Ég sagaði tvær festiplötur úr 2 mm áli og gerði svo raufar upp í stífurnar sem þær skorðast í.
20250319_105622.jpg (141.31 KiB) Skoðað 5761 sinni
Svo tók ég stífurnar í nokkurn vegin rétta lengd samkvæmt teikningunni og setti kúlutengin í efri enda þeirra. Ég er ekki búinn að líma neitt fast og þarf að stilla upp skrokk og vængjum með réttan aðhalla (díhedral) áður en ég sulla epoxýi á þetta allt saman
20250319_113302.jpg (144.41 KiB) Skoðað 5761 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég skolaði af vængjunum með rauðspritti og sprautaði svo grunni á annað borð beggja vængja, hallastýra og flapsa. Einhverra hluta vegna tók ég ekki mynd af þessu, en get sett inn mynd á morgun þegar ég sprauta hinum megin.
Ég bjó til tvö ný rif í vélarhlífina. Ég notaði rif C-3 sem grunn og mjókkaði þau aðeins og lækkaði.
20250320_113014.jpg (143.37 KiB) Skoðað 5616 sinnum
Svo byrjaði ég að raða rifjunum upp á nefið á módelinu.
20250320_115458.jpg (141.68 KiB) Skoðað 5616 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Búinn að sprauta grunni á hitt yfirborðið á vængjunum. Núna mundi ég eftir að taka mynd.
20250321_093158.jpg (137.52 KiB) Skoðað 5595 sinnum
Ég hélt áfram að raða saman vélarhlíf. Ég setti hreyfilinn í og bjó til nýjan nefhring á hann (sá sem fylgdi var of lítill). Svo stillti ég upp rifjunum með balsa kubbum og geri ráð fyrir 40 mm bili frá fremsta rifi að nefhringnum. Til að stífa hlífina af klæddi ég með 2 mm balsa utan á hana. Að lokum mun ég klæða hlífina með 0.8 mm krossviði.
20250321_120523.jpg (142.15 KiB) Skoðað 5595 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Dundaði mér í morgun við að líma 40 millimetra af balsa framan á vélarhlífina. Ég þurfti að skera innan úr hverju lagi til að rekast ekki í hreyfilinn. Nú má þetta þorna til morguns, en þá get ég skorðið þetta til og sett restina af 2m mm klæðningunni á. Á meðan þarf ég að velta fyrir mér hvernig ég festi hlífina framan á módelið.
20250324_110255.jpg (135.32 KiB) Skoðað 4703 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Aðal verkfærin sem notuð eru þegar maður fínpússar svona væng eru fingurnir, sem finna misfellur, straujárn til að strauja niður kanta sem eru lausir, P400 sandpappír til að slétta grunninn og kaffi til að hressa sig við og við.
20250326_094114.jpg (140.65 KiB) Skoðað 2860 sinnum
Ég festi hreyfilinn endanlega með gaddaróm á mótorfestinguna.
20250326_114917.jpg (144.58 KiB) Skoðað 2860 sinnum
Ég ætlaði að byrja á innviðum í flugklefanum með því að búa til framsætið, en af inhverjum orsökum haði ég prentað þetta út um 12 til 15 millimetrum of mjótt. Ég verð að reyna aftur.
20250326_120109.jpg (139.18 KiB) Skoðað 2860 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.