Ég klippti til hurðaspjöld úr Cheerios pakka, límdi þau innan á hurðarnar og málaði með innangrænum (interior green).
20250423_112050.jpg (142.06 KiB) Skoðað 33 sinnum
Cheerios pakkinn fór líka innan í skrokkinn fyrir aftan hurða opin.
20250423_112406.jpg (142.92 KiB) Skoðað 33 sinnum
Svo málaði ég Innangrænt inn í flugklefann, nema gólfið.
20250423_121519.jpg (144.07 KiB) Skoðað 33 sinnum
Að lokum byrjaði ég að klippa út mæla og líma þá í mælaborðið, því ég verð að klára það og líma það á sinn stað áður en ég set ál á hvalbakinn undir framrúðuna.
20250423_121437.jpg (148.85 KiB) Skoðað 33 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég kláraði að setja saman mælaborðið og svo límdi ég það á sinn stað.
20250424_103147.jpg (140.2 KiB) Skoðað 12 sinnum
Ég límdi álþekjuna á hvalbakinn. Ég þurfti að nota tvo búta til að þekja allan hvalbakinn og svo notaði ég tveggja þátta fylliefni til að fylla á milli þeirra.
20250424_115937.jpg (143.47 KiB) Skoðað 12 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.