Síða 1 af 3

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 00:34:13
eftir kip
Er að setja saman Esm Katana 2x2 frá YT models.
Þetta er fyrirmyndin, eins vél og eins mótor: http://www.modellflynytt.no/articles/18 ... Side1.html
Ég sumsé fékk frá Þýskalandi Moki 30cc mótor með blöndung og púst aftaná. Verslaði mikið af http://www.engelmt.de/en/index.php, td. 3ja blaða carbon fiber proppa.
Kútinn fékk ég frá http://www.krumscheid-metallwaren.de
Mynd

Mynd
Mynd

Ég lenti í því að kínverjinn sem bjó til hallastýrin hefur fengið sér hrísgrjónavín í morgunmat og hafði sett krossviðarplötun til að festa controlhornið í einu rifi of langt, á báðum! Því var reddað á Grísará.
Mynd

Einhverra hluta vegna er vængrörið með tregðu og mjög erfitt að koma því í vængina og gegnum skrokkinn. það tekur það mikla krafta að ég er við það að brjóta eitthvað.
Mynd

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 08:39:13
eftir Steinar
Þetta er flott vél.. Veistu hvað hún á að verða þung??

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 10:37:52
eftir kip
Ekki hugmynd :)

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 10:42:18
eftir Þórir T
spurning um annaðhvort kertavax eða grafít duft á rörið? ég þoli ekki þegar maður hálf mölvar þetta dót við að þræða ýmist rörið í skrokkinn eða vænghlutana á rörið...

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 12:48:35
eftir Haraldur
Notaðu bara gamla góða uppþvottalöginn.
Nýtist í allskonar ídrætti.

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 13:26:10
eftir kip
Kertavax, grafít duft eða uppþvottalög, ég á uppþvottalög, svínvirkar hann? Fer hann illa með rifin/balsa? trefjadúkurinn sem myndar hólkinn í vængjunum er ekki þéttur, það eru göt hér og þar

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 13:50:36
eftir Þórir T
uppþvottalögurinn hefur þann skemmtilega eiginleika að "þorna" prófiði bara að geyma smá slettu á eldhúsborðinu hjá ykkur og sjáið hvernig hann fer.. hann er góður þegar hann er fljótandi í ansi marga "ídrætti" en þó ekki alla :)

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 14:16:27
eftir Steinar
Svo er líka hægt að nota kartöflumjöl. (gamalt ídráttarráð) Bara ekki láta að blotna.

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 14:32:18
eftir Þórir T
[quote]Bara ekki láta að blotna[/quote]
Sem hlýtur þá að gilda það sama og um uppþvottalöginn, hentar ekki í alla "ídrætti" :D

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 17:23:36
eftir Haraldur
Það er náttúrulega með allann balsa eða við sem fer í flugvélar að hann má helst ekki blotna,
nema það sé með ráðum gert, t.d. þegar þarf að beigja hann að rétta við.

Þú verður að fara varlega með uppþvottalauginn og ekki sulla honum út um allt.