Ég klippti til hurðaspjöld úr Cheerios pakka, límdi þau innan á hurðarnar og málaði með innangrænum (interior green).
20250423_112050.jpg (142.06 KiB) Skoðað 175 sinnum
Cheerios pakkinn fór líka innan í skrokkinn fyrir aftan hurða opin.
20250423_112406.jpg (142.92 KiB) Skoðað 175 sinnum
Svo málaði ég Innangrænt inn í flugklefann, nema gólfið.
20250423_121519.jpg (144.07 KiB) Skoðað 175 sinnum
Að lokum byrjaði ég að klippa út mæla og líma þá í mælaborðið, því ég verð að klára það og líma það á sinn stað áður en ég set ál á hvalbakinn undir framrúðuna.
20250423_121437.jpg (148.85 KiB) Skoðað 175 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég kláraði að setja saman mælaborðið og svo límdi ég það á sinn stað.
20250424_103147.jpg (140.2 KiB) Skoðað 154 sinnum
Ég límdi álþekjuna á hvalbakinn. Ég þurfti að nota tvo búta til að þekja allan hvalbakinn og svo notaði ég tveggja þátta fylliefni til að fylla á milli þeirra.
20250424_115937.jpg (143.47 KiB) Skoðað 154 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég dundaði við það í morgun að líma lamir í stélstýrin og setja þau svo á stélið. Ég gleymdi að taka mynd, en ég setti stélhjólið á líka.
20250428_104712.jpg (137.73 KiB) Skoðað 93 sinnum
Ég grunnaði hvalbakinn og setti svo 3M Stopper fylliefni í rifur og stop (flettu því upp!).
20250428_112950.jpg (139.19 KiB) Skoðað 93 sinnum
Ég heflaði og pússaði heilmikið efni af vélrhlífinni til að fá nokkurn vegin rétta formið á hana. Svo setti ég fylliefni á balsann sem ég pússa niður þegar ég held þessu áfram.
20250428_115429.jpg (146.05 KiB) Skoðað 93 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég lauk við að pússa og forma framhlutann á vélarhlífinni. Þá gat ég sett glerfíber á hana aftur að plötunum sem hlífin er gerð úr. seinna set ég krossviðar klæðningu á hlífina og hún kemut til með að ná um 10 mm aftur á skrokkinn. Þar get ég sett skrúfur.
20250429_105240.jpg (144.34 KiB) Skoðað 69 sinnum
Framrúðan á þessum Auster er í þrem hlutum. Miðjan er bein og hliðarnar eru bognar, svo það ætti að vera auðvelt að forma glerið. Ég setti bambus grillteina þar sem hornið á glugganum verður. Svo málaði ég hvalbakinn með svartri málningu. Ég þarf líklega að pensla annarri umferð til að fá jafna áferð.
20250429_115707.jpg (139.63 KiB) Skoðað 69 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Dundaði mér við vélarhlífina í dag. Ég setti tungur á hliðarnar á henni og eina að ofan. Ég gróf fyrir hliðartungurnar og setti kolfíber rör þar fyrir innan svo skrúfur hefðu eitthvað að bíta í. Svo setti ég tvo krossviðar panela á hlífina. Það var ekki auðvelt því það eru flóknar beygjur á hlífinni.
20250430_120042.jpg (140.72 KiB) Skoðað 38 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.