Mér tókst að flensa vinstri vísifingur, um 30 mm skurður oní bein þegar ég var að skera álklæðninguna framan við hurðina sem ég festi á. Þessi hurð fer ekki af aftur.
20250520_105411.jpg (137.93 KiB) Skoðað 36 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég setti ramma á framrúðuna með því að setja límband fyrir ofan og neðan og svo smyrja P.38 á milli. Ef maður pússar þetta fljótlega eftir að það harðnar, þá er auðvelt að ganga frá því.
20250521_102703.jpg (138.1 KiB) Skoðað 8 sinnum
Ég límdi 6mm ræmur af áli framan á framrúðuna. Ég set hugsanlega skrúfur í þetta síðar.
20250521_110804.jpg (136.23 KiB) Skoðað 8 sinnum
Ég byrjaði að líma saman balsakubba á bakið á flugklefanum sem ég ætla svo að forma í glerkúpuna sem þarna á að vera.
20250521_120438.jpg (131.45 KiB) Skoðað 8 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.