One Design TF-MAD

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

One Design TF-MAD

Póstur eftir Gaui »

Það er dálítið síðan ég sá þessaflugvél í skýli í Mosó, þá half smíðaða. Nú er hún komin í loftið og flýfur, skilst mér, óaðfinnanlega. Þá var að framkvæma þá hugmynd sem ég fékk þegar ég sá hana fyrst, gera módel af henni. Þar sem flugvélin sjálf er ekki með vænghaf nema upp á tæpa sex metra (5.94 samkvæmt Wikipedia), þá er eiginlega grá upplagt að hafa það í skalanum 1/3, eða hvað.
TF-MAD_9569_G_1200.jpg
TF-MAD_9569_G_1200.jpg (117.12 KiB) Skoðað 2643 sinnum
Ég náði mér í teikningu eftir Matt Mrdeza og Darrel Stebbins, sem áður byrtist í RC Modeler Magazine. Þessi teikning er, svona, nokkurnvegin í skala (en þó ekki) og ætti að vera ferkar auðveld í smíðum (en samt ekki). Eftir að hafa skoðað teikninguna lengi og lesið leiðbeiningarnar vandlega (ég skammast mín ekkert fyrir það -- ég bara er svona) þá hófst ég hand við að efna niður í módelið. Það eru óvenjulega fáir hlutir í þessu módeli, og það er nokkuð auðvelt að saga þá út.

Svo þegar ég ætlaði að raða þeim saman komst ég að því að það eru nánast engar beinar línur eða rétt horn í öllu módelinu. Ég fann að tank-gólfið og eldveggurinn mynda rétt horn, svo ég ákvað að byrja þar. Leiðbeiningarnar segja manni bara að líma krossviðargrindina saman, en það er meira en það.
20210205_154103.jpg
20210205_154103.jpg (128.33 KiB) Skoðað 2643 sinnum
Ég notaði stóra og þunga stálkubba til að staðsetja tank-gólfið og límdi þetta saman með 30 mín. epoxý lími. Svo þurfti ég að bíða, því það má ekki halda áfram fyrr en þetta er hart.
20210205_154247.jpg
20210205_154247.jpg (134.94 KiB) Skoðað 2643 sinnum
Svo komu hliðarnar (eða innri hliðarnar). Þær eru úr krossviði og þær sveigjast í boga utan um eldvegginn (manstu -- engar beinar línur) og standa á ská upp frá honum. Nú er eins gott að hafa fullt af þvíngum við höndina, því þetta þarf að sitja svona þar til epoxýið harðnar.
20210205_155140.jpg
20210205_155140.jpg (151.75 KiB) Skoðað 2643 sinnum
Höldum á seinna. 8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 903
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: One Design TF-MAD

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Ég er ekki hissa á að þú hafir fallið fyrir þessari.
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: One Design TF-MAD

Póstur eftir Gaui »

Ég er enn að líma krossvið með eppoxý lími. Það er í raun bara hægt að taka eina límingu í einu, svo þarf maður að bíða eftir að hún harðni og þá er hægt að athuga næstu. Hér er aftara tank gólfið að festast í. á milli gólfanna er svo rif, sem sést illa á þessari mynd.
20210206_130802.jpg
20210206_130802.jpg (152.64 KiB) Skoðað 2576 sinnum
Þarna er öll restin að límast. Ég tók þetta í tveim eða þrem hollum, enda þarf að þvinga og klemma allt saman svo það sitji rétt.
20210207_110638.jpg
20210207_110638.jpg (149.96 KiB) Skoðað 2576 sinnum
Og hér er svo fram-grindin komin og bíður bara eftir balsa hliðunum. Ég þarf að fá mér fullt af 2,5mm balsa til að halda áfram með þetta módel.
20210207_181603.jpg
20210207_181603.jpg (150.81 KiB) Skoðað 2576 sinnum
Framhluti skrokksins séður neðan frá. Þetta er alveg massíf samsetning af krossviði, en á móti geri ég ráð fyrir að mótorinn fari ekki neitt á flakk.
20210207_181616.jpg
20210207_181616.jpg (127.25 KiB) Skoðað 2576 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 903
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: One Design TF-MAD

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Gaui! er ekki gott að vera með margar í takinu? Ég er nefnilega kominn með hausverk yfir RV-4 og á hérna annað kitt (Harvard Texan frá Brian Taylor) Heldurðu að hausinn komist ekki í lag ef ég sný mér að honum?
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: One Design TF-MAD

Póstur eftir Gaui »

Því fleiri flugvélar í smíði, því betra.

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: One Design TF-MAD

Póstur eftir Árni H »

Er ekki formúlan fyrir flugmódelsmíð N+4?
N = ný flugvél
+4 = Fjórar aðrar í takinu
:D
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: One Design TF-MAD

Póstur eftir Sverrir »

X = N+22

:mrgreen:
Icelandic Volcano Yeti
Svara