Þá er komið að næsta verkefni á smíðaborðinu mínu, en það er Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP. Grunnurinn að þessu módeli er teikning í 1/4 skala frá Jerry Bates. Þessi teikning er, hins vegar, önnur týpa af flugvélinni, Auster Autocrat, með lengri og mjórri hreyfil og minni hliðarglugga. Þess vegna þarf ég að gera ýmsar breytingar, aðallega að stytta nefið aðeins, gera hliðargluggann mun lengri og bæta við flöpsum undir vænginn.
Á vef Flugsafns Íslands eru eftirfarandi upplýsingar:
Ég pantaði teikninguna frá Fighteraces í Englandi, umboðsmönnum Jerry Bates í Evrópu, og útskorið efni (short kit) frá SLEC í Englandi, sem eiga núna Belair Kits, sem efna niður í mikinn fjölda módela.Árgerð: 1945
Raðnúmer: 1577
Vænghaf: 10,97 m
Lengd: 6,83 m
Hámarksþungi: 861 kg.
Hreyfill: 130 ha. Lycoming O-290-3
Hámarkshraði: 170 km./klst
Sætafjöld/: 3
Fyrri skrásetningar: TJ592 (Royal Air Force)
TF-LBP er fyrsta flugvélin sem keypt var til landsins sérstaklega til sjúkraflutninga. Björn Pálsson og Lárus Óskarsson keyptu flugvélina frá Bretlandi árið 1951. Ári síðar var Slysavarnafélag Íslands orðið meðeigandi Björns í vélinni. Árið 1954 var TF-LBP komin til Akureyrar og þá skráð á vegum Slysavarnadeilda norðanlands og Rauða kross Akureyrar. Bræðurnir Jóhann og Tryggvi Helgasynir eignuðust TF-LBP árið 1955 og var það upphafið að flugrekstri þeirra bræðra. Núverandi eigendur vélarinnar eignuðust hana árið 1967. Vélin er nú máluð í litum breska flughersins, Royal Air Force, þar sem hún þjónaði áður en hún var keypt hingað.
Það tók nokkrar vikur að fá kittið frá SLEC, aðallega vegna þess að það hafði enginn annar pantað þessa hluti áður, en þeir komu vel inn pakkaðir og fallega skornir. (það er altaf svo góður ilmur af ný-útskornum balsa!)
Ég sorteraði flesta hluti og byrjaði svo að skoða stélið. Ég þarf að gera smá breytingar á því, vegna þess að það er ekki sambyggt skrokknum, heldur er smá bil (mjög lítið) á milli skrokks og stéls. Ég ætla að setja 10mm koparrör fremst og aftast með 9,5mm röri innaní. Ég bætti breytingunum á teikninguna með rauðum penna.