Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

Takk, Jón. Ég er búinn að vera með kvef (flensu) síðustu rúma viku, en nú er heilsan að lagast og ég fer á verkstæðið á hverjum degi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 73

Það eina sem ég gerði í dag var að snikka til neðri hluta hægri stífuparsins og bora það fyrir átta 2 mm boltum sem verða festir í þegar glerfíberinn er kominn á. Ég límdi líka krossviðinn á hitt stífuparið.
20250409_115311.jpg
20250409_115311.jpg (141.33 KiB) Skoðað 325 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 74

Ég fór í Víkurkaup í morgun og keypti grænan lit sem passar undir flapsana (og hugsanlega á fleiri stöðum) og dundaði svo við að mála þá. Það eina sem maður þarf að passa sig á er að dýfa ekki penslinum í kaffið ( :oops: ).
20250410_094408.jpg
20250410_094408.jpg (136.12 KiB) Skoðað 224 sinnum
Þegar TF-LBP var keypt frá Englandi var kúptur gluggi fyrir myndavél á vinstri hliðinni. Hann var tekinn af áður en vélin var send til íslands, en bótin í gatinu sást vel.
20250410_112704.jpg
20250410_112704.jpg (136.71 KiB) Skoðað 224 sinnum
Búinn að undirbúa glerfíberinn á stífurnar með því að klippa niður ræmur af fíber, sem ég ætla svo að líma niður með epoxý kvoðu á morgun.
20250410_114249.jpg
20250410_114249.jpg (135.54 KiB) Skoðað 224 sinnum

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 75

Búinn að setja glerfíber öðrum megin á vængstífurnar. Hinum megin á morgun.
20250411_095742.jpg
20250411_095742.jpg (141.8 KiB) Skoðað 206 sinnum
Á meðan epoxýið harðnaði dúllaði ég við að setja undirstöður undir aftursætin og búa til sætið fyrir aftan flugstjórann. Það er ekki bekkur, eins og venjulega, vegna þess að börurnar fyrir sjúklinginn þurfa að komast fyrir vinstra megin í flugklefanum.
20250411_120301.jpg
20250411_120301.jpg (141.75 KiB) Skoðað 206 sinnum
8-)
Síðast breytt af Gaui þann 19. Apr. 2025 18:53:07, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 76

Ég bjó til sessur í sætin.
20250412_121900.jpg
20250412_121900.jpg (142.81 KiB) Skoðað 174 sinnum
Svo málaði ég sessurnar svartar. Ég þarf líklega að mála aðra umferð.
20250414_115644.jpg
20250414_115644.jpg (142.85 KiB) Skoðað 174 sinnum
Ég penslaði lokaumferð af epoxy kvoðu á stífurnar.
20250414_094756.jpg
20250414_094756.jpg (136.13 KiB) Skoðað 174 sinnum

8-)
Síðast breytt af Gaui þann 19. Apr. 2025 18:53:46, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 77

Nokkur smáverk. Þessi smíði er það langt komin að það eru nánast bara eftir smáverk. Þau vilja samt verða tímafrek.

Balsa innfylling í hjólastellið. Þetta verður svo klætt með Oratexi.
20250415_114319.jpg
20250415_114319.jpg (142.95 KiB) Skoðað 150 sinnum
Lok fyrir aftan aftursætið. Þetta er gert úr pappa og ég var að reya að láta þetta líta út eins og segldúkur
20250415_114330.jpg
20250415_114330.jpg (141.03 KiB) Skoðað 150 sinnum
Sessurnar límdar á sætin.
20250415_114920.jpg
20250415_114920.jpg (142.41 KiB) Skoðað 150 sinnum
8-)
Síðast breytt af Gaui þann 19. Apr. 2025 18:54:44, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 78

Það er heilmikið verk að pússa niður grunninn á stífunum. Svo setti ég M2 skrúfur í festinguna neðan á stífunni.
20250416_121003.jpg
20250416_121003.jpg (137.62 KiB) Skoðað 131 sinni
Ég setti Oratex á hjólastellið, grunnaði það, pússaði með P400 pappír og sprautaði með silfurmálningu.
20250416_121134.jpg
20250416_121134.jpg (136.3 KiB) Skoðað 131 sinni
8-)
Síðast breytt af Gaui þann 19. Apr. 2025 18:55:44, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 79

Ég pússaði grunninn af seinna stífuparinu og setti svo fylliefni í holur og göt. Svo pússaði ég niður grunninn sem lak til og bjó til dropa. Það var miklu meiri vinna en ég hélt það yrði.
20250417_110421.jpg
20250417_110421.jpg (143.3 KiB) Skoðað 93 sinnum
Svo klippti ég lengjur af rennilás, sem ætlaður er á dúkkuföt og límdi sitt hvoru megin við stélið, V vinstra megin og ...
20250417_112112.jpg
20250417_112112.jpg (137.58 KiB) Skoðað 93 sinnum
... L á hvolfi á hægri hlðina.
20250417_113423.jpg
20250417_113423.jpg (141.4 KiB) Skoðað 93 sinnum
8-)
Síðast breytt af Gaui þann 19. Apr. 2025 18:56:00, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 80

Stífurnar eru tilbúnar: pússaðar, grunnaðar og sprautaðar með silfurmálningu. Ég maskaði innan í flapsahólfið og sprautaði svo silfurmálningu á vængina.
20250418_104827.jpg
20250418_104827.jpg (140.15 KiB) Skoðað 56 sinnum
Silfurmálningin komin a skrokkinn.
20250418_113122.jpg
20250418_113122.jpg (144.17 KiB) Skoðað 56 sinnum
Ég skar til álplötu undir skrokkinn að framan og bjó svo til hnoð á hana. Aðferðin er að gera hnoðið með stálvír og jafna það svo með kopar röri. Þessa aðferð fékk ég hjá Danny Fenton í Englandi, miklum meistara, sem sýnir þetta á YouTube.
20250418_120250.jpg
20250418_120250.jpg (142.75 KiB) Skoðað 56 sinnum
8-)
Síðast breytt af Gaui þann 19. Apr. 2025 18:56:21, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3836
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 81

Ég setti hurðina á hægri hliðina. Ég fékk agnarsmáar lamir hjá Mikka Ref og tróð þeim undir skinnið á hurðinni og tók svo úr hurðarpóstinum svo að þær gætu sokkið aðeins í hann. Álræman við hliðina á hurðinni er tilraun. Það er þykkari ræma fyrir framan hurðina, en ég gerði þetta úr of þunnu áli. Svo er hún of stutt, því hún nær alla leið niður að hjólastellinu.
20250419_100802.jpg
20250419_100802.jpg (138.9 KiB) Skoðað 22 sinnum
Ég útbjó álplötuna á hægri hliðina fyrir framan hurðina og límdi hana á með snertilími.
20250419_112732.jpg
20250419_112732.jpg (133.15 KiB) Skoðað 22 sinnum
Og hér sést hvernig lamirnar passa undir plötuna. Það verður auðvelt að skrúfa lamirnar fastar, bæði í hurðina og póstinn.
20250419_112903.jpg
20250419_112903.jpg (141.7 KiB) Skoðað 22 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara