Axel Sölvason er látinn

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Axel Sölvason er látinn

Póstur eftir Agust »

Axel Sölvason lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. október. Hann var á 88. aldursári.

Axel var virkur í módelfugi á árum áður og heiðursfélagi í Þyt. Hann lagði drjúga hönd á plóginnn þegar Hamranesflugvöllur var lagður og flugstöðin reist.

Auk þess að vera í módelflugi var Axel með einkaflugmannspróf og auk þess radíóamatör með kallmerkið TF3AX.

Jarðarförin fer fram í Lindakirkju í Kópavogi 30. október kl. 11 árdegis.

Um leið og við minnumst Axels með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
stebbisam
Póstar: 178
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: Axel Sölvason er látinn

Póstur eftir stebbisam »

Tek undir þín orð Ágúst og blessuð sé minning hans.

Góðar minningar um Axel, við sigldum skútu saman frá Englandi og settum upp endurvarpa bæði hér á Skálafelli og út á landi fyrir Almannavarnir.
Ekki nóg með að vera góður félagi, hann var meistara skytta, dómari við ólympiuleika, rafvirki og þúsund þjala smiður. Allt lék í höndunum á honum.

Mynd

Mynd

Mynd tekin á Ísafjarðarflugvelli, af okkur Axel með Kristni Daníelssyni TF3KD og til vinstri er Grímur Jónsson flugumferðarstjóri.
Hundurinn og flugvélin TF-ESS Cessna 310 eru líka á myndinni.

Mynd
Barasta
Svara