Fyllerí!

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Fyllerí!

Póstur eftir Gaui »

Þamgað til nýlega var á markaði hér á landi undraefni sem hægt var að nota þegar fylla þurfti í minni háttar rifur og göt í balsa. Þetta fylliefni hét Red Devil One Til Lightweight Spackling.
fylliefni-01.jpeg
fylliefni-01.jpeg (134.29 KiB) Skoðað 1951 sinni
Þetta efni hafði þá ótvíræðu kosti að það rýrnaði ekki við þornun, pússaðist á undan balsanum og tók alls konar meðhöndlun, eins og lakk, epoxý og klæðningarfilmu.

En svo tóku markaðsöflin í taumana og ákváðu að annað hvort væri ekki gott fyrir íslenska alþýðu að nota svona efni, eða að það þyrfti að fá fólk til að kaupa eitthvað annað sem réttu innflutningsaðilarnir ættu rétt á (þetta eru bara ágiskanir hjá mér, því afgreiðslumenn í fylliefnabúðum virðast ekki vita hvernig vörur birtast þar í hillum). Það sem okkur var nú boðið upp á var DAP Fast'n'Final Lightweight Spackling.
fylliefni-02.jpeg
fylliefni-02.jpeg (113.64 KiB) Skoðað 1951 sinni
En hér voru nokkrir hængar á: Þetta var mun þyngra en Djöfullinn, það var ekki eing þægilegt að dreyfa því á stykkið og, sem tók nú alveg steininn úr, þornaði aldrei almennilega. Síðan, þegar maður pússaði efnið, þá rúllaðist það endalaust undan sandpappírnum og myndaði fleira klám og rifur en það sem maður var að reyna að gera við. Í einu orði sagt: alveg hræðilegt.

En þegar neyðin er stærst, þá lærir maður að spinna: Í verslun hér á Akureyri, sem kennd er við Flügger málningu fann ég fylliefni sem ég held ég geti notað: Flügger Easy Filler!
fylliefni-03.jpeg
fylliefni-03.jpeg (143.05 KiB) Skoðað 1951 sinni
Það er álíka létt og Djöfullinn, dreyfist auðveldlega og pússast eins og draumur. Til að sanna mál mitt gerði ég smá tilraun. Ég tók balsaspýtu, gerði í hana nokkrar mis stórar rifur og glattaði svo yfir með Léttfyllinum frá Flügger. Þetta ætlaði ég svo að pússa seinna um kvöldið. Það vildi, hins vegar, svo til að ég komst ekki í þessa pússivinnu fyrr en daginn eftir, svo efnið fékk nægan tíma til að þorna og harðna. En hér eru myndir sem ég tók:
Hér er balsaspýtan með efninu á. Ég vandaði mig ekkert sérlega, þannig að smá hluti stærstu rifunnar er ekki fylltur, em ...
fylliefni-04.jpeg
fylliefni-04.jpeg (134.38 KiB) Skoðað 1951 sinni
Hér er stykkið eftir fyrstu tvær strokurnar með P80 sandpappír. Það sést greinilega að efnið losnar upp í fínu dufti, en rúllast ekki upp.
fylliefni-05.jpeg
fylliefni-05.jpeg (139.54 KiB) Skoðað 1951 sinni
Hér er stykkið eftir að búið er að pússa það fyrst með P80 pappír og svo smá með P120 pappír. Fylliefnið pússast á undan balsanum og það sér nánast ekki á yfirborðinu að balsi hafi horfið.
fylliefni-06.jpg
fylliefni-06.jpg (134.13 KiB) Skoðað 1951 sinni
Þegar dósin er skoðuð nánar kemur í ljós að það eru leiðbeiningar á fjórum tungumálum, dönsku, sænsku, norsku, og pólsku. Síðan eru smávegis upplýsingar um hættulegt innihald á íslensku (ég hef aldrei heyrt um sæfiefni og veit ekki hvað þau eru eða hvað þau gera).
fylliefni-07.jpeg
fylliefni-07.jpeg (149.02 KiB) Skoðað 1951 sinni
Þeir Flüggeristar nenntu greinilega ekki að þýða leiðbeiningarnar yfir á íslensku (enda ekki líklegt að íslendingar myndu staldra við og lesa dolluna fyrir notkun), en ÉG var tilbúinn til þess og það tók mig heilar 15 mínútur að gera það:
Létt, hvítt fylliefni, sem er óvenjulega auðvelt og hentugt í notkun vegna þess að innihaldið verður eins og þeyttur rjómi. Rýrnar ekki og springur ekki. Notist bæði inna og utan dyra til að fylla í rifur og göt í múrsteinum, steinsteypu, gifsi, múrverki og tré. Þolir nokkurn raka. Ekki hentugt til notkunar þar sem vatn getur stöðugt leikið um það.
Undirlag: Skal vera hreint þurrt og þétt. Úðið yfirborðið létt með vatni áður en efnið er borið á.
Notkun: Smyrjið á með spaða. Eftir að efnið hefur þornað má pússa það með fínum sandpappír. Lágmarks hiti við notkun og þornun: +10°C. Mesti loftraki 80%.
Þurrktími við 20°C, 60% raka: Snertiþurrt: 30 mínútur. vinnsluþurrt: 60 mínútur, Gegnþurrt: Nokkrir dagar.
Nýting: 1m² á lítra með 1mm þykkt lag.
Þynning: Þynnist ekki.
Hreinsun á verkfærum: Með vatni.
Geymsla: Á köldum, en frostfríum stað, lokist þétt.
Þarna er, sem sagt, komið fylliefni fyrir okkur, sem hentar vel á balsann, er þægilegt í notkun og pússast vel.

Takk fyrir mig, Flügger!

8-)
Síðast breytt af Gaui þann 25. Okt. 2020 16:48:32, breytt 2 sinnum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Fyllerí!

Póstur eftir Árni H »

Daninn klikkar ekki! :D
Passamynd
maggikri
Póstar: 5603
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Fyllerí!

Póstur eftir maggikri »

Athyglisvert. Var einmitt að leita að rauða djöflinum um daginn en fann ekki. Þarna kemur skýringin hjá Gaua!. Takk fyrir þessar tilraunir Gaui. prófa þennan Flugger næst. Var kominn í þunga og leiðinlega sparslið aftur af því að ég fann ekki RD. Notaði hann í allt á veggi og allt sem þurfti að sparsla.
kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fyllerí!

Póstur eftir Gaui »

Nú er ég búinn að nota þeta efni í nokkra daga og get staðhæft að það hentar mjög vel í módelsmíði. Eini gallinn sem ég hef fundið ennþá er að það er ekki eins auðvelt að hræra þetta upp í "flödeskumagtig konsistens" og þann rauða. "Rjóminn" verður þykkari og næstum að breytast í smjör. Það er samt auðvelt að skafa honum í rifur og draga hann út yfir óslétt yfirborð.

Annað sem ég má alveg nefna er að á dollunni er talað um að efnið sé vinnsluþurrt eftir klukkutíma: þetta virkar, svo framarlega sem maður er ekki að gubba allt of þykkt á stykkið.

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara