Ég er byrjaður á nýju módeli:
Evans VP-1 Volksplane er bandarísk flugvél ætluð til heimasmíði. Hún var hönnuð af William Samuel Evans, flugeðlisfræðingi, sem starfaði hjá ýmsum flugvélaframleiðendum. Hann setti mótor úr VW bjöllu framan í hana og þaðan kemur nafnið. Flugvélin var hönnuð til að vera auðveld í smíði og örugg að fljúga, en útlit var aukaatriði. Fyrsta vélin flaug í september 1968.
Margir, sem smíða þessa vél, gera breytingar á henni til að fá rennilegri skrokk og fallegri línur. Húnn Snæland er einn þeirra. Smíði TF-KEA hófst árið 1975 og fyrsta flug hennar var farið 18. ágúst árið 1981. Þetta er önnur flugvélin sem Húnn smíðaði, en síðan hefur hann smíðað tvær aðrar flugvélar frá grunni.
Ég er búinn að leita að sæmilegri teikningu af Volksplane i nokkur ár, en allt sem ég fann var of lítið, 1/6 eða 1/5 skali. Ég hefði sætt mig við 1/4, en enginn hefur teiknað hana svo stóra. Þá sá ég að Sarik Hobbies í Englandi var með teikningu eftir Bob Binley, sem þeir sögðu að væri 1/2 skali. Ég sló til og keypti teikninguna. Þegar hún kom, fór ég að reikna og bera saman. Samkvæmt heimasíðu Sarik er vænghafið 86 tommur (2184 mm). Það gerir skalann um það bil 30% eða 1/3, ekki hálfskala. Það er stærð sem ég er ánægður með og rúmlega tveggja metra vænghaf er gott. Að vísu eru heimildir ekki allar sammála um hvert vænghafið er, en meðaltalið er um það bil 7,5 metrar. Húnn virðist líka hafa aukið vænghafið á sinni flugvél út fyrir hallastýrin (við skoðum það betur seinna).
VP-1 Volksplane TF-KEA
VP-1 Volksplane TF-KEA
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: VP-1 Volksplane TF-KEA
Byrjum að smíða.
Ég byrja venjulega á stélinu þegar ég smíða nýtt módel. Stélið á Volksplane hreyfist allt, það sem kallast "All Flying Tailplane" á útlensku. Ég ljósritaði rifið og límdi það á kartonpappa til að auðveldara væri að skera það út.
Svo renndi ég rifjunum upp á bitann og límdi þau föst, ásamt með frambrún, afturbrún úr furu og skástyrkingum. Neðst til vinstri á myndinni eru styrkingar úr 0,8mm krossviði, sem ég á eftir að líma, en þær koma á afturbrúnina og ná upp á hvert rif. Það er eins gott að það er hægt að klippa krossviðinn með skærum.

Ég byrja venjulega á stélinu þegar ég smíða nýtt módel. Stélið á Volksplane hreyfist allt, það sem kallast "All Flying Tailplane" á útlensku. Ég ljósritaði rifið og límdi það á kartonpappa til að auðveldara væri að skera það út.
Svo renndi ég rifjunum upp á bitann og límdi þau föst, ásamt með frambrún, afturbrún úr furu og skástyrkingum. Neðst til vinstri á myndinni eru styrkingar úr 0,8mm krossviði, sem ég á eftir að líma, en þær koma á afturbrúnina og ná upp á hvert rif. Það er eins gott að það er hægt að klippa krossviðinn með skærum.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: VP-1 Volksplane TF-KEA
Frambrúnarklæðningin er úr 0,8mm krossviði og ég skar fjórar lengjur sem eru 80mm breiðar. Til að líma þær niður notaði ég aðferð sem Cliff Harvey í Englandi sýndi mér á YouTube rásinni sinni. Þá setur maður lím þar sem klæðningin á að koma og leggur hana svo varlega á límið. Þegar maður tekur hana upp aftur, þá er lím þar sem það þarf að vera. Maður getur bætt við lími þar sem þarf og dregið það út þar sem það er of þykkt. Nú lætur maður þetta lím þorna algerlega.
Þegar límið hefur þornað leggur maður klæðninguna á sinn stað og notar svo heitt straujárn (yfir 100 gráður) til að bræða límið saman. Þetta virkar umsvifalaust og klæðningin er komin á um leið.
Svo límdi ég styrkingarnar á afturbrúnina og yfir á rifin.

Þegar límið hefur þornað leggur maður klæðninguna á sinn stað og notar svo heitt straujárn (yfir 100 gráður) til að bræða límið saman. Þetta virkar umsvifalaust og klæðningin er komin á um leið.
Svo límdi ég styrkingarnar á afturbrúnina og yfir á rifin.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: VP-1 Volksplane TF-KEA
Ég límdi balsa frambrún á hæðarstýrið og svo restina af styrkingunum á afturbrúnina.
Þetta er lömin á hæðarstýrinu. Hún boltast svo á aftasta skrokkrifið.
Og hér er ég búinn að forma trimm flötinn og láta hann passa. Nú vantar bara að búa til stýrishorn og setja lamir á þetta.

Þetta er lömin á hæðarstýrinu. Hún boltast svo á aftasta skrokkrifið.
Og hér er ég búinn að forma trimm flötinn og láta hann passa. Nú vantar bara að búa til stýrishorn og setja lamir á þetta.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: VP-1 Volksplane TF-KEA
Myndir sem ég tók af TF-KEA upp undir lofti í Flugsafninu sýna svo ekki verði um villst að Húnn breytti endunum á stélinu verulega. Ég skar út rif úr 10mm balsa og límdi á vogirnar. Svo formaði ég hann til þar til hann líktist stél-endunum á KEA.
Þá gat ég formað frambrúnina og límt vogarendana á stélið. Ég þarf svo að finna blýþynnur sem eg skrúfa á vogarendana til að fá stélið í jafnvægi ("balgvanisera", eins og sagt er hér fyrir norðan).
Svo bjó ég til stýrishorn fyrir trimm-flötinn úr þéttum krossviði og setti fjórar lamir. Þetta fer að verða komið. Nú vantar mig að gera aftasta skrokk þilið, festa stélið á það og setja stöng úr trimminu niður í þilið. Þá fer trimmið niður þegar stýrið fer upp og öfugt.

Þá gat ég formað frambrúnina og límt vogarendana á stélið. Ég þarf svo að finna blýþynnur sem eg skrúfa á vogarendana til að fá stélið í jafnvægi ("balgvanisera", eins og sagt er hér fyrir norðan).
Svo bjó ég til stýrishorn fyrir trimm-flötinn úr þéttum krossviði og setti fjórar lamir. Þetta fer að verða komið. Nú vantar mig að gera aftasta skrokk þilið, festa stélið á það og setja stöng úr trimminu niður í þilið. Þá fer trimmið niður þegar stýrið fer upp og öfugt.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: VP-1 Volksplane TF-KEA
Þetta er flott og það verður gaman að fylgjast með þessu!
Re: VP-1 Volksplane TF-KEA
Takk, Árni. Þú ert velkominn að kíkja í verkstæðið á Dalvík.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði