TF-FRU -- Dagur 55
Ég viðurkenni mistök. Þessi afsteyputilraun misheppnaðist. Ég legg þetta á hilluna i nokkrar vikur, afla mér meira efnis og geri þetta aftur.
Þá er að snúa sér að skrokknum. Ég þarf að gera umgjörð um afturgluggann úr 0,8 mm krossviði. Hér er ég búinn að líma eina hlið á hægri umgjörð.
Hér eru báðar hliðarnar límdar á einni hlið. Efri og neðri angarnir verða límdir seinn ásamt miðjustólpanum
Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 56
Ramminn utan um afturgluggann kominn.
Þá er ég byrjaður að setja glerfíber á skrokkinn. Þetta er 48 gramma dúkur sem ég fékk frá Fighteraces í Englandi.
Og ofan á glerfíberinn setti ég Peel Ply sem ég fékk að gjöf. Það er spennandi að sjá hvernig þetta kemur af á morgun.
Ramminn utan um afturgluggann kominn.
Þá er ég byrjaður að setja glerfíber á skrokkinn. Þetta er 48 gramma dúkur sem ég fékk frá Fighteraces í Englandi.
Og ofan á glerfíberinn setti ég Peel Ply sem ég fékk að gjöf. Það er spennandi að sjá hvernig þetta kemur af á morgun.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 57
Búinn að vera bissí undanfarið. Það tekur tíma að klæða skrokk með glerfíber, því maður þarf að setja á einn hluta hans og svo bíða eftir því að resinið harðni. Hér er samlím:
Og loksins er skrokkurinn allur þakinn glerfíber og nú má fara að grunna og pússa. Það tekur langan tíma og ég mun ekki pósta svoleiðis myndum, nema eitthvað sérstakt komi uppá.
Búinn að vera bissí undanfarið. Það tekur tíma að klæða skrokk með glerfíber, því maður þarf að setja á einn hluta hans og svo bíða eftir því að resinið harðni. Hér er samlím:
Og loksins er skrokkurinn allur þakinn glerfíber og nú má fara að grunna og pússa. Það tekur langan tíma og ég mun ekki pósta svoleiðis myndum, nema eitthvað sérstakt komi uppá.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 58
Ég sprautaði fylli/pússi grunni á skrokkinn.
Svo er ég byrjaður að pússa grunninn niður og setja fylliefni í áberandi göt og rifur. Þetta tekur langan tíma.
Ég sprautaði fylli/pússi grunni á skrokkinn.
Svo er ég byrjaður að pússa grunninn niður og setja fylliefni í áberandi göt og rifur. Þetta tekur langan tíma.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 59
Ég er búinn að pússa allan skrokkinn, setja fylliefni á hann og pússa það niður. Þetta hefur verið heilmikið verk, en gaman að sjá yfirborð skrokksins verða slétt.
Svo sprautaði ég þunnu lagi af grunni á skrokkinn. Þegar hann er orðinn vel þurr ætla ég að pússa yfir hann með P400 pappír og setja fylliefni í misfellur sem hafa farið framhjá mér.
Þegar ljóst var orðið að Robart ætlaði ekki að framleiða fleiri flapalamir eins og mig vantar (og Ziroli gat heldur ekki hjálpað mér), þá fór ég að leita annars staðar. Google fann fyrir mig verslun í Quebec í Kanada, Aircraft Modelers Research (AMR), sem átti nokkur sett. Ég hringdi í þá af því að vefkaupavélin þeirra listaði engin lönd önnur en Kanada, og Eric, sem ég talaði við, sagði mér að senda tölvupóst á sales@amr-rc.com. Ég gerði þetta á þriðjudag, 9. apríl og þann sama dag sendi ég greiðslu með PayPal. Í dag, 12. apríl (þrem dögum seinna) fékk ég lamirnar í hendur í afgreiðslu Eimskips á Dalvík.
Og, fyrst ég var kominn með lamirnar í hendur, þá var um að gera að byrja að setja þær í vængina.
Ég er búinn að pússa allan skrokkinn, setja fylliefni á hann og pússa það niður. Þetta hefur verið heilmikið verk, en gaman að sjá yfirborð skrokksins verða slétt.
Svo sprautaði ég þunnu lagi af grunni á skrokkinn. Þegar hann er orðinn vel þurr ætla ég að pússa yfir hann með P400 pappír og setja fylliefni í misfellur sem hafa farið framhjá mér.
Þegar ljóst var orðið að Robart ætlaði ekki að framleiða fleiri flapalamir eins og mig vantar (og Ziroli gat heldur ekki hjálpað mér), þá fór ég að leita annars staðar. Google fann fyrir mig verslun í Quebec í Kanada, Aircraft Modelers Research (AMR), sem átti nokkur sett. Ég hringdi í þá af því að vefkaupavélin þeirra listaði engin lönd önnur en Kanada, og Eric, sem ég talaði við, sagði mér að senda tölvupóst á sales@amr-rc.com. Ég gerði þetta á þriðjudag, 9. apríl og þann sama dag sendi ég greiðslu með PayPal. Í dag, 12. apríl (þrem dögum seinna) fékk ég lamirnar í hendur í afgreiðslu Eimskips á Dalvík.
Og, fyrst ég var kominn með lamirnar í hendur, þá var um að gera að byrja að setja þær í vængina.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 60
Það tók mig langan tíma að ákveða hvernig lamirnar virka og flarnir passa á. Ég er búinn að skrúfa lamirnar á hægri flapann og gera göt fyrir þær inn í vænginn. Lamirnar verða svo límdar fastar við rifin.
Það tók mig langan tíma að ákveða hvernig lamirnar virka og flarnir passa á. Ég er búinn að skrúfa lamirnar á hægri flapann og gera göt fyrir þær inn í vænginn. Lamirnar verða svo límdar fastar við rifin.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 61
Unnið við hægri flapann í dag. Ég límdi 0,8 mm krossvið framan á hann og setti svo 0,8 mm ræmur í kringum götin til að styrkja þau og gera þau snyrtilegri.
Svo setti ég hryggina á með snertilími. Flapinn verður sérlega áhugaverður við þetta.
Tveggja tommu ræma af Proskin og balsa, sem ég var búinn að útbúa áður er svo límd ofan á rifin og afturbrúnin fyrir ofan flapann.
Unnið við hægri flapann í dag. Ég límdi 0,8 mm krossvið framan á hann og setti svo 0,8 mm ræmur í kringum götin til að styrkja þau og gera þau snyrtilegri.
Svo setti ég hryggina á með snertilími. Flapinn verður sérlega áhugaverður við þetta.
Tveggja tommu ræma af Proskin og balsa, sem ég var búinn að útbúa áður er svo límd ofan á rifin og afturbrúnin fyrir ofan flapann.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 62
Ég setti báruplastið ofan og neðan á flapana og hér er ég búinn að líma þá á. Servóið kemur til með að ýta þeim út og niður.
Þetta er efnið sem verður klæðningin á efra yfirborð vængsins. Ég geri annan í einu.
Hér er ég búinn að líma plöturnar saman, pússa skinnið lauslega og líma það iður á vænginn með PU-lími. Þetta þarf að fá að harðna til morguns.
Ég setti klemmur framan á frambrúnina til að halda klæðningunni niður, en sumar voru of sterkar fyrir klæðninguna, sem er ekki nema 2,5 mm. Ég laga þetta eftir að límið harðnar.
Ég setti báruplastið ofan og neðan á flapana og hér er ég búinn að líma þá á. Servóið kemur til með að ýta þeim út og niður.
Þetta er efnið sem verður klæðningin á efra yfirborð vængsins. Ég geri annan í einu.
Hér er ég búinn að líma plöturnar saman, pússa skinnið lauslega og líma það iður á vænginn með PU-lími. Þetta þarf að fá að harðna til morguns.
Ég setti klemmur framan á frambrúnina til að halda klæðningunni niður, en sumar voru of sterkar fyrir klæðninguna, sem er ekki nema 2,5 mm. Ég laga þetta eftir að límið harðnar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
TF-FRU -- Dagur 63
Setti efri klæðninguna á vinstri vænginn og frambrún á þann hægri.
Setti efri klæðninguna á vinstri vænginn og frambrún á þann hægri.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði