram eða til enda flugbrautanna svo flugmodel félaga skemmist ekki við að fara út af flugbrautinni! Þá höfum við það.

Með félagskveðju
Rafn Thorarensen
Svara