Mér tókst að flensa vinstri vísifingur, um 30 mm skurður oní bein þegar ég var að skera álklæðninguna framan við hurðina sem ég festi á. Þessi hurð fer ekki af aftur.
20250520_105411.jpg (137.93 KiB) Skoðað 405 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég setti ramma á framrúðuna með því að setja límband fyrir ofan og neðan og svo smyrja P.38 á milli. Ef maður pússar þetta fljótlega eftir að það harðnar, þá er auðvelt að ganga frá því.
20250521_102703.jpg (138.1 KiB) Skoðað 377 sinnum
Ég límdi 6mm ræmur af áli framan á framrúðuna. Ég set hugsanlega skrúfur í þetta síðar.
20250521_110804.jpg (136.23 KiB) Skoðað 377 sinnum
Ég byrjaði að líma saman balsakubba á bakið á flugklefanum sem ég ætla svo að forma í glerkúpuna sem þarna á að vera.
20250521_120438.jpg (131.45 KiB) Skoðað 377 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég raðaði saman balsakubbum til að byggja upp gluggann á baki flugvélarinnar. Það borgar sig að geyma afskurði: þeir koma sér stundum vel.
20250522_101154.jpg (143.11 KiB) Skoðað 362 sinnum
Hér er ég búinn að skera og hefla kubbana niður og losa í burtu allt sem ekki lítur út eins og rúða. Svo setti ég fylliefni á. Þegar það hefur þornað nota ég sandpappír til að fá þetta slétt. Svo kemur bara í ljós hvernig ég forma plastið.
20250522_114611.jpg (142.65 KiB) Skoðað 362 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Í dag náði ég að pússa niður fyllinn og setja aðra umferð af honum á. Svo límdi ég ramma utanum "gluggann" þar sem plastið á að ná útfyrir. Það verður svo notað til að líma hann á flugmódelið.
20250523_104859.jpg (136.39 KiB) Skoðað 342 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég boraði fullt af 0,8mm götum í rammana á framrúðunni og skrúfaði agnarsmáar skrúfur í þá. Svo sprautaði ég með silfur úða.
20250524_101403.jpg (144.09 KiB) Skoðað 293 sinnum
Eftir að ég hafði pússað mótið fyrir bak gluggann, þá klæddi ég það með plastfilmu. Nú þarf ég bara að festa það kyrfilega niður og draga gluggaplast á það.
20250524_115057.jpg (139.48 KiB) Skoðað 293 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég byrjaði að setja saman bensíntankinn sem er undir Austernum. Ég notaði krossvið og gult frauðplast sem ég límdi með trélími. Lím er ekki fljótt að þorna undir frauðplasti, svo ég verð að bíða til morguns með að forma þetta til.
20250526_111521.jpg (138.14 KiB) Skoðað 119 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég skar í burtu allt sem ekki leit út eins og bensíntankur, pússaði frauðið slétt og tróð fylliefni í allar rifur og göt. Svona myndlist er ágætlega skemmtileg, en tekur tíma því þetta þarf alltaf að þorna á milli aðgerða
20250527_103545.jpg (138.31 KiB) Skoðað 71 sinni
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Í dag pússaði ég niður fylliefnið og reyndi að fá eins slétt yfirborð og ég gat. Svo klippti ég niður glerfíber, blandaði kvoðu og sullaði þeim á tankinn. Tókst bara vel.
20250528_092827.jpg (144.09 KiB) Skoðað 24 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.