Þegar grunnurinn var að mestu farinn sprautaði ég meiri grunni og setti svo fylliefni í allar misfellur. Þegar þær þornuðu pússaði ég þær sléttar. Svo setti ég sex lög af límbandi þar sem ég vil hafa áberandi plötuskil. Svo smurði ég þykku lagi af fylliefni að límböndunum. Þetta þarf að fá að harðna almennilega. Ég reyni að pússa þetta á morgun.
20250506_105938.jpg (143.58 KiB) Skoðað 44 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Hér er ég búinn að pússa og grunna plötukanntinn á vélrhlífinni.
20250507_091612.jpg (136.5 KiB) Skoðað 16 sinnum
Það eru loftop framan á hlífinni. Ég skar út umgjörðina úr áli og límdi á sinn stað eftir að hafa opnað götin. Þetta lítur smávegis út fyrir að vera Járnkallinn Toný Stark.
20250507_101255.jpg (131.58 KiB) Skoðað 16 sinnum
Og svo setti ég nokkur hnoð á flapana. Þetta er ekki algerlega nauðsynlegt, en þau voru þarna og því þarf ég að bæta þeim við.
20250507_104947.jpg (140.82 KiB) Skoðað 16 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.