Scheibe SF-28 Tandem Falke

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 807
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Já, ég hef mjög gaman að því að fylgjast með ykkur þarna fyrir norðan. En Gaui, er þetta sem þú ert með í smíðum á Grísará ziroli Texan??
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Já, Ziroli Texan. Er að verða búinn -- smáatriði eftir og svo mála.

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Ég er enn að dúllast í stélinu, enda stekk ég í þetta tvisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn.

Hér fer stýrisarmurinn inn á milli hæðarstýranna. Hann er beygður úr 3mm suðuvír og svo silfurkveikti ég kopar arm á. Límið sem ég nota hér er Loctite Hysol 9462, lím sem festir hvað sem er og hnýgur ekki þegar maður ber það á. Krossviðurinn sem sést fremst er síðan notaður til að klæða á rifin og miðjuna til að þetta sjáist ekki.
20201105_211406.jpg
20201105_211406.jpg (144.83 KiB) Skoðað 89 sinnum
Það eru fjórar Robart Heavy Duty lamir á stýrunum. Þær eru grafnar dálítið vel inn í frambrúnina á stýrunum, svo það er eins gott að hafa balsakubb innan við, sem getur haldið lömunum á sínum stað.
20201107_125433.jpg
20201107_125433.jpg (90.47 KiB) Skoðað 89 sinnum
Og hér er svo stélið allt, hæðarstýrin komin á og hægt að fara að klæða. Það eina sem ég er í vafa um núna er hvort trimm flipinn skuli vera fastur eða hreyfast með stýrinu. Ég þarf að ná mér í þríhliða teikningar af þessari flugvél til að skoða það -- það er ekki nefnt á teikningunum
20201107_131033.jpg
20201107_131033.jpg (145.03 KiB) Skoðað 89 sinnum
Ég er byrjaður að raða skrokknum saman. Ég set miðjulínu á hvert rif og stilli því upp á strik sem ég set á smíðaborðið. Þegar öll rifin eru komin þarf ég að pússa skorur á þeim í rétta stærð til að taka við langböndunum og þá get ég sett fætur undir rifin og límt þau á smíðaborðið
20201107_150449.jpg
20201107_150449.jpg (143.19 KiB) Skoðað 89 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

8-) Það hefur tekið langan tíma að byrja að raða skrokknum saman, en nú er hann kominn vel á veg. Mesta vinnan er í því að pússa allar raufar í rétta stærð. Eitt rifið er líka með hjólaskál og það þarf að búa hana til:
20201112_203339.jpg
20201112_203339.jpg (124.87 KiB) Skoðað 40 sinnum
Hér er hjólaskálin komin á sinn stað í rifinu.
20201119_195632.jpg
20201119_195632.jpg (110.1 KiB) Skoðað 40 sinnum
Til að skrokkrifin séu í réttri hæð nota ég 6x6mm balsastangir sem ég lími við rifin og niður á borðið. Hér er fremsta rifið komið á sinn stað. Miðlínan á rifinu hjálpar til við að fá það á réttan stað og stöðu
20201121_142637.jpg
20201121_142637.jpg (130.47 KiB) Skoðað 40 sinnum
Hér eru öll skrokkrif nema eitt komin í rétta hæð. Nú þarf ég að búa til sex langbönd, fjögur úr 6x6mm furu og tvö úr 5x5mm balsa. Þegar þau eru komin á verður skrokkurinn orðinn nokkuð stöðugur.
20201121_180146.jpg
20201121_180146.jpg (150.72 KiB) Skoðað 40 sinnum
Hér er eina skrokkrifið sem var eftir. Ég þurfti að fara með það heim til að búa til hjólastell á það.
20201122_115647.jpg
20201122_115647.jpg (149.83 KiB) Skoðað 40 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara