Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 82

Ég skrúfaði báðar hurðirnar á og setti álklæðninguna á vinstri hliðina.
20250421_090605.jpg
20250421_090605.jpg (134.67 KiB) Skoðað 229 sinnum
Hurðirnar smella í og er haldið með segulstálum. Nú þarf ég að klæða hurðirnar með áli og setja gluggana í.
20250421_110144.jpg
20250421_110144.jpg (143.68 KiB) Skoðað 229 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 83

Ég klæddi báðar hurðarnar með þunnu prentplötu áli (0,2mm).
20250422_103355.jpg
20250422_103355.jpg (141.67 KiB) Skoðað 203 sinnum
Mér fannst ekki alveg öruggt að láta tvö segulstál halda hurðunum lokuðum, svo ég setti læsingar innan í þær líka.
20250422_105314.jpg
20250422_105314.jpg (144.37 KiB) Skoðað 203 sinnum
Hér sést hvernig læsingin stendur út úr hurðinni. Ég límdi þær svo vel og vandlega með epoxy og örperludufti (microballoons).
20250422_110350.jpg
20250422_110350.jpg (138.16 KiB) Skoðað 203 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 84

Ég klippti til hurðaspjöld úr Cheerios pakka, límdi þau innan á hurðarnar og málaði með innangrænum (interior green).
20250423_112050.jpg
20250423_112050.jpg (142.06 KiB) Skoðað 175 sinnum
Cheerios pakkinn fór líka innan í skrokkinn fyrir aftan hurða opin.
20250423_112406.jpg
20250423_112406.jpg (142.92 KiB) Skoðað 175 sinnum
Svo málaði ég Innangrænt inn í flugklefann, nema gólfið.
20250423_121519.jpg
20250423_121519.jpg (144.07 KiB) Skoðað 175 sinnum
Að lokum byrjaði ég að klippa út mæla og líma þá í mælaborðið, því ég verð að klára það og líma það á sinn stað áður en ég set ál á hvalbakinn undir framrúðuna.
20250423_121437.jpg
20250423_121437.jpg (148.85 KiB) Skoðað 175 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 85

Ég kláraði að setja saman mælaborðið og svo límdi ég það á sinn stað.
20250424_103147.jpg
20250424_103147.jpg (140.2 KiB) Skoðað 154 sinnum
Ég límdi álþekjuna á hvalbakinn. Ég þurfti að nota tvo búta til að þekja allan hvalbakinn og svo notaði ég tveggja þátta fylliefni til að fylla á milli þeirra.
20250424_115937.jpg
20250424_115937.jpg (143.47 KiB) Skoðað 154 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 86

Ég silfurkveikti millistífurnar úr 3mm og 2mm suðuvír.
20250426_105100.jpg
20250426_105100.jpg (137.01 KiB) Skoðað 126 sinnum
Svo setti ég millistífurnar á sína staði, en því miður er myndin ekki í fókus.
20250426_094458.jpg
20250426_094458.jpg (141.45 KiB) Skoðað 126 sinnum
Svo byrjaði ég að pússa fylliefnið á hvalbaknum. Það er ekki hlaupið að því.
20250426_120950.jpg
20250426_120950.jpg (141.53 KiB) Skoðað 126 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 86

Ég dundaði við það í morgun að líma lamir í stélstýrin og setja þau svo á stélið. Ég gleymdi að taka mynd, en ég setti stélhjólið á líka.
20250428_104712.jpg
20250428_104712.jpg (137.73 KiB) Skoðað 93 sinnum
Ég grunnaði hvalbakinn og setti svo 3M Stopper fylliefni í rifur og stop (flettu því upp!).
20250428_112950.jpg
20250428_112950.jpg (139.19 KiB) Skoðað 93 sinnum
Ég heflaði og pússaði heilmikið efni af vélrhlífinni til að fá nokkurn vegin rétta formið á hana. Svo setti ég fylliefni á balsann sem ég pússa niður þegar ég held þessu áfram.
20250428_115429.jpg
20250428_115429.jpg (146.05 KiB) Skoðað 93 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 87

Ég lauk við að pússa og forma framhlutann á vélarhlífinni. Þá gat ég sett glerfíber á hana aftur að plötunum sem hlífin er gerð úr. seinna set ég krossviðar klæðningu á hlífina og hún kemut til með að ná um 10 mm aftur á skrokkinn. Þar get ég sett skrúfur.
20250429_105240.jpg
20250429_105240.jpg (144.34 KiB) Skoðað 69 sinnum
Framrúðan á þessum Auster er í þrem hlutum. Miðjan er bein og hliðarnar eru bognar, svo það ætti að vera auðvelt að forma glerið. Ég setti bambus grillteina þar sem hornið á glugganum verður. Svo málaði ég hvalbakinn með svartri málningu. Ég þarf líklega að pensla annarri umferð til að fá jafna áferð.
20250429_115707.jpg
20250429_115707.jpg (139.63 KiB) Skoðað 69 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 88

Dundaði mér við vélarhlífina í dag. Ég setti tungur á hliðarnar á henni og eina að ofan. Ég gróf fyrir hliðartungurnar og setti kolfíber rör þar fyrir innan svo skrúfur hefðu eitthvað að bíta í. Svo setti ég tvo krossviðar panela á hlífina. Það var ekki auðvelt því það eru flóknar beygjur á hlífinni.
20250430_120042.jpg
20250430_120042.jpg (140.72 KiB) Skoðað 38 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3846
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstur eftir Gaui »

TF-LBP -- dagur 89

Meira snudd við vélarhlífina: ég klæddi hana með 0,4 mm krossviði að neðan og setti svo 48 g glerfíber á hana.
20250501_115903.jpg
20250501_115903.jpg (142.29 KiB) Skoðað 16 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara