Svifflugnefnd Þyts hefur valið dagsettningar fyrir mót sumarsins 2009

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Passamynd
gudjonh
Póstar: 850
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Svifflugnefnd Þyts hefur valið dagsettningar fyrir mót sumarsins 2009

Póstur eftir gudjonh »

Er ekki einhver miskilningur í gangi? Ég hélt að þetta væri allt fyrir ánægjuna. Er kansi orðinn of gamall. Spurning hvort ég verð í gamlingja hópnu, eða með ungviðiniu?
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Svifflugnefnd Þyts hefur valið dagsettningar fyrir mót sumarsins 2009

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll Guðjon,
Ju þetta er allt fyrir anægjuna og að vera með siðasta sumar var hreint frabært með gömlu Sagitta sviffluguna.
Eg orðaði þetta svona vegna aldurs þessara svifflugvela sem sem við notuðum i kringum 1980, ju og allir erum við ungir i anda og það heldur okkur gangandi.
Kv
Einar
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Svifflugnefnd Þyts hefur valið dagsettningar fyrir mót sumarsins 2009

Póstur eftir Böðvar »

Veðurspáin er góð fyrir næstu helgi, hæglætis veður og mjög hlítt sem eru mjög góðar aðstæður fyrir hástart F3B, miklar líkur á að svifflugurnar fljúgi inn í gott hitauppstreymi og haldist lengi á lofti.

Einnig eru þetta góðar aðstæður fyrir hangflugið F3F. Því ef mjög hlítt er inn til landsins og lítill vindur þá gjarnan tekur sterk SV hafgolan yfir og blæs beint á SV brekkubrún Hvollsfjalls seinnipart dags.

Baran til umhugsunar, þá hefði ég ekki á móti því að halda svona mót á Melgerðismelum fyrir norðan, sem er án efa einn allra besti staðurinn til að halda hástartkeppni F3B.

Það mætti einnig skoða að halda keppnina annað hvet ár þar, líka ef veðurspá er vond fyrir mótshald fyrir sunnan að bruna bara norður og halda hana þar.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3639
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Svifflugnefnd Þyts hefur valið dagsettningar fyrir mót sumarsins 2009

Póstur eftir Gaui »

Bara nefna það Böðvar, við gerum allt sem í okkar valdi stendur. Gætum hugsanlega lent í vandræðum með hangstaði, en hástartið væri flott á Melunum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Svifflugnefnd Þyts hefur valið dagsettningar fyrir mót sumarsins 2009

Póstur eftir Böðvar »

Takk fyrir góðar undirtektir Guðjón minn, ég er alveg klár á því að með því að halda hástart mót fyrir norðan mundi áhugi aukast á svifflugi og mótið stæði betur undir nafni sem Íslandsmót.

Það þarf ekki að halda hangmótið á sama tíma eða á sama stað, enda hefur oftast þurft að fresta hangfluginu.

Við viljum mikinn vind og læti í hangflugið en lítin vind rólegheit fyrir hástartflugið, en veðrið er sjaldnast nákvæmlega eins og við óskum eftir því.

En eins og ég segi, orð eru til alls fyrst, það skeður ekkert nema rætt sé um hlutina fyrst.
Svara