Viking race 2004

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Svara
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Viking race 2004

Póstur eftir Böðvar »

Viking race heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár í hinum og þessum löndum út um allan heim.

Dagana 09-16 október 2004 verður haldin heimsmeistarakeppni í hangflugi módelsvifflugvéla F3F nefnt “Viking race”, keppnin verður haldin í Þýskalandi Isle of Rügen/ Cape Arkona.

þrír keppendur eru í hverju liði. Ísland má senda eitt lið til keppninnar, en fjölmennari lönd geta sent fleirri lið allt að þremur en hámarks fjöldi allra keppenda eru sjötíu. Mörg lið eru með aðstoðarmenn sem hlaupa með svifflugurnar og skutla þeim út í hangið, ef mjótt er á mununum milli keppanda getur góður skutlari skipt sköpum að ná góðu starti.

Mikill áhugi keppenda allstaðar að úr heiminum er á þessari keppni nú 2004 og er þegar yfirbókað og eru nú skráðir 78 keppendur í von um að einhverjir detti út.

allar upplýsingar um keppnina hér: http://www.f3f.de/viking/index.htm

Þáttakendur fyrir Íslands hönd eru Íslandsmeistarinn Böðvar Guðmundsson er með rásnúmer 51, ásamt Guðjóni Halldórssyni nr. 52 og Rafni Thorarensen nr. 53. Þessir Íslensku víkingar hafa æft af kappi nú í sumar fyrir keppnina.

SENDA - LOFTNETSGÆSLA á Viking race 2004
Nýlunda varðandi sendagæsluna er að keppendur fá að hafa sendana sjálfir en Loftnetin sem eru sér merkt keppendunum eru skrúfuð af sendunum til að gera hann óvirkann og geimd þar til röðin er komin að keppandanum að fljúga þá fær hann afhent loftnetið sitt og þarf að skila því aftur að flugi loknu.

Úr dagskrá:
saturday, 9. Oktober 2004
09:00to 19:00 o'clock registration at the office of organisation ( Ruegenhof Arkona in Putgarten ), validation and marking the models
10:00 o'clock begin of the official training at given slope
18:30 o'clock last run for training
20:00 o'clock official opening at the Ruegenhof Arkona in Putgarten by Mrs. Kerstin Kassner (authorithy of the area "Isle of Ruegen"), presentation of the competitors and flying the flags, welcome campfire, sucking pig, draught beer

Ísl. keppendurnir munu koma nokkrum dögum fyrir keppnina til að æfa sig við aðstæðurnar þarna úti, þetta eru svipaðar aðstæður og eru að fljúga hang á Stefánshöfða, það er flogið yfir vatni og brekkurnar eru allar frekar lágar.

Kv Böðvar :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viking race 2004

Póstur eftir Sverrir »

Það væri gaman að fá að vita hvað eru svona helstu staðirnir sem þið eruð að nota hér heima. Ég kannast við Höskuldarvelli og Draugahlíðar en ekki mikið meira en það.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Viking race 2004

Póstur eftir Böðvar »

Fyrir utan Gunnarshollt og Höskuldarvelli förum við helst á Pálsvöll þegar við æfum hástart F3B, hann er skammt frá Sandskeiði. þegar keyrt er upp Bláfjallaveginn og Sandskeið er á vinstri hönd þá er beygt til hægri inn á gamla þjóðveginn og framhjá listaverkinu ljósvitinn sem allir sjá frá þjóðveginum og upp á hæðina þar er Pálsvöllur. ath. ljósavitinn er kennileyti sem allir ættu að kannast við.
Þegar við erum að æfa hangflug F3F ræður vindátt staðarvali eins og Draugahlíðar, en að öðru leiti bendi ég á upplýsingar um Íslandsmeistaramót F3B og F3F undir atburðir hér á fréttavefnum um staðarval í F3F.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Viking race 2004

Póstur eftir Sverrir »

Hérna er slóðin sem Böðvar talaði um http://frettavefur.net/atburdir/14/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Viking race 2004

Póstur eftir Böðvar »

Myndir frá heimsmeistarakeppninni Viking race 2004

Íslensku þáttakendurnir ásamt betri helmingi
Mynd

Færri komast að en vilja. Gulur tískuliturinn árið 2004
Mynd

Íslenska liðið: Böðvar Guðmundsson, Rafn Thorarensen og Guðjón Halldórsson
Mynd

Verðlaunagripir
Mynd
Passamynd
mundi
Póstar: 23
Skráður: 30. Apr. 2004 20:04:52

Re: Viking race 2004

Póstur eftir mundi »

Böðvar ég veit að þú ert góður sögumaður og penni, værir þú ekki til í að setja ferðasöguna á netið ? :cool:
Svara