Fékk gefins fastann O.S mótor

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Joel S
Póstar: 2
Skráður: 22. Mar. 2021 18:37:49

Fékk gefins fastann O.S mótor

Póstur eftir Joel S »

Heil og sæl öll sömul.

Ég fékk gefins gamlann O.S 40 sf abc mótor, en ég átti svipaðann mótor (46 fx, með 46sf blöndung) þegar ég stundaði þetta áhugamál fyrir ca 20 árum. Ég held að þetta
sé snilldar mótor ef hann virkar eins og gamli fx mótorinn.

Ég veit ekki söguna á bakvið þennan mótor sem ég fékk en hann var pikk fastur, hefur mögulega legið í vatni miðað við það sem ég fann inní honum og það hefur fallið soldið skemmtilega á yfirborðið á mótornum, hægt að sjá vel á pústinu að hann hefur legið í einhverjum vökva.

Ég tók heddið, blöndunginn og bakplötuna af og setti penetration olíu yfir allt og lét bíða í smá tíma áður en ég tók aðeins á þessu.. hann losnaði strax. Svo var hann rifinn eins mikið í sundur og hægt er og allt ryð og korri nuddað úr öllum pörtum sem þurftu á tlc að halda. Hreinsaði legurnar þar sem þetta virðist vera mjög lítið keyrður mótor og ekkert ryð í þeim.. það var gert undir smásjá til að ná hverju einasta rykkorni úr þeim. Blöndungurinn var rifinn og hreinsaður, fann ekkert að þar og svo allt smurt og sett saman aftur. Hann þjappar mjög vel og tilbúinn til að fara í testrun.

Ég er að reyna að komast í loftið aftur eftir þetta 20 ára hlé mitt og set þennan mótor í fyrstu vélina sem ég smíða.
Ég ætla ekkert að gera neitt við mótorinn að utan.. þessi dökki litur gefur honum smá karakter.

Læt nokkrar myndir fylgja.
Viðhengi
8715B490-04FD-460E-80F5-D3F7FFF80509.jpeg
8715B490-04FD-460E-80F5-D3F7FFF80509.jpeg (287.5 KiB) Skoðað 1376 sinnum
4ED7E21F-3FA0-4815-80BE-AFB38FCC9D86.jpeg
4ED7E21F-3FA0-4815-80BE-AFB38FCC9D86.jpeg (364.21 KiB) Skoðað 1376 sinnum
75410459-4FC7-4925-A628-1D79CFC18F5E.jpeg
75410459-4FC7-4925-A628-1D79CFC18F5E.jpeg (198.99 KiB) Skoðað 1376 sinnum
F9CA955F-B36D-4E20-BEDD-242A5BCF88EE.jpeg
F9CA955F-B36D-4E20-BEDD-242A5BCF88EE.jpeg (261.42 KiB) Skoðað 1376 sinnum
2D9A1E8C-B3C8-4B74-A47D-3FCAB51918CA.jpeg
2D9A1E8C-B3C8-4B74-A47D-3FCAB51918CA.jpeg (364.03 KiB) Skoðað 1376 sinnum
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fékk gefins fastann O.S mótor

Póstur eftir Sverrir »

Flottur og velkominn aftur í fjörið! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Joel S
Póstar: 2
Skráður: 22. Mar. 2021 18:37:49

Re: Fékk gefins fastann O.S mótor

Póstur eftir Joel S »

Þakka þér fyrir það meistari 😀
Svara