Íslandsmót F3F og F3B ?

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Svara
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Íslandsmót F3F og F3B ?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Hvað er F3F og F3B? Það er eingin staðsetning srkáð og nú er bara vika í þetta mót (hvað sem það er?) þannig veit einhver hvar þetta verður? Aldrei heyrt þetta F3F og F3B :)

Kv. Páll
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmót F3F og F3B ?

Póstur eftir Böðvar »

Íslandsmót í módelflugi eru haldin af Flugmálafélagi Íslands í umsjón Flugmódelfélagsins þyts.

Flugmódelfélagið þytur er eina módelfélagið á Íslandi sem er aðili að Flugmálafélagi Íslands.

Flugmódelfélagið þytur er eina módelfélagið sem getur haldið lögleg Íslandsmót eftir alþjóðlegum reglum Fédération Aéronautique Internationale FAI.

http://www.fai.org/aeromodelling/rcsoaring/synopsis


Öllum löglegum félögum í módelklúbbum er heimilt að taka þátt í Íslandsmótinu og geta þeir síðan tekið þátt í Alþjóðlegum mótum með því að fá sérstakan “SPORTING LICENCE” passa útgefnum af Fédération Aéronautique Internationale og Flugmálafélagi Íslands. Passinn er með frímerki sem gefið er út árlega og stimplað af Flugmálafélagi Íslands. Sporting licence passinn er nauðsynlegur fyrir félaga sem vilja taka þátt í erlendum mótum þar sem keppt er eftir sportflugsreglum FAI.

Hvað er hástartkeppni módelsvifflugvéla F3B ?

Í hástart svifflugs keppni F3B eru svifflugurnar dregnar á loft með spilvindu. Keppnisstaður þarf að vera sléttlendi þar sem von er á uppstreymi lofts, oft kallað termik bólur.

Keppninni er skipt niður í þrjár keppnis þrautir.

Í Fyrstu þraut þarf keppandi að halda svifflugunni á flugi ákveðinn langann tíma þar sem flest stig fást fyrir að vera sem næst tímamörkum hvorki of skamman tíma eða of langan tíma, með því að fljúga um loftið og finna uppstreymi (termik bólur).

Tímataka hefst um leið og sviffluga sleppir spilvír og endar um leið og svifflugan lendir og þá helst sem næst merktu lendingasvæði þar sem flest stig fást fyrir að vera sem næst miðju.

Í annarri þraut á að fljúga hraðaflug alls fjóra 150 metra langa leggi milli A og B hliða.

Í þriðju þraut á að fljúga sem flesta leggi milli A og B hliða á 4 mínútum.

____________________________________________________________

Íslandsmótin í svifflugi eru tveggja daga mót laugardag og sunnudag. Undanfarin ár hefur keppnin í F3B verið haldin á flugvellinum við Gunnarsholt og F3F á Hvolsfjalli.

Það fer eftir veðri hvort keppt er í hangflugi F3F eða hástarti F3B fyrri keppnisdaginn. Þáttakendur hafa oftast mætt á föstudagskvöldinu fyrir keppni og tjaldað á keppnisstaðnum.

Hangflug F3F

Í hangflugi módel svifflugvéla er flogið á brekkubrún fjalla þar sem vindur stendur beint á fjallið og er þá flogið í sterku uppstreymi. Hangmót fellur niður ef vindhraði er undir 4 m/s eða yfir 24 m/s, einnig ef vindur er yfir 45 gráðu skakkur á brekkubrún. Mesta lyftið er þegar vindur stendur beint á brekkubrún og mestur vindhraði er við brekkubrún.

Á brekkubrún þar sem keppnin fer fram eru settar upp tvær markstangir með 100 metra millibili. Við marklínurnar eru hliðverðir sem gefa merki þegar svifflugan fer yfir marklínuna.

Keppandinn stendur mitt á milli markanna og hann eða aðstoðarmaður kastar svifflugunni út í hangið. Keppandinn hefur hálfa mínútu til að ná sem mestri hæð til þess að geta fengið sem mestan hraða inn í upphafshliðið A eða B. Flognir eru alls 10 leggir milli A og B marka og sá vinnur sem flýgur hraðast eða á skemmstum tíma.

Brekkubrúnir eru mjög mismunandi að gerð, sumar lágar aðrar háar, inn til landsins eða út við sjávarsíðuna eða við vötn.

Helstu hangflugsstaðir sunnanlands:

Kambabrún í SA vindi
63°59?43.13 N 21°16?01.89? W

Draugahlíðar við litlu kaffistofuna í V og N áttum.
64°03?05.56? N 21°29?41.70? W

Stefánshöfði við Kleifarvatn í A og S áttum.
63° 56?13.99 N 21°59?12.70¨ W

Hlíðarendi í SSA-S og SSV áttum.
63°53?51.47? N 21°28?26.28?

Svo bendi ég á Svifflugþráðinn eftir frekari upplýsingum um svifflug.
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Íslandsmót F3F og F3B ?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Já! takk fyrir þetta :)
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Svara