Síða 1 af 1

Re: Sandskeið - 20.júlí 2019 - Íslandsmeistaramótið í hástarti

Póstað: 21. Júl. 2019 04:02:36
eftir Sverrir
Veðurguðirnir tóku vel á móti okkur í morgun sem var kannski eins gott þar sem smá bið varð á því að við kæmumst inn á svæðið þar sem mótsstjórinn forfallaðist á síðustu stundu. Lykla Pétur kom þó fljótlega og hleypti okkur inn á svæðið. Sökum forfalla mótsstjóra skiptu keppendur á milli sín verkum og gekk það bara vel.

Tímaflugið var haldið niðri á austurenda svæðisins og gekk bara að mestu vel. Ella hlekktist þó á í fyrstu lendingunni og náði ekki að gera við vélina til að halda áfram keppni. Fyrir hraðflugið þurftum við að taka upp búðirnar og færa okkur á suðurenda svæðisins þar sem Svifflugfélagið þurfti að nota V/A brautina fyrir spiltog og ekki gekk að krossa okkar spiltaug við þeirra.

Flugum við fyrstu tvær hraðflugsumferðirnar en eftir þær var vindurinn búinn að snúa sér svo við þurftum að færa spilið á nýjan leik. Fjórðu umferðinni lauk svo klukkan hálf sjö og er þetta með lengstu hástarsmótum(á einum degi) sem menn muna eftir en flutningurinn á keppnisbrautinni þrisvar sinnum tafði okkur óneitanlega ásamt seinu starti mótsins.

Sérlegu aðstoðarmennirnir Erlingur, Þórður og Mundi fá kærar þakkir fyrir aðstoðina en þeir stóðu sig allir þrír einstaklega vel. Svifflugfélagið fær líka kærar þakkir fyrir lánið á aðstöðunni, það er ómetanlegt að eiga þá að í þessum mótum.

Úrslit urðu sem hér segir:
Mynd
Áhugasamir geta séð hrágögnin neðst í póstinum.

Beðið eftir Lykla Pétri.
Mynd

Tímaflugið
Mynd

Elli kom með nesti og nýja skó.
Mynd

Hraðaflugið
Mynd

Minnisblað mótsstjórnar.
Mynd

Útkeyrsla útreikninga.
Mynd

Re: Sandskeið - 20.júlí 2019 - Íslandsmeistaramótið í hástarti

Póstað: 22. Júl. 2019 22:19:11
eftir Böðvar
Takk en og aftur fyrir frábæran dag, hér eru nokkrar ljósmyndir.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd
Vindur var að snúa sér og vorum við beðnir að færa okkur á S N braut fyrir hraðaflugið, þannig að mótið tók lengri tíma en áætlað var, og voru menn ornir lúnir eftir daginn.
Mynd Mynd
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd


kveðja
Böðvar

Re: Sandskeið - 20.júlí 2019 - Íslandsmeistaramótið í hástarti

Póstað: 22. Júl. 2019 22:30:46
eftir Sverrir
Flottar myndir Böðvar!

Re: Sandskeið - 20.júlí 2019 - Íslandsmeistaramótið í hástarti

Póstað: 22. Júl. 2019 22:58:45
eftir Böðvar
Takk Sverrir, já ég fór að burðast með þrífótinn og myndavélina mína, en hér eru tvær í viðbót sem ég tók með símanum minum.
Hér er sá sem kom sá og sigraði.
Mynd
Hliðið að Sandskeiði:
Mynd