Síða 2 af 3

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 17:27:39
eftir Björn G Leifsson
Kannski bara strjúka rörinu létt með fínum sandpappír?

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 18. Mar. 2008 21:03:58
eftir einarak
svo geturu tekið gastækin og glóðhitað flugvélina í kringum rörið, þá ætti það að komast í

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 19. Mar. 2008 02:02:29
eftir kip
Spurning hvort ég geti notað eitthvað úr náttborðsskúffunni

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 19. Mar. 2008 08:46:33
eftir Gaui
Kip, ekki sulla neinu á draslið. Byrjaðu með fínan sandpappír á álrörið til að sjá hvort þú getur ekki lagað það að vængrörinu frekar en að setja einhverja drullu inn í vænginn, sem síðan getur þornað og annað hvort algerlega komið í veg fyrir að vængurinn fari saman eða, það sem gæti verið verra, fest allt draslið saman endanlega.

Stundum þarf ekki annað en að pússa smá halla á endann á álrörinu og þá rennur það mjúklega í.

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 19. Mar. 2008 11:17:24
eftir einarak
[quote=kip]Spurning hvort ég geti notað eitthvað úr náttborðsskúffunni[/quote]
Morgan Kane kilju?

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 19. Mar. 2008 16:33:08
eftir kip
Gaui, ég geri það.
Einar: Andrés Önd

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 25. Mar. 2008 16:29:35
eftir Árni H
Mögnuð vél, Diddi! Maður lærir greinilega ýmislegt á Andrési Önd :)

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 25. Mar. 2008 22:21:29
eftir kip
Ekki seinna vænna að fara klára þessa þar sem Giant Big stick frá Greatplanes fórst upp á heiði í gær.

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 25. Mar. 2008 22:38:47
eftir Sverrir
Leitt að heyra, hans verður saknað...

Re: ESM Katana 2x2

Póstað: 27. Mar. 2008 08:40:16
eftir kip
Ég er soltið stopp með Katana, fékk mér Moki mótor með blöndung aftan á en þá breytist mótorfestingin í gay 3ja festinga mount í stað 4ra og þá er allt í klessu + þarf að fara aftur um 4 cm og ég þarf að finna verkfræðing til að mounta mótornum á því leiðbeiningarnar segja ekkert um thrust angle eða nokkuð sem hjálpar manni að finna út stöðu mótorsins. Þarf nefnilega að smíða nýjan kassa framan á eldvegginn til að festa mótorinn á.