Velkomin á nýja heimilið okkar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Velkomin á nýja heimilið okkar

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, þá erum við komnir á nýja heimilið okkar á netinu en eins og ég nefndi þá var því miður ekki hægt að fresta þessu mikið lengur. Þróunin á spjallkerfinu sem við notuðum var búin að vera í dvala síðan 2016 og því miður varð ekkert úr vakningu sem var lofað um áramótin 2018/2019. Mig hafði svo sem grunað þetta þar sem lítið hafði þokast í þróuninni og var því kominn með annan fótinn út á fasteignamarkaðinn að skoða mig um.

Eftir að hafa eytt smá tíma í að fikta í kerfunum sem komu til greina þá voru tvö sem stóðu eftir, annað af þeim var phpBB kerfið sem við erum komin í núna. Það má líka segja að þetta sé endurlit þar sem fyrsta módelspjallborðið hér heima var einmitt rekið á phpbb spjallborði norðan heiða. phpBB var ekki fyrsta val þar sem ekki var til brú á milli þess og gamla spjallsins en hitt kerfið hafði hana, hins vegar var myndaumsýsla talsvert lakari þar og ef það er eitthvað sem við viljum hafa í lagi þá eru það myndirnar okkar!

Ég er því búinn að eyða tíma í að smá forritunarleikfimi til að geta komið gögnunum skammlaust á milli og sé ég ekki betur en allt hafi skilað sér. Hins vegar þá getur manni alltaf yfirsést eitthvað svo hnippið endilega í mig ef þið sjáið eitthvað skringilegt. Það á líka við textann á sjálfu spjallborðinu þar sem ég þurfti að þýða hann og hefur farið talsvert meiri tími í það heldur en forritunarvinnuna og er ég samt bara búinn með það sem snýr að almennum notendum, annað eins er eftir í bakendanum. :shock: Efst hægra megin í hverjum pósti er upphrópunarmerki sem er upplagt að notfæra sér til að tilkynna þetta og skrifa svo smá lýsingu með í glugganum sem opnast.
tilkynnapost.png
tilkynnapost.png (2.47 KiB) Skoðað 350 sinnum
Ef það eru einhverjar spurningar hikið þá ekki við að spyrja og ég geri mitt besta til að svara ykkur. Í leiðbeiningahorninu getið þið séð póst um innsetningu mynda og sjálfsagt á eitthvað eftir að bætast þarna við eftir því sem fram líða stundir.
Icelandic Volcano Yeti
Svara