Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 110

Servóið fyrir inngjöfina komið og búinn að tengja í blöndunginn. Nú vantar bara framlengingu aftur í móttakarann og verja tréverkið fyrir olíunni úr mótornum.
20240731_104026.jpg
20240731_104026.jpg (138.77 KiB) Skoðað 3127 sinnum
Svo notaði ég tækifærið og setti skráningarnúmerið 326 (?) á stélkambinn.
20240731_111217.jpg
20240731_111217.jpg (129.59 KiB) Skoðað 3127 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Sverrir »

Gaui skrifaði: 31. Júl. 2024 11:48:39Svo notaði ég tækifærið og setti skráningarnúmerið 326 (?) á stélkambinn.
Segir til um hvar í röðinni viðkomandi loftfar kemur inn á íslensku loftfaraskrána.

https://island.is/loftfaraskra
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 111

Ég fann möppu úr einhverju plastefni, sem ég notaði til að búa til skapalón fyrir framrúðuna. Það var mjög auðvelt að leggja það til og líma á staðinn með límböndum og svo klippa það til þar til það passaði.
20240801_094739.jpg
20240801_094739.jpg (130.87 KiB) Skoðað 2976 sinnum
Svo lagði ég þetta skapalón á nýja þunna (0,5 mm) PETG plastefnið og skar framrúðuna varlega út.
20240801_095818.jpg
20240801_095818.jpg (138.69 KiB) Skoðað 2976 sinnum
Ég ákvað að byrja að líma framrúðuna í aðeins á einum stað svo ég þyrfti ekki að berjast við hana alla í einu. Ég límdi hana við gluggapóstinn vinstra megin og þarf svo að bíða minnst einn dag þar til límið þornar.
20240803_091430.jpg
20240803_091430.jpg (132.77 KiB) Skoðað 2976 sinnum
Í millitíðinni ákvað ég að byrja að veðra módelið. Þessi Cessna er mjög veðruð. Hér sést að ég er búinn að maka veðrun og óhreinindum neðan á hægri vænginn með þann vinstri til viðmiðunar.
20240803_095407.jpg
20240803_095407.jpg (131.13 KiB) Skoðað 2976 sinnum
Einfaldasta aðferðin er að leggja límband á plötuskilin, draga strik með þurrum pastel lit (dökk gráan hér) og svo nota stífan pensil til að draga litarefnið niður á yfirborð vængsins fyrir aftan plötuskilin. Því meiri lit sem maður leggur niður, því meira makast yfir á yfirborðið.
20240803_095656.jpg
20240803_095656.jpg (130.32 KiB) Skoðað 2976 sinnum
Hér sést það sem ég nota ti að gera þetta: pastel litir frá Faber-Castell, stífur pensill og bútur af handþurrku. Það fer mjög mikið af veðrun í kringum vængtankinn.
20240803_101938.jpg
20240803_101938.jpg (138.36 KiB) Skoðað 2976 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 112

Aðal málið í dag var að líma framrúðuna fasta.
20240805_093134.jpg
20240805_093134.jpg (144.38 KiB) Skoðað 2812 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 113

Það er breið fering neðan á framrúðunni og ég notaði uppáhalds feringaefnið mitt: P-38. Ég byrjaði á því að leggja þrjú lög af bílateipi ofan og neðan við feringuna, svo maskaði ég alla rúðuna með gulu málningarlímbandi, og smurði svo að lokum P-38 þar sem feringin á að vera.
20240806_095131.jpg
20240806_095131.jpg (133.3 KiB) Skoðað 2745 sinnum
Svo pússaði ég með P-80 sandpappír þar til bláa teipið kom í ljós.
20240806_112847.jpg
20240806_112847.jpg (136.7 KiB) Skoðað 2745 sinnum
Svo sprautaði ég fylligrunni á feringuna. Á morgun pússa ég þetta slétt og set fylliefni þar sem / ef þarf.
20240806_113006.jpg
20240806_113006.jpg (142.95 KiB) Skoðað 2745 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 114

Ég pússaði rúðuferinguna smá og tók upp bláa límbandið. Þá situr feringin eftir, sæmilega þykk. Nú boraði ég um fimmtíu 0,5 mm göt, sem ég svo undirsinkaði með því að snúa 3 mm bor í fingrunum. Þá gat ég skrúfað svo-til-ósýnilega skrúfur frá Mikka Ref í götin. Ég beygði líka til 2 mm suðuvír og kom honum fyrir þar sem eru handföng ofan á hvalbaknum á Frúnni. Nokkur hnoð við rúðupóstana og þetta fer að verða tilbúið fyrir bláa litinn.
20240807_103030.jpg
20240807_103030.jpg (129.47 KiB) Skoðað 2685 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 115

Á báðum hliðum á Cessnunni eru fótstig. Ég gerði þau úr plastræmum og festu þau á með skrúfum. (Þið afsakið fókusinn, hann er ekki góður.)
20240808_110240.jpg
20240808_110240.jpg (141.29 KiB) Skoðað 2148 sinnum
Skráningarstafirnir eru hvítir á bláum bakgrunni, og fyrst ég er búinn að sprauta hvítt, þá bara bý ég till maska fyrir stafina í tölvunni og færi þá á gult límband sem ég er búinn að leggja á skrokkinn.
20240809_093540.jpg
20240809_093540.jpg (122.22 KiB) Skoðað 2148 sinnum
Það tók svo hellings tíma að skera stafina út og rífa límbandið af þar sem blái liturinn á að koma.
20240809_100246.jpg
20240809_100246.jpg (140.29 KiB) Skoðað 2148 sinnum
Næst byrjaði ég að maska fyrir bláa litnum, en kláraði það ekki vegna þess að veðrið er ekki nógu gott til að fara með skrokkinn út og sprauta þar.
20240809_102930.jpg
20240809_102930.jpg (133.63 KiB) Skoðað 2148 sinnum
Ég fékk mjög sniðugar tengingar fyrir vænginn. Það er segulstál í þessu og þau smella saman þegar vængurinn er settur á.
20240812_094722.jpg
20240812_094722.jpg (142.73 KiB) Skoðað 2148 sinnum
Hér er ég búinn að festa tengin í vængina og skrokkinn. Nú vantar bara að lóða vírana upp á þetta svo servóin komist í samband.
20240813_114604.jpg
20240813_114604.jpg (129.25 KiB) Skoðað 2148 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 116

Það tók nokkurn tíma að lóða rétta enda við vængtengin, en nú eru þau komin.
20240814_094514.jpg
20240814_094514.jpg (138.91 KiB) Skoðað 1648 sinnum
Og hér sést ofan í skrokkinn. Þetta er allmikil flækja af vírum. Þegar ég er búinn að koma rafhlöðunum fyrir (eina fyrir fjarstýringuna og eina fyrir kveikjuna) þá laga ég þetta til og læt það hverfa að mestu.
20240816_103332.jpg
20240816_103332.jpg (136.26 KiB) Skoðað 1648 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3739
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Gaui »

TF-FRU -- Dagur 117

Það var ýmislegt dúllað í morgun. Ég boraði göt fyrir vængendaljósin og límdi þau í. Margir halda að það sé rangt að setja blátt ljós á hægri vænginn, en ef peran er gul innan við bláa skel, þá lítur ljósið út fyrir að vera grænt.
20240817_094630.jpg
20240817_094630.jpg (148.6 KiB) Skoðað 1354 sinnum
Ofan á stélkambinum er stórt hvítt ljós.
20240817_114552.jpg
20240817_114552.jpg (141.5 KiB) Skoðað 1354 sinnum
Það tók mig mest allan morguninn að maska stafina á hægri hliðina og maska svo allar útlínur fyrir bláa litinn. Ég þarf svo að ná mér í dagblöð eða svoleiðis (fæ ekki Bændablaðið ókeypis í hús eftir að ég flutti á Dalvík) og líma á skrokkinn. Ég sprauta bláu eftir helgina.
20240817_113557.jpg
20240817_113557.jpg (135.8 KiB) Skoðað 1354 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11584
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk

Póstur eftir Sverrir »

Gaui skrifaði: 17. Ágú. 2024 12:09:38Ofan á stélkambinum er stórt hvítt ljós.
Samt betra að hafa það rautt. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara