Scheibe SF-28 Tandem Falke

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Ég byrjaði að fljúga flugmódelum sumarið 1978 og þá var bara flogið á Sandskeiði, fyrir ofan Reykjavík. Þar sá ég rauða og hvíta mótorsviflugu, sem virtist ekki hafa mikið vélarafl: Scheibe SF-28 Tandem Falke.

Það virtust ekki vera margir sem flugu henni. Mér sýndist Hörður Hjálmarsson fljúga henni mest, góðlegur maður, sem var alltaf tilbúinn að segja til, hafði smíðað flugmódel áður, en var mest í sviffluginu á þessum tíma. Hann virtist líka búa á Sandskeiði – var kominn langt á undan öllum öðrum og fór síðastur. Það kom líka í ljós að hann átti það til að koma sér fyrir á milli þúfna og sofa úti ef veður var gott.
TF-SAA Sandskeiði.jpg
TF-SAA Sandskeiði.jpg (118.42 KiB) Skoðað 1207 sinnum
Mér fannst Tandem Falke alltaf þetta spennandi flugvél, en vissi ekki að til væri teikning af módeli af henni fyrr en ég sá að Cliff Charlesworth, frumkvöðull í hönnun og smíði svifflugumódela hafði teiknað eina slíka. Ég pantaði teikninguna hans frá Scale Soaring UK og síðan bókina hans, Scale Model Gliders frá Sarik Hobbies. Þar fékk ég líka glerið ofan á flugmannsklefann og vélarhlífina. Nú er ekki aftur snúið.

Ég byrjaði á því að efna niður í módelið (mér finnst það líka gaman) og hér eru öll rifin og eitthvað af balsa og listum komið.
20201003_125315.jpg
20201003_125315.jpg (132.77 KiB) Skoðað 1207 sinnum
Ég segi betur frá því hvers konar flugvél þetta er, hvað módelið er stór o.s.frv. í næstu póstum og síðan fáið þið að fylgjast með því þegar ég set þetta módel saman.

gaui8 8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Steinþór
Póstar: 197
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Steinþór »

Vá! Mig hefur lengi langað Storan motorglider Topmodel rc er með Arf motorglider mjög flottan hann er ekki af falke ættinni .en það verður gaman að sjá Tandem falke verða til á smíða orðinu hjá. Þér . Kv Steini litli málari😀
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11004
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Sverrir »

Maður er búinn að bíða spenntur eftir að sjá þessa fæðast! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Í upphafi:
Egon Scheibe hafði smíðað svifflugur í yfir 40 ár þegar hann hannaði og framleiddi SF-28A tveggja sæta tandem (einn fyrir aftan annan – ekki til gott orð á íslensku) mótorsvifflugu og notaði hana til að taka þátt í Þýskalandskeppni í mótorsvifflugi árið 1977.
Áberandi atriði í hönnun þessarar mótorsvifflugu er staðsetning flugmannsklefans fyrir ofan vænginn, en fremri flugmaðurinn situr í línu við frambrún vængsins en aftari flugmaðurinn situr ofan á vængbitanum. Hún er hönnuð upp úr Bergfalke og Falke svifflugunum og átti að vera valkostur við SF-25C og SF-25E, þar sem flugmennirnir sitja hlið við hlið.
Skrokkurinn er samsettur úr stálrörum og klæddur með dúk með hefðbundið stél úr tré og risastóran glugga úr plasti. Hjólastellið er eitt dekk, sem ekki er inndraganlegt ásamt tveim stuðningshjólum á nælon leggjum undir miðjum væng og stýranlegu stélhjóli, sem er tengt í hliðarstýrið. Vængirnir eru með einn vængbita og eru smíðaðir úr tré og dúk. Á þeim eru síðan loftbremsur á efra yfirborði.
Mótorinn í þessari mótorflugu var 48.5 kV (65 hp) Limbach SL 1700 E: umbreyttur Volkswagen mótor sem knúði tveggja blaða spaða sem hægt var að snúa (skiptiskrúfa).
Tandem-Falke mótorflugan hafði ágæta svifeiginleika og árið 1977 setti Peter Ross Englandsmet í flugi mótorfluga á einni slíkri.

Tölulegar upplýsingar:
vænghaf 16,3 m
lengd 8,1 m
hæð 1,55 m
vængflötur 18,35 m²
vænghlutfall 14,5
vængprófíll Göttingen 533
tómaþungi 400 kg
hámarksþungi 590 kg
hámarkshraði 90 km/klst.
ofrishraði 62 km/klst.
hámarks rennigildi 27 við 95 km/klst.
lágmarks fallhraði 0,9 m/sek. við 70 km/klst.
hreyfill: Limbach SL 1700 EA1, 48,5 kW (65 hestöfl)
flugtaksbrun 180 m
flugdrægi 500 km


Tandem Falke á Íslandi:
Svifflugfélag Íslands keypti SF-28A Tandem Falke, TF-SAA, nýja til landsins vorið 1974, og var hún fyrsta mótorsvifflugan skrásett á Íslandi. Leifur Magnússon hafði í maí 1974 heimsótt danskan svifflugklúbb á Gorlöse, og farið í formleg tékkflug á SF-28A með Per Weishaupt, framkvæmdastjóra Kongelig Dansk Aeroklub. Hann flaug íslensku mótorflugunni því í fyrsta fluginu hér, 5. júlí 1974, og í kjölfar þess tékkaði út 14 félaga í SFÍ á þessa tegund.
1788800.jpg
1788800.jpg (132.18 KiB) Skoðað 1177 sinnum
Ég held að þetta sé liturinn sem var á TF-SAA þegar hún kom til landsins.

Þann 28. júní 1994 skemmdist TF-SAA nokkuð í flugtaki við Stúfholt, Rangárvöllum, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Í júní 2001 var hún afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands, og seld til Bandaríkjanna, þar sem hún var endurskráð sem N14KG. Hún fórst þar 17. ágúst 2006.
TF-SAA.jpg
TF-SAA.jpg (100.8 KiB) Skoðað 1177 sinnum
Þetta er að líkindum liturinn sem TF-SAA fékk eftir viðgerð 1994 til 1995.

Heimildir:
Scale Soaring UK, upplýsingasíða á vef: https://scalesoaring.co.uk/scheibe-sf- ... 1971-docs/
Leifur Magnússon, 2012, Renniflugur og svifflugur á Íslandi árin 1931-2011, óútgefið rit á .PDF formi, sótt á vef: https://frettavefur.net/Skjol/SvifflugurIslandi.pdf
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Byrjum á stélinu:

Stélflöturinn er með bogalínur bæði ofan og neðan (samhverft), og ytri rifin eru mjórri en þau innstu, þannig að það er ekki hægt að líma hann á borðinu. Maður þarf að líma stélið saman á loft. Ég merkti miðjulínuna á öll stélrifin og skar niður tvo búta af balsa fyrir hvert rif.
20201008_193933.jpg
20201008_193933.jpg (131.33 KiB) Skoðað 1129 sinnum
Svo límdi ég balsabútana á rifin. Þetta setur öll rifin í sömu hæð og stélið ætti að verða beint og slétt:
20201008_201037.jpg
20201008_201037.jpg (145.74 KiB) Skoðað 1129 sinnum
Og hér er fyrsta rifið komið á sinn stað, límt ofan á og í gegnum teikninguna niður á borðið (þetta er ljósrit: ég skemmi ekki teikningar ef ég kemst hjá því). Gullna stykkið fyrir aftan er stálbiti sem ég nota þarna til að fá öll rifin í línu.
20201008_201640.jpg
20201008_201640.jpg (110.19 KiB) Skoðað 1129 sinnum
Öll rifin komin á sína staði ásamt frambrún og afturbitum.
20201008_212744.jpg
20201008_212744.jpg (146.03 KiB) Skoðað 1129 sinnum
Og hér er stélendinn kominn á.
20201010_131259.jpg
20201010_131259.jpg (140.68 KiB) Skoðað 1129 sinnum
Nú má fara að huga að klæðningunni. Hún er úr 0,4mm krossviði. Ég skar bæði efra og neðra skinn út í einu til að fá bæði eins.
20201010_135448.jpg
20201010_135448.jpg (130.51 KiB) Skoðað 1129 sinnum
Og svo er bara að sletta trélími á allt sem snertir skinnið, setja farg þar sem það kemst á og síðan klemmur allan hringinn. Ég þurfti að ræna klemmum um allan Slipp til að hafa nóg. MAÐUR Á ALDREI NÓG AF KLEMMUM!
20201010_144500.jpg
20201010_144500.jpg (146.68 KiB) Skoðað 1129 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Þá má saga fæturna undan stélfletinum. Það er gert með góðri bakkasög.
20201015_200143.jpg
20201015_200143.jpg (128.31 KiB) Skoðað 1032 sinnum
Hér er búið að hreinsa allt í burtu sem á ekki að vera, pússa niður allar brúnir og bæta nokkrum innviðum við = balsakubbur við frambrún þar sem festipinnar eiga eftir að koma, fylling í miðju þar sem festiskrúfan rennur í gegnum stélflötinn; kubbar sem halda lömunum.
20201017_124644.jpg
20201017_124644.jpg (113.14 KiB) Skoðað 1032 sinnum
Þá er hægt að líma hitt skinnið á:
20201017_130332.jpg
20201017_130332.jpg (150.02 KiB) Skoðað 1032 sinnum
Hér er ég byrjaður á því að raða saman hæðarstýrinu. Það er gert mikið til á loft, en virðist ætla að verða nokkuð sterkt í lokin.
20201017_144204.jpg
20201017_144204.jpg (151.99 KiB) Skoðað 1032 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Stélkamburinn er smíðaður svipað og stélflöturinn. Grind úr balsa og klætt með 0,4mm krossviði:
20201022_195230.jpg
20201022_195230.jpg (143.58 KiB) Skoðað 940 sinnum
Inn í þetta eru svo límdir kubbar fyrir lamirnar og stöng sem stýrir kambinum niður á skrokkinn.
20201024_124019.jpg
20201024_124019.jpg (132.34 KiB) Skoðað 940 sinnum
Svo er hægt að setja hina hliðina á og nota margar klemmur. Þær vinna svo sannarlega fyrir kaupinu sínu núna.
20201024_125942.jpg
20201024_125942.jpg (140.04 KiB) Skoðað 940 sinnum
Hliðarstýrið er gert á sama hátt og hæðarstýrin. Að vísu er pósturinn á hliðarstýrinu skorinn til, bæði séð fram og aftur og til hliðar, enda mjókkar hann upp,
20201022_213253.jpg
20201022_213253.jpg (158.67 KiB) Skoðað 940 sinnum
Hér er grindin fyrir hliðarstýrið komin saman og bara eftir að pússa hana til og laga.
20201024_150550.jpg
20201024_150550.jpg (127.9 KiB) Skoðað 940 sinnum
Ég stóðst ekki mátið að leggja stélkambinn framan við hliðarstýrið til að sjá hvað þetta er í rauninni stórt.
20201024_151146.jpg
20201024_151146.jpg (132.76 KiB) Skoðað 940 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Þetta gengur hægt og rólega. Hér eru frambrúnalistarnir límdir á stélflöt og stélkamb. Ég sagaði upp í miðjuna á frambrúnalistanum fyrir stélflötinn svo hann leggðist yfir bogann sem er fremst á honum. Þetta sést ef vel er að gáð.
20201029_200321.jpg
20201029_200321.jpg (143.56 KiB) Skoðað 824 sinnum
Til að forma stýrin, þá er ekkert sem virkar jafn vel og hefillinn. Ég hefla um það bil 90% af því sem þarf að fara og svo nota ég grófan sandpappír (P 80) á restina.
20201029_200524.jpg
20201029_200524.jpg (147.52 KiB) Skoðað 824 sinnum
Hérna er ég búinn að sameina stélkambinn og hliðarstýrið, setja lamirnar á og pússa flest það sem þarf að pússa. Nú má klæða hliðarstýrið með dúk.
20201031_135232.jpg
20201031_135232.jpg (148.53 KiB) Skoðað 824 sinnum
Og hérna er stélflöturinn og hæðarstýrið að mestu til. Stykkið fyrir neðan hægra hæðarstýrið er trimmið, sem skrúfast á í staðinn fyrir það sem er merkt með rauðum krossum.
20201031_144331.jpg
20201031_144331.jpg (146.54 KiB) Skoðað 824 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Steinþór
Póstar: 197
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Steinþór »

Glæsilegt hjä þér þú ert svo flottur módelsmiður kv Steini litli málari
Passamynd
Gaui
Póstar: 3288
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Scheibe SF-28 Tandem Falke

Póstur eftir Gaui »

Takk Steini.
Það kemur smá meira á sunnudag. Ég var í Slippnum í gær og kláraði hæðarstýrin. Ég ætla að reyna að fara í Slippinn á laugardag og byrja að raða saman skrokknum.
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara