Orlik II 1:2,5

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Orlik II 1:2,5

Póstur eftir Sverrir »

Fyrir um ári síðan laumaði sér hingað heim ný vél í flotann hjá Steina og eftir flutning í byrjun þessa árs var loksins komin tími til að gera hana flugklára. Vélin kemur frá Old Gliders, heitir Orlik II og er í skalanum 1:2,5 eða 40%, sem er einmitt sama stærð og var á Ka-8 hér um árið.

Þar sem vélin var keypt sem ARF þá er ekki mikið um eiginlegar smíðar, nema helst á mælaborðinu og sætinu fyrir flugmanninn. Því koma hérna nokkrar myndir þar sem stikklað verður á því helsta sem myndað var hverju sinni. Það styttist í frumflug með hækkandi sól en einungis er eftir að stilla þyngdarpunktinn á vélinni og svo verður hún klár í sitt fyrsta flug.


Beint úr kassanum.
IMG_0257.jpg
IMG_0257.jpg (149.15 KiB) Skoðað 3531 sinni

Steini hafður með til að sýna stærðina.
IMG_0258.jpg
IMG_0258.jpg (189.56 KiB) Skoðað 3531 sinni

Almennilegur vængur!
IMG_0259.jpg
IMG_0259.jpg (115.22 KiB) Skoðað 3531 sinni

Steini kominn á bólakaf í verkið.
IMG_2924.jpg
IMG_2924.jpg (129.23 KiB) Skoðað 3531 sinni

Alveg upp að öxlum.
IMG_2926.jpg
IMG_2926.jpg (130.1 KiB) Skoðað 3531 sinni

Servóið fyrir sleppikrókinn komið á sinn stað.
IMG_3059.jpg
IMG_3059.jpg (136.4 KiB) Skoðað 3531 sinni

Hæðarstýrið farið að taka á sig mynd.
IMG_3057.jpg
IMG_3057.jpg (172.63 KiB) Skoðað 3531 sinni

Þá er vængurinn næst á dagskrá.
IMG_3093.jpg
IMG_3093.jpg (148.28 KiB) Skoðað 3531 sinni

IMG_3094.jpg
IMG_3094.jpg (131.71 KiB) Skoðað 3531 sinni

Allt að gerast og fyrstu stýrifletirnir farnir að hreyfast undir servóafli.


Mælaborðið komið á sinn stað en eftir að ganga frá endunum.
IMG_3139.jpg
IMG_3139.jpg (95.43 KiB) Skoðað 3531 sinni

Svo þarf að gera eitthvað við þetta hliðarstýri.
IMG_3140.jpg
IMG_3140.jpg (70.63 KiB) Skoðað 3531 sinni

Hliðarstýrið komið á og allir stýrifletir farnir að hreyfast.
IMG_3118.jpg
IMG_3118.jpg (189.91 KiB) Skoðað 3531 sinni

Þetta er ágætis stærð.
IMG_3116.jpg
IMG_3116.jpg (150.6 KiB) Skoðað 3531 sinni

Svo náðist mynd af skuggalegum fír sem var að fikta í snúrunum.
IMG_3141.jpg
IMG_3141.jpg (141.1 KiB) Skoðað 3531 sinni
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Orlik II 1:2,5

Póstur eftir Gaui »

Hlakka til að sjá þessa fljúga.

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 922
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Orlik II 1:2,5

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Glæsilegt hjá þér Steini og ekki slæmt að hafa þennan skuggalega náunga til aðstoðar.
Kv.
Gústi
Svara