Ég fékk þetta laser hallamál í jólagjöf frá sonum mínum og notaði það í dag til að setja stélkambinn á.
20250218_093346.jpg (143.17 KiB) Skoðað 3077 sinnum
Ég stillti stélkambinum upp, festi hann niður með títuprjónum og klemmum og stillti hann af með hallamálinu. Nú þarf límið að fá að harðna þangað til á morgun. Þá set ég trekanntlista í hornin.
20250218_100514.jpg (145.26 KiB) Skoðað 3077 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Vinur minn i Ameríkunni bauðst til að þrívíddarteikna mælaborðið í Austerinn og senda mér skjölin, sem hann og gerði. Ég fór með þessi skjöl í FabLab á Akureyri og fékk að prenta það út þar. við gerðum upplausnina á þessu mjög fína og prentunin tók 14 klukkutíma og 32 mínútur.
20250221_093433.jpg (146.24 KiB) Skoðað 2130 sinnum
Þegar ég var búinn að líma hlutana tvo saman og grunna þá, þá lítur mælaborðið svona út.
20250221_110607.jpg (137.26 KiB) Skoðað 2130 sinnum
Ég þarf að snikka mælaborðið aðeins til svo það passi á sinn stað. Þetta verður alveg sæmilegt. Nú þarf ég bara að mála það svart og setja mæla í plássin á borðinu.
20250221_113001.jpg (138.63 KiB) Skoðað 2130 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég festi öll servóin endanlega niður á servóberana og tengdi þau við nýja móttakarann sem ég fékk frá Jóni V. Ég tók ekki mynd af þessu. Svo bjó ég til saumana á stélfeltinu og stélstýrunum með lími, eins og ég hef gert oft áður.
20250224_094508.jpg (142.3 KiB) Skoðað 967 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég fitlaði við stélfjaðrirnar í dag. Ég setti oddaklipptan borða (pinked tape), sem ég fékk hjá Mikka Ref, á saumana og bjó svo til vírana sem stjórna trim flipanum á hæðarstýrinu.
20250225_100701.jpg (140.68 KiB) Skoðað 735 sinnum
Svo sprautaði ég grunni á stýrin. Þegar hann er þurr ætla ég að pússa hann niður með fínum sandpappír, líklega p-400.
20250225_113917.jpg (138.07 KiB) Skoðað 735 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.